Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2025 13:34 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, með særðum hermönnum í morgun. AP/Kristina Kormilitsyna, Sputnik Vladimír Pútín, forseti Rússlands, opinberaði í morgun að Rússar hefðu gert aðra tilraun með kjarnorkuknúið vopn. Það gerði hann í heimsókn til særðra hermanna á sjúkrahúsi í Moskvu í morgun en umrætt vopn er eins konar tundurskeyti sem á að geta siglt endalaust og borið kjarnorkuvopn að ströndum óvinveittra ríkja. Tundurskeytið ber nafnið Poseidon, eftir gríska guði hafsins, og voru samkvæmt Pútín gerðar tilraunir með það í gær. Pútín sagði særðum hermönnum að tilraunirnar hefðu heppnast einkar vel. Hann sagði tundurskeytinu hafa verið skotið af stað úr kafbáti og að vísindamönnum hefði tekist að ræsa kjarnaklúf tundurskeytisins. Samkvæmt rússnesku fréttaveitunni TASS sagði Pútín að ekkert annað sambærilegt vopn væri til í heiminum og yrði ekki til um langt skeið. Hann hélt því einnig fram að ómögulegt væri að granda Poseidon þar sem tundurskeytið færi mjög hratt og gæti verið á miklu dýpi. Rússar hafa haldið því fram að Poseidon gæti framkallað geislavirkar flóðbylgjur sem myndu gera heilu strandlengjurnar óbyggilegar. Raunverulegar upplýsingar um vopnið og hvernig eða hvort það virkar eru þó enn mjög takmarkaðar. Fréttaveitan RIA segir að Poseidon sé tuttugu metrar að lengd, 1,8 metrar að breidd og um hundrað tonn að þyngd. Talar oft um kjarnorkuvopn Pútín og málpípur hans hafa ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna eða gefið hana í skyn vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Sjá einnig: „Vopnin eru til þess að nota þau“ Pútín stærði sig einnig af nýrri skotflaug sem ku geta borið kjarnorkuvopn og sagði að hún yrði brátt tekin í almenna notkun. Sú tegund eldflauga kallast Sarmat og sagði Pútín einnig að ekkert annað sambærilegt vopn væri til í heiminum. Stutt er síðan Rússar gerðu tilraun með kjarnorkuknúna stýriflaug, sem þeir segja að hafi flogið fjórtán þúsund kílómetra á fimmtán klukkustundum og sýnt fram á getu til að komast hjá loftvarnarkerfum. Við það tilefni sagði Pútín að um einstakt vopn væri að ræða. Sjá einnig: Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Forsetinn rússneski sagði hermönnum í morgun að þeir og aðrir Rússar mættu vera stoltir af afrekum vísindamanna og verkfræðinga í Rússlandi. Vísaði hann sérstaklega til stýriflaugarinnar kjarnorkuknúnu og sagði að kjarnaklúfur hennar væri einstaklega merkilegur. Hann væri sambærilega öflugur og kjarnaklúfur kafbáts en „þúsund sinnum minni“. Þessa tækni sagði Pútín að Rússar gætu notað víða. Hana yrði hægt að nota við orkuöflun innanlands, á tunglinu og til að knýja og kynda bækistöðvar á norðurslóðum. Rússland Vladimír Pútín Hernaður Kjarnorka Kjarnorkuvopn Norðurslóðir Tunglið Geimurinn Tengdar fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakaði í morgun ríki Evrópu um stríðsæsingu. Ráðherrann sagði að Rússar hefðu engan áhuga á að ráðast á nokkurt ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða Evrópusambandinu en að NATO vildi tryggja sér yfirráð yfir Evrasíu. 28. október 2025 14:09 Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Yfirvöld í Rússlandi hafa verið að nota dróna til að elta almenna borgara við framlínuna í Úkraínu, hrekja þá frá heimilum sínum og ráðast á þá þegar þeir freista þess að leita skjóls. 28. október 2025 07:43 Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sanae Takaichi, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Japans, hélt sína fyrstu stefnuræðu í morgun. Hún hét því að hraða hernaðaruppbyggingu í Japan og bæta varnir ríkisins til muna. Í ræðunni vísaði hún sérstaklega til aukinnar hervæðingar í Norður-Kóreu, Kína og Rússlandi og ógnina sem Japönum stafaði frá þeim ríkjum. 24. október 2025 15:03 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beitt tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands refsiaðgerðum, sem gætu gert fyrirtækjunum erfitt að selja olíu til ríkja eins og Indlands og Ungverjalands. Trump hefur hótað aðgerðum sem þessum um langt skeið en aldrei tekið í gikkinn fyrr en nú en aðgerðirnar gætu komið mjög niður á tekjum rússneska ríkisins. 24. október 2025 08:01 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Tundurskeytið ber nafnið Poseidon, eftir gríska guði hafsins, og voru samkvæmt Pútín gerðar tilraunir með það í gær. Pútín sagði særðum hermönnum að tilraunirnar hefðu heppnast einkar vel. Hann sagði tundurskeytinu hafa verið skotið af stað úr kafbáti og að vísindamönnum hefði tekist að ræsa kjarnaklúf tundurskeytisins. Samkvæmt rússnesku fréttaveitunni TASS sagði Pútín að ekkert annað sambærilegt vopn væri til í heiminum og yrði ekki til um langt skeið. Hann hélt því einnig fram að ómögulegt væri að granda Poseidon þar sem tundurskeytið færi mjög hratt og gæti verið á miklu dýpi. Rússar hafa haldið því fram að Poseidon gæti framkallað geislavirkar flóðbylgjur sem myndu gera heilu strandlengjurnar óbyggilegar. Raunverulegar upplýsingar um vopnið og hvernig eða hvort það virkar eru þó enn mjög takmarkaðar. Fréttaveitan RIA segir að Poseidon sé tuttugu metrar að lengd, 1,8 metrar að breidd og um hundrað tonn að þyngd. Talar oft um kjarnorkuvopn Pútín og málpípur hans hafa ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna eða gefið hana í skyn vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Sjá einnig: „Vopnin eru til þess að nota þau“ Pútín stærði sig einnig af nýrri skotflaug sem ku geta borið kjarnorkuvopn og sagði að hún yrði brátt tekin í almenna notkun. Sú tegund eldflauga kallast Sarmat og sagði Pútín einnig að ekkert annað sambærilegt vopn væri til í heiminum. Stutt er síðan Rússar gerðu tilraun með kjarnorkuknúna stýriflaug, sem þeir segja að hafi flogið fjórtán þúsund kílómetra á fimmtán klukkustundum og sýnt fram á getu til að komast hjá loftvarnarkerfum. Við það tilefni sagði Pútín að um einstakt vopn væri að ræða. Sjá einnig: Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Forsetinn rússneski sagði hermönnum í morgun að þeir og aðrir Rússar mættu vera stoltir af afrekum vísindamanna og verkfræðinga í Rússlandi. Vísaði hann sérstaklega til stýriflaugarinnar kjarnorkuknúnu og sagði að kjarnaklúfur hennar væri einstaklega merkilegur. Hann væri sambærilega öflugur og kjarnaklúfur kafbáts en „þúsund sinnum minni“. Þessa tækni sagði Pútín að Rússar gætu notað víða. Hana yrði hægt að nota við orkuöflun innanlands, á tunglinu og til að knýja og kynda bækistöðvar á norðurslóðum.
Rússland Vladimír Pútín Hernaður Kjarnorka Kjarnorkuvopn Norðurslóðir Tunglið Geimurinn Tengdar fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakaði í morgun ríki Evrópu um stríðsæsingu. Ráðherrann sagði að Rússar hefðu engan áhuga á að ráðast á nokkurt ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða Evrópusambandinu en að NATO vildi tryggja sér yfirráð yfir Evrasíu. 28. október 2025 14:09 Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Yfirvöld í Rússlandi hafa verið að nota dróna til að elta almenna borgara við framlínuna í Úkraínu, hrekja þá frá heimilum sínum og ráðast á þá þegar þeir freista þess að leita skjóls. 28. október 2025 07:43 Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sanae Takaichi, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Japans, hélt sína fyrstu stefnuræðu í morgun. Hún hét því að hraða hernaðaruppbyggingu í Japan og bæta varnir ríkisins til muna. Í ræðunni vísaði hún sérstaklega til aukinnar hervæðingar í Norður-Kóreu, Kína og Rússlandi og ógnina sem Japönum stafaði frá þeim ríkjum. 24. október 2025 15:03 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beitt tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands refsiaðgerðum, sem gætu gert fyrirtækjunum erfitt að selja olíu til ríkja eins og Indlands og Ungverjalands. Trump hefur hótað aðgerðum sem þessum um langt skeið en aldrei tekið í gikkinn fyrr en nú en aðgerðirnar gætu komið mjög niður á tekjum rússneska ríkisins. 24. október 2025 08:01 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakaði í morgun ríki Evrópu um stríðsæsingu. Ráðherrann sagði að Rússar hefðu engan áhuga á að ráðast á nokkurt ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða Evrópusambandinu en að NATO vildi tryggja sér yfirráð yfir Evrasíu. 28. október 2025 14:09
Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Yfirvöld í Rússlandi hafa verið að nota dróna til að elta almenna borgara við framlínuna í Úkraínu, hrekja þá frá heimilum sínum og ráðast á þá þegar þeir freista þess að leita skjóls. 28. október 2025 07:43
Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sanae Takaichi, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Japans, hélt sína fyrstu stefnuræðu í morgun. Hún hét því að hraða hernaðaruppbyggingu í Japan og bæta varnir ríkisins til muna. Í ræðunni vísaði hún sérstaklega til aukinnar hervæðingar í Norður-Kóreu, Kína og Rússlandi og ógnina sem Japönum stafaði frá þeim ríkjum. 24. október 2025 15:03
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beitt tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands refsiaðgerðum, sem gætu gert fyrirtækjunum erfitt að selja olíu til ríkja eins og Indlands og Ungverjalands. Trump hefur hótað aðgerðum sem þessum um langt skeið en aldrei tekið í gikkinn fyrr en nú en aðgerðirnar gætu komið mjög niður á tekjum rússneska ríkisins. 24. október 2025 08:01
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent