Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar 3. nóvember 2025 12:00 Að fá og geta byggt sér sitt eigið hús eru forréttindi og það er draumur margra að byggja sér eigið heimili og þannig búa sér til einhverja eignarmyndun. En í dag virðist sá draumur vera orðinn að einhverri baráttu – baráttu við kerfið sem virðist hannað fyrir verktaka, en ekki einstaklinga. Þeir sem vilja byggja sjálfir standa frammi fyrir skorti á lóðum, flóknum reglum og takmörkuðum stuðningi. Húsnæðismarkaðurinn er í kreppu – en lausnirnar sem stjórnvöld kynna virðast sjaldan miða að því að gera einstaklingum kleift að byggja. Að byggja hús er ekki bara fjárfesting. Þetta er langhlaup og ferlið er langt og flókið: finna lóð, fá samþykki, ráða hönnuði, sækja um byggingarleyfi og loks hefja framkvæmdir. Þeir sem fara þessa leið sjálfir þurfa að leggja út eigið fé, takast á við óljósar reglur og oft bíða mánuðum saman eftir svörum frá sveitarfélögum. Ekkert tillit er tekið til þess að fólk er að oft að leggja ævisparnaðinn að veði þegar lagt er út í víðlíka framkvæmd og að byggja fasteign. Lóðir eru af skornum skammti og eru einstaklingar að keppa við verktaka um lóðir sem í boði eru. Þetta ferli tekur líka á bæði andlega og líkamlega. Ríkisstjórnin kynnti nýverið umfangsmikinn húsnæðispakka sem á að fjölga íbúðum, lækka verð og gera stuðning markvissari. Þar má finna margar jákvæðar aðgerðir en hvergi er minnst á að tryggja lóðir fyrir einstaklinga. Allar lausnir virðast miða að því að styðja verktaka og félög – ekki fólk sem vill byggja sjálft. Sé ekkert í þeim pakka sem verður til þess að lækka fasteigna- eða lóðaverð. í pakkanum er t.d. rætt um að færa allt eftirlit til skoðunarstofa eða þriðja aðila sem mun eingöngu hækka byggingakostnað fyrir bæði einstaklinga og verktaka. Skortur á byggingarhæfum lóðum er ein helsta ástæða þess að einstaklingar geta ekki byggt. Og þær lóðir sem í boði eru margar hverjar mjög dýrar. Þétting byggðar og tregða við að útvíkkun höfuðborgarsvæðisins hefur leitt til stöðnunar í uppbyggingu. Leiðir að fjármagni fyrir nýbyggingum eru af skornum skammti og ekki hægt að fá húsnæðislán fyrr við fokheldi. Ef við viljum byggja samfélag þar sem fólk getur byggt sér heimili, þá þarf kerfið að breytast. T.d. þarf að Tryggja lóðaframboð fyrir einstaklinga í öllum sveitarfélögum. Stytting og einföldun skipulagsferla og hafa Samráð við almenning í húsnæðisáætlunum – ekki bara atvinnulífið. Húsnæðismál snúast ekki bara um tölur og áætlanir – þau snúast um fólk. Um fjölskyldur sem vilja byggja sér framtíð. Ef kerfið styður ekki við einstaklinga, þá er hætt við að draumur um eigið heimili verði aðeins fyrir þá sem hafa aðgang að verktökum og fjármagni. Þessu þarf að breyta og það þarf að gerast strax. Höfundur er byggingafræðingur, húsasmíðameistari og húsbyggjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Að fá og geta byggt sér sitt eigið hús eru forréttindi og það er draumur margra að byggja sér eigið heimili og þannig búa sér til einhverja eignarmyndun. En í dag virðist sá draumur vera orðinn að einhverri baráttu – baráttu við kerfið sem virðist hannað fyrir verktaka, en ekki einstaklinga. Þeir sem vilja byggja sjálfir standa frammi fyrir skorti á lóðum, flóknum reglum og takmörkuðum stuðningi. Húsnæðismarkaðurinn er í kreppu – en lausnirnar sem stjórnvöld kynna virðast sjaldan miða að því að gera einstaklingum kleift að byggja. Að byggja hús er ekki bara fjárfesting. Þetta er langhlaup og ferlið er langt og flókið: finna lóð, fá samþykki, ráða hönnuði, sækja um byggingarleyfi og loks hefja framkvæmdir. Þeir sem fara þessa leið sjálfir þurfa að leggja út eigið fé, takast á við óljósar reglur og oft bíða mánuðum saman eftir svörum frá sveitarfélögum. Ekkert tillit er tekið til þess að fólk er að oft að leggja ævisparnaðinn að veði þegar lagt er út í víðlíka framkvæmd og að byggja fasteign. Lóðir eru af skornum skammti og eru einstaklingar að keppa við verktaka um lóðir sem í boði eru. Þetta ferli tekur líka á bæði andlega og líkamlega. Ríkisstjórnin kynnti nýverið umfangsmikinn húsnæðispakka sem á að fjölga íbúðum, lækka verð og gera stuðning markvissari. Þar má finna margar jákvæðar aðgerðir en hvergi er minnst á að tryggja lóðir fyrir einstaklinga. Allar lausnir virðast miða að því að styðja verktaka og félög – ekki fólk sem vill byggja sjálft. Sé ekkert í þeim pakka sem verður til þess að lækka fasteigna- eða lóðaverð. í pakkanum er t.d. rætt um að færa allt eftirlit til skoðunarstofa eða þriðja aðila sem mun eingöngu hækka byggingakostnað fyrir bæði einstaklinga og verktaka. Skortur á byggingarhæfum lóðum er ein helsta ástæða þess að einstaklingar geta ekki byggt. Og þær lóðir sem í boði eru margar hverjar mjög dýrar. Þétting byggðar og tregða við að útvíkkun höfuðborgarsvæðisins hefur leitt til stöðnunar í uppbyggingu. Leiðir að fjármagni fyrir nýbyggingum eru af skornum skammti og ekki hægt að fá húsnæðislán fyrr við fokheldi. Ef við viljum byggja samfélag þar sem fólk getur byggt sér heimili, þá þarf kerfið að breytast. T.d. þarf að Tryggja lóðaframboð fyrir einstaklinga í öllum sveitarfélögum. Stytting og einföldun skipulagsferla og hafa Samráð við almenning í húsnæðisáætlunum – ekki bara atvinnulífið. Húsnæðismál snúast ekki bara um tölur og áætlanir – þau snúast um fólk. Um fjölskyldur sem vilja byggja sér framtíð. Ef kerfið styður ekki við einstaklinga, þá er hætt við að draumur um eigið heimili verði aðeins fyrir þá sem hafa aðgang að verktökum og fjármagni. Þessu þarf að breyta og það þarf að gerast strax. Höfundur er byggingafræðingur, húsasmíðameistari og húsbyggjandi.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar