Fótbolti

Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti

Siggeir Ævarsson skrifar
Luciano Spalletti má leyfa sér að brosa aðeins eftir fyrsta leik Juventus undir hans stjórn.
Luciano Spalletti má leyfa sér að brosa aðeins eftir fyrsta leik Juventus undir hans stjórn. Vísir/Getty

Juventus lék sinn fyrsta leik undir stjórn Luciano Spalletti í kvöld og má segja að hann hafi fengið draumabyrjun en liðið lagði Cremonese á útivelli 1-2.

Juventus hafði töluverða yfirburði í fyrri hálfleik en Filip Kostić kom gestunum yfir strax á 2. mínútu.

Heimamenn reyndu að færa sig framar á völlinn í seinni hálfleik en fengu mark í andlitið á 68. mínútu þegar Andrea Cambiaso tvöfaldaði forystu gestanna.

Cremonese hélt þó áfram að sækja og enski markahrókurinn Jamie Vardy lagaði stöðuna til með marki á 83. mínútu. 

Þrátt fyrir þjálfaraskiptin er staða Juventus í deildinni ágæt en liðið hefur aðeins tapað tveimur af fyrstu tíu leikjum sínum og þetta var annar sigur þess í röð. Juventus er eftir leiki dagsins í 5. slti með 18 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Napólí sem gerði 0-0 jafntefli við Como fyrr í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×