Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2025 07:31 Max Dowman gæti fengið tækifæri með Arsenal í enska deildabikarnum í kvöld. Getty/ Alex Pantling Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal er með liðið sitt í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar og lið uppfullt af stjörnuleikmönnum. Í leikmannahópnum er líka hinn fimmtán ára gamli Max Dowman. Dowman er ekki nógu gamall til að skrifa undir atvinnumannasamning en Mikel Arteta hefur ekki áhyggjur af því að keppinautar hans gætu stolið undrabarninu frá Arsenal áður en hann kemst á aldur. 🚨❤️🤍 Max Dowman has signed scolarship deal at Arsenal, all sealed with the club today.15 year old’s also ready to sign new pro contract at the club starting from 2027, with verbal agreement in place.Seen as key part of #AFC part long term project by board/Arteta. pic.twitter.com/5ZhQeBva7D— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 23, 2025 Strákurinn samþykkti í síðustu viku að gera námsstyrk við Arsenal sem tekur gildi þegar hann verður sextán ára þann 31. desember næstkomandi. Verður að bíða eftir sautján ára afmælinu Samkvæmt FIFA-reglum geta leikmenn ekki skrifað undir atvinnumannasamning fyrr en þeir verða sautján ára og þetta eina ár þarf að Arsenal að bíða í von og óvon og getur ekki fest hæfileikaríkan leikmann sem hefur vakið áhuga víðs vegar að úr Evrópu. „Ég hugsa ekki um þetta því allt sem ég heyri frá leikmanninum og fjölskyldunni hefur verið mjög jákvætt,“ sagði Mikel Arteta. „Við viljum öll að hann verði hér til langs tíma og ég held að það sé það sem hann vill líka. Eftir það er það meira fyrir [íþróttastjórann] Andreu [Berta] og félagið,“ sagði Arteta. Mikill stuðningsmaður Arsenal „Tilfinningin sem ég hef er sú að honum þyki virkilega gott að vera hér. Hann er mikill stuðningsmaður Arsenal og fjölskylda hans er mjög ánægð með hvernig hlutirnir eru að þróast í kringum hann líka. Vonandi verður hann með okkur í mörg ár,“ sagði Arteta. Dowman verður væntanlega í leikmannahópnum fyrir fjórðu umferð enska deildabikarsins þar sem liðið mætir Brighton í kvöld. Hann var ekki með í 2-1 tapi Arsenal gegn Chelsea um síðustu helgi. Það yrði þá fjórði leikur hans með aðalliðinu. ❤️🤍💫 Arteta: “When you look at Max Dowman in training, you have to play him - if not you are blind, or I’m blind”.“The feeling that I have is that, genuinely, he loves it here. He’s huge Arsenal supporter and his family also”.“Hopefully for many years he will be with us”. pic.twitter.com/yFe5y6xuxS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 28, 2025 Þá myndum við aldrei spila honum „Ef við skoðuðum vegabréf hans á hverjum degi myndum við aldrei spila honum, svo einfalt er það,“ sagði Arteta. „En þegar þú horfir á það sem hann gerir á æfingum verðurðu að spila hann. Ef ekki, þá ertu blindur, eða ég er blindur. Þetta snýst því um að finna jafnvægi, stjórna sérstaklega álaginu, hlutunum sem eru að breytast í lífi hans, og tryggja að hann geti tekist á við það. Hingað til hefur hann gert það,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira
Dowman er ekki nógu gamall til að skrifa undir atvinnumannasamning en Mikel Arteta hefur ekki áhyggjur af því að keppinautar hans gætu stolið undrabarninu frá Arsenal áður en hann kemst á aldur. 🚨❤️🤍 Max Dowman has signed scolarship deal at Arsenal, all sealed with the club today.15 year old’s also ready to sign new pro contract at the club starting from 2027, with verbal agreement in place.Seen as key part of #AFC part long term project by board/Arteta. pic.twitter.com/5ZhQeBva7D— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 23, 2025 Strákurinn samþykkti í síðustu viku að gera námsstyrk við Arsenal sem tekur gildi þegar hann verður sextán ára þann 31. desember næstkomandi. Verður að bíða eftir sautján ára afmælinu Samkvæmt FIFA-reglum geta leikmenn ekki skrifað undir atvinnumannasamning fyrr en þeir verða sautján ára og þetta eina ár þarf að Arsenal að bíða í von og óvon og getur ekki fest hæfileikaríkan leikmann sem hefur vakið áhuga víðs vegar að úr Evrópu. „Ég hugsa ekki um þetta því allt sem ég heyri frá leikmanninum og fjölskyldunni hefur verið mjög jákvætt,“ sagði Mikel Arteta. „Við viljum öll að hann verði hér til langs tíma og ég held að það sé það sem hann vill líka. Eftir það er það meira fyrir [íþróttastjórann] Andreu [Berta] og félagið,“ sagði Arteta. Mikill stuðningsmaður Arsenal „Tilfinningin sem ég hef er sú að honum þyki virkilega gott að vera hér. Hann er mikill stuðningsmaður Arsenal og fjölskylda hans er mjög ánægð með hvernig hlutirnir eru að þróast í kringum hann líka. Vonandi verður hann með okkur í mörg ár,“ sagði Arteta. Dowman verður væntanlega í leikmannahópnum fyrir fjórðu umferð enska deildabikarsins þar sem liðið mætir Brighton í kvöld. Hann var ekki með í 2-1 tapi Arsenal gegn Chelsea um síðustu helgi. Það yrði þá fjórði leikur hans með aðalliðinu. ❤️🤍💫 Arteta: “When you look at Max Dowman in training, you have to play him - if not you are blind, or I’m blind”.“The feeling that I have is that, genuinely, he loves it here. He’s huge Arsenal supporter and his family also”.“Hopefully for many years he will be with us”. pic.twitter.com/yFe5y6xuxS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 28, 2025 Þá myndum við aldrei spila honum „Ef við skoðuðum vegabréf hans á hverjum degi myndum við aldrei spila honum, svo einfalt er það,“ sagði Arteta. „En þegar þú horfir á það sem hann gerir á æfingum verðurðu að spila hann. Ef ekki, þá ertu blindur, eða ég er blindur. Þetta snýst því um að finna jafnvægi, stjórna sérstaklega álaginu, hlutunum sem eru að breytast í lífi hans, og tryggja að hann geti tekist á við það. Hingað til hefur hann gert það,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira