Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir, Gunnsteinn R. Ómarsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigfús Benóný Harðarson og Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifa 3. nóvember 2025 10:31 - til samstarfs um uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn Það var ánægjulegt að lesa grein meirihluta Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ölfuss á dögunum þar sem sett er fram prýðilega rökstudd og metnaðarfull hugmynd um byggingu hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn. Nýjan tón kveður við í umræðunni sem er að kallað sé eftir samstöðu um þetta mikilvæga samfélagsmál og minnihlutinn í bæjarstjórn Ölfuss tekur heilshugar undir það. Við viljum hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Við í minnihlutanum deilum þeirri skoðun að uppbygging hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn sé bæði tímabær og nauðsynleg. Þorlákshöfn er stærsti þéttbýliskjarni á Suðurlandi þar sem slíkt heimili er ekki fyrir hendi, og með ört vaxandi íbúafjölda er ljóst að þörfin fer sívaxandi. Auk þess er Þorlákshöfn staðsett miðsvæðis á suðvesturhorni landsins og getur þjónustað stórt svæði með góðu móti og því kjörinn kostur til slíkar uppbyggingar.Í grein meirihlutans er skorað á þingmenn kjördæmisins að styðja við verkefnið og það er vissulega mikilvægt. Ekki er síður mikilvægt er að leita eftir samstarfi við önnur sveitarfélög á Suðurlandi, sem eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta í þessu máli og svo mörgum öðrum. Slík samvinna myndi styrkja verkefnið gagnvart samtalinu við ríkisvaldið og skapa breiðari stuðning. Í opinberri stjórnsýslu eru hins vegar verkferlar sem verður að virða og rétt leið í þessu verkefni er að bæjaryfirvöld nái samtali við ráðherra málaflokksins áður en áskorun til þingmanna er sett fram. Þetta samtal hefur ekki farið fram og verður að eiga sér stað hið fyrsta. Samstarf er lykill að árangri Því miður hefur þróunin verið sú undanfarin kjörtímabil að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi hefur ekki sýnt mikinn samstarfsvilja, hvorki gagnvart minnihlutanum í bæjarstjórn sveitarfélagsins né samstarfssveitarfélögum innan SASS. Nú gefst tækifæri til að snúa við blaðinu og leggja grunn að nýjum vinnubrögðum þar sem traust og gagnkvæm virðing ráða för.Samstarf er ekki veikleiki, samstarf er styrkur sem byggir upp samfélög. Uppbygging hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn er verkefni sem krefst samstöðu, ekki sundrungar. Tími til að byggja saman Kjörnir fulltrúar minnihluta bæjarstjórnar sveitarfélagsins Ölfuss eru tilbúnir til samstarfs. Við viljum leggja okkar af mörkum til að Þorlákshöfn fái loksins hjúkrunarheimili sem íbúar sveitarfélagsins og nærsveita eiga skilið. Með samvinnu allra, þ.m.t. bæjarstjórnar, sveitarfélaga á Suðurlandi og þingmanna getum við gert þetta að veruleika.Þetta er ekki verkefni einnar hreyfingar, þetta er verkefni samfélagsins alls. Berglind Friðriksdóttir, bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi Gunnsteinn R. Ómarsson, varabæjarfulltrúi Framfarasinna í Ölfusi Hrönn Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Framfarasinna í Ölfusi Sigfús Benóný Harðarson, varabæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi Vilhjálmur Baldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi Framfarasinna í Ölfusi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Hjúkrunarheimili Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
- til samstarfs um uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn Það var ánægjulegt að lesa grein meirihluta Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ölfuss á dögunum þar sem sett er fram prýðilega rökstudd og metnaðarfull hugmynd um byggingu hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn. Nýjan tón kveður við í umræðunni sem er að kallað sé eftir samstöðu um þetta mikilvæga samfélagsmál og minnihlutinn í bæjarstjórn Ölfuss tekur heilshugar undir það. Við viljum hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Við í minnihlutanum deilum þeirri skoðun að uppbygging hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn sé bæði tímabær og nauðsynleg. Þorlákshöfn er stærsti þéttbýliskjarni á Suðurlandi þar sem slíkt heimili er ekki fyrir hendi, og með ört vaxandi íbúafjölda er ljóst að þörfin fer sívaxandi. Auk þess er Þorlákshöfn staðsett miðsvæðis á suðvesturhorni landsins og getur þjónustað stórt svæði með góðu móti og því kjörinn kostur til slíkar uppbyggingar.Í grein meirihlutans er skorað á þingmenn kjördæmisins að styðja við verkefnið og það er vissulega mikilvægt. Ekki er síður mikilvægt er að leita eftir samstarfi við önnur sveitarfélög á Suðurlandi, sem eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta í þessu máli og svo mörgum öðrum. Slík samvinna myndi styrkja verkefnið gagnvart samtalinu við ríkisvaldið og skapa breiðari stuðning. Í opinberri stjórnsýslu eru hins vegar verkferlar sem verður að virða og rétt leið í þessu verkefni er að bæjaryfirvöld nái samtali við ráðherra málaflokksins áður en áskorun til þingmanna er sett fram. Þetta samtal hefur ekki farið fram og verður að eiga sér stað hið fyrsta. Samstarf er lykill að árangri Því miður hefur þróunin verið sú undanfarin kjörtímabil að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi hefur ekki sýnt mikinn samstarfsvilja, hvorki gagnvart minnihlutanum í bæjarstjórn sveitarfélagsins né samstarfssveitarfélögum innan SASS. Nú gefst tækifæri til að snúa við blaðinu og leggja grunn að nýjum vinnubrögðum þar sem traust og gagnkvæm virðing ráða för.Samstarf er ekki veikleiki, samstarf er styrkur sem byggir upp samfélög. Uppbygging hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn er verkefni sem krefst samstöðu, ekki sundrungar. Tími til að byggja saman Kjörnir fulltrúar minnihluta bæjarstjórnar sveitarfélagsins Ölfuss eru tilbúnir til samstarfs. Við viljum leggja okkar af mörkum til að Þorlákshöfn fái loksins hjúkrunarheimili sem íbúar sveitarfélagsins og nærsveita eiga skilið. Með samvinnu allra, þ.m.t. bæjarstjórnar, sveitarfélaga á Suðurlandi og þingmanna getum við gert þetta að veruleika.Þetta er ekki verkefni einnar hreyfingar, þetta er verkefni samfélagsins alls. Berglind Friðriksdóttir, bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi Gunnsteinn R. Ómarsson, varabæjarfulltrúi Framfarasinna í Ölfusi Hrönn Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Framfarasinna í Ölfusi Sigfús Benóný Harðarson, varabæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi Vilhjálmur Baldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi Framfarasinna í Ölfusi
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar