Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 30. október 2025 08:02 Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. Ráðherrar og þingmenn Flokks fólksins hafa fylgt þessum áherslum fast eftir í stjórnarsamstarfinu. Þetta kemur skýrt fram í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum sem kynntur var á miðvikudag. Stórfelld uppbygging í Úlfarsárdal er að raungerast í samvinnu við meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur. Áformin um uppbyggingu í Úlfarsárdal byggja á nýrri hugmyndafræði. Stofnað verður innviðafélag sem fjármagnar og hefur umsjón með uppbyggingu fyrstu fjögur þúsund íbúða af tíu þúsund í Úlfarsárdal. Þar með talið uppbyggingu innviða eins og gatnagerð, leik-og grunnskóla og fleira. Hugmyndafræðina má rekja til verkalýðshreyfingarinnar. Þar var leitað leiða til að yfirvinna hindranir í vegi sveitarfélaga til að ryðja land og byggja upp ný hverfi. Mikill innviðakostnaður hefur reynst ein erfiðasta hindrunin. Flokkur fólksins tók verkefnið upp á arma sína. Fyrst við myndun ríkisstjórnar með Samfylkingu og Viðreisn í desember og síðan við myndun nýs meirihluta í Reykjavík í byrjun árs. Aukinn kraftur var settur í þessa vinnu í febrúar síðast liðinn í góðu samstarfi Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra við verkalýðshreyfinguna og Reykjavíkurborg. Þessi vinna hefur nú skilað þeim árangri að uppbyggingu í Úlfarsárdal verður flýtt og samningar gætu legið fyrir á vormánuðum um nýja nálgun í uppbyggingu íbúðahverfa með fjölbreyttu framboði íbúða fyrir alla tekjuhópa. Félagsleg blöndun verður tryggð með ákveðnu hlutfalli óhagnaðardrifins húsnæðis í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar. Þetta er því ekki innantómt kosningaloforð heldur afrakstur margra mánaða vinnu, og ára þar á undan. Það er útilokað að kynna aðgerðir sem vinna gegn verðbólgu og hrikalegri stöðu á húsnæðismarkaði án þess að stórauka framboð á lóðum. Lóðum sem tryggja að byggðar verði tegundir íbúða sem raunveruleg eftirspurnin er eftir. Íbúðir sem allur almenningur hefur efni á að kaupa eða leigja. Það er því óhætt að fagna þessum tímamótaáfanga á húsnæðismarkaði. Til samanburðar fól átaksverkefnið um uppbyggingu íbúða í Breiðholti samkvæmt samkomulagi árið 1964 í sér að byggðar yrðu 1.250 íbúðir. Nú verður rutt land fyrir fjögur þúsund íbúðir í Úlfarsárdal auk þess sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar fela í sér fjölmörg önnur úrræði í húsnæðismálum sem styðja við heilbrigðari húsnæðismarkað til framtíðar. Þessi fyrsti aðgerðarpakki stjórnvalda styður vel við markmið ríkisstjórnarinnar sem ég mun fjalla betur um síðar. Við erum rétt að byrja. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Húsnæðismál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. Ráðherrar og þingmenn Flokks fólksins hafa fylgt þessum áherslum fast eftir í stjórnarsamstarfinu. Þetta kemur skýrt fram í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum sem kynntur var á miðvikudag. Stórfelld uppbygging í Úlfarsárdal er að raungerast í samvinnu við meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur. Áformin um uppbyggingu í Úlfarsárdal byggja á nýrri hugmyndafræði. Stofnað verður innviðafélag sem fjármagnar og hefur umsjón með uppbyggingu fyrstu fjögur þúsund íbúða af tíu þúsund í Úlfarsárdal. Þar með talið uppbyggingu innviða eins og gatnagerð, leik-og grunnskóla og fleira. Hugmyndafræðina má rekja til verkalýðshreyfingarinnar. Þar var leitað leiða til að yfirvinna hindranir í vegi sveitarfélaga til að ryðja land og byggja upp ný hverfi. Mikill innviðakostnaður hefur reynst ein erfiðasta hindrunin. Flokkur fólksins tók verkefnið upp á arma sína. Fyrst við myndun ríkisstjórnar með Samfylkingu og Viðreisn í desember og síðan við myndun nýs meirihluta í Reykjavík í byrjun árs. Aukinn kraftur var settur í þessa vinnu í febrúar síðast liðinn í góðu samstarfi Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra við verkalýðshreyfinguna og Reykjavíkurborg. Þessi vinna hefur nú skilað þeim árangri að uppbyggingu í Úlfarsárdal verður flýtt og samningar gætu legið fyrir á vormánuðum um nýja nálgun í uppbyggingu íbúðahverfa með fjölbreyttu framboði íbúða fyrir alla tekjuhópa. Félagsleg blöndun verður tryggð með ákveðnu hlutfalli óhagnaðardrifins húsnæðis í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar. Þetta er því ekki innantómt kosningaloforð heldur afrakstur margra mánaða vinnu, og ára þar á undan. Það er útilokað að kynna aðgerðir sem vinna gegn verðbólgu og hrikalegri stöðu á húsnæðismarkaði án þess að stórauka framboð á lóðum. Lóðum sem tryggja að byggðar verði tegundir íbúða sem raunveruleg eftirspurnin er eftir. Íbúðir sem allur almenningur hefur efni á að kaupa eða leigja. Það er því óhætt að fagna þessum tímamótaáfanga á húsnæðismarkaði. Til samanburðar fól átaksverkefnið um uppbyggingu íbúða í Breiðholti samkvæmt samkomulagi árið 1964 í sér að byggðar yrðu 1.250 íbúðir. Nú verður rutt land fyrir fjögur þúsund íbúðir í Úlfarsárdal auk þess sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar fela í sér fjölmörg önnur úrræði í húsnæðismálum sem styðja við heilbrigðari húsnæðismarkað til framtíðar. Þessi fyrsti aðgerðarpakki stjórnvalda styður vel við markmið ríkisstjórnarinnar sem ég mun fjalla betur um síðar. Við erum rétt að byrja. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun