Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2025 18:14 Yifat Tomer-Yerushalmi, herforingi og fyrrverandi æðsti lögmaður ísraelska hersins, í sal hæstaréttar Ísrael í síðasta mánuði. AP/Oren Ben Hakoon Yifat Tomer-Yerushalmi, sem var þar til nýlega æðsti lögmaður ísraelska hersins, var í gær handtekin, ásamt fyrrverandi undirmanni sínum og saksóknara, Matan Solomosh. Þau voru handtekin vegna rannsóknar á leka myndbands sem rataði til fjölmiðla í fyrra og sýndi ísraelska hermenn misþyrma og brjóta kynferðislega á palestínskum fanga. Bæði Tomer-Yerushalmi og Solomosh hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald þar til á miðvikudaginn. Saksóknarar fóru fram á að þau yrðu úrskurðuð í fimm daga gæsluvarðhald og sögðu þau líkleg til að reyna að hindra framgang réttvísinnar, samkvæmt frétt Times of Israel. Umrætt myndband sýndi hermenn taka einn fanga í búðunum Sde Teiman til hliðar. Þeir umkringdu fangann með skjöldum, svo ekki sæist nákvæmlega hvað þeir gerðu en þeir hafa verið sakaðir um að brjóta á honum kynferðislega. Fanginn var svo fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka. Hann hlaut meðal annars brotin rifbein og rifinn endaþarm. Honum var sleppt úr haldi í fangaskiptum við Hamas-samtökin í síðasta mánuði, eftir að samið var um vopnahlé. Auk þess að leka myndbandinu til fjölmiða eru þau einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir meint brot sín. Sjá einnig: Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Fimm hermenn voru handteknir og ákærðir fyrir að brjóta á fanganum. Þeir segjast allir saklausir en samkvæmt frétt BBC stigu fjórir þeirra og lögmenn fyrir framan myndavélar í gær, klæddir lambhúshettum, og kröfðust þeir þess að málið gegn þeim yrði fellt niður. BBC hefur eftir einum lögmannanna, sem starfar hjá íhaldssömum ísraelskum samtökum, að málaferlin gegn hermönnunum væru byggð á gölluðum, hlutdrægum og tilbúnum málaflutningi. Ákærurnar gegn mönnunum fimm eru sagðar byggja á umtalsverðum sönnunargögnum og upptökum úr öryggismyndavélum í fangabúðunum. Leituðu hennar á strönd Fjölskylda Tomer-Yerushalmi leitaði til lögreglunnar í gær vegna þess að hún hafði ekki sést í nokkrar klukkustundir og hafði hún víst skilið eftir undarlegt bréf til fjölskyldunnar. Hún fannst þó heil á húfi seint í gærkvöldi og var í kjölfarið handtekin. Lögregluna grunar að atvikið og að meint neyð Tomer-Yerushalmi hafi verið sviðsett en bíll hennar fannst nærri strönd í Jerúsalem. Bæði hún og Solomosh voru færð fyrir dómara í dag. Hvorugt þeirra var í herbúningi en Tomer-Yerushalmi er grunuð um að hafa lekið myndbandinu til fjölmiðla. Solomosh er grunaður um að hafa vitað af því og reynt að hjálpa henni að hylma yfir það. Þá kom fram að alls hefði lögreglan fimm grunaða vegna leka myndbandsins. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Bæði Tomer-Yerushalmi og Solomosh hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald þar til á miðvikudaginn. Saksóknarar fóru fram á að þau yrðu úrskurðuð í fimm daga gæsluvarðhald og sögðu þau líkleg til að reyna að hindra framgang réttvísinnar, samkvæmt frétt Times of Israel. Umrætt myndband sýndi hermenn taka einn fanga í búðunum Sde Teiman til hliðar. Þeir umkringdu fangann með skjöldum, svo ekki sæist nákvæmlega hvað þeir gerðu en þeir hafa verið sakaðir um að brjóta á honum kynferðislega. Fanginn var svo fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka. Hann hlaut meðal annars brotin rifbein og rifinn endaþarm. Honum var sleppt úr haldi í fangaskiptum við Hamas-samtökin í síðasta mánuði, eftir að samið var um vopnahlé. Auk þess að leka myndbandinu til fjölmiða eru þau einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir meint brot sín. Sjá einnig: Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Fimm hermenn voru handteknir og ákærðir fyrir að brjóta á fanganum. Þeir segjast allir saklausir en samkvæmt frétt BBC stigu fjórir þeirra og lögmenn fyrir framan myndavélar í gær, klæddir lambhúshettum, og kröfðust þeir þess að málið gegn þeim yrði fellt niður. BBC hefur eftir einum lögmannanna, sem starfar hjá íhaldssömum ísraelskum samtökum, að málaferlin gegn hermönnunum væru byggð á gölluðum, hlutdrægum og tilbúnum málaflutningi. Ákærurnar gegn mönnunum fimm eru sagðar byggja á umtalsverðum sönnunargögnum og upptökum úr öryggismyndavélum í fangabúðunum. Leituðu hennar á strönd Fjölskylda Tomer-Yerushalmi leitaði til lögreglunnar í gær vegna þess að hún hafði ekki sést í nokkrar klukkustundir og hafði hún víst skilið eftir undarlegt bréf til fjölskyldunnar. Hún fannst þó heil á húfi seint í gærkvöldi og var í kjölfarið handtekin. Lögregluna grunar að atvikið og að meint neyð Tomer-Yerushalmi hafi verið sviðsett en bíll hennar fannst nærri strönd í Jerúsalem. Bæði hún og Solomosh voru færð fyrir dómara í dag. Hvorugt þeirra var í herbúningi en Tomer-Yerushalmi er grunuð um að hafa lekið myndbandinu til fjölmiðla. Solomosh er grunaður um að hafa vitað af því og reynt að hjálpa henni að hylma yfir það. Þá kom fram að alls hefði lögreglan fimm grunaða vegna leka myndbandsins.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira