Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2025 21:14 Þessi mynd frá Flóttamannaráði Noregs sýnir börn frá El Fasher að leik í flóttamannabúðum í Súdan. AP/Sarah Vuylsteke Saksóknarar við Alþjóðasakamáladómstólinn (ICC) segja ódæði vígamanna hóps sem kallast Rapid Support Forces eða (RSF) í borginni El Fasher í Súdan mögulega vera stríðsglæpi eða glæpi gegn mannkyni. Unnið sé að því að varðveita sönnunargögn, eins og myndbönd sem vígamennirnir birtu sjálfir, og ræða við vitni. Þeir segja enn fremur að ódæðin í borginni séu hluti af stærra samhengi sambærilegs ofbeldis í Darfur-héraði í Súdan. Alþjóðlegu samtökin Integrated Food Security Phase Classification eða IPC, segja hungursneyð ríkja í El Fasher. Sérfræðingar samtakanna, sem skilgreina hvenær hungursneyð ríkir, segja slíka neyð ríkja í tveimur héruðum Súdan um þessar mundir en fjölmargir hlutar landsins séu í hættu. Þeir segja vannæringu vera orðna mjög almenna í landinu, samkvæmt AP fréttaveitunni. El Fasher féll á dögunum í hendur RSF eftir um átján mánaða umsátur. Borgin var stærsta byggðin sem stjórnarher Súdan hélt í Darfur-héraði og féll eftir um fimm hundrað daga umsátur RSF. Strax í kjölfarið fóru að berast fregnir af miklum ódæðum í borginni og í mörgum tilfellum birtu RSF-liðar sjálfir á netinu myndbönd af því þegar þeir myrtu óbreytta borgara í massavís. Gervihnattamyndir af El Fasher bentu einnig til mikilla blóðsúthellinga þar. Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sagði að 460 sjúklingar og fólk tengt þeim hafi verið myrt á fæðingarspítala í borginni. Fregnir af svæðinu eru þó enn sem komið er takmarkaðar og umfang ódæðanna því ekki mjög skýrt. Reyna að koma á vopnahléi Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast reyna að miðla málum milli beggja fylkinga í Súdan svo hægt sé að koma á vopnahléi, í það minnsta tímabundnu, og aðstoða fólk á svæðinu. Massad Boulos, sem starfar sem ráðgjafi Hvíta hússins varðandi Afríku, sagði í samtali við AP í dag að þessi vinna hefði staðið yfir í nokkra daga. Hún gengi út á að koma á þriggja mánaða vopnahléi. Þar á eftir kæmi níu mánaða tímabil þar sem reynt yrði að leysa deilurnar með viðræðum. Bandaríkjamenn hafa unnið lengi að því að koma á friði í Súdan í samvinnu við yfirvöld í Sádi-Arabíu, Egyptalandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Furstadæmin hafa staðið þétt við bakið á RSF og eru hergagnasendingar og annars konar aðstoð ríkisins við vígamennina sagðar hafa spilað stóra rullu í að stöðva framsókn stjórnarhersins gegn hópnum fyrr á árinu. Sjá einnig: Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandaríkjamenn hafa aldrei gagnrýnt furstadæmin opinberlega vegna stuðningsins við RSF en hafa þess í stað gagnrýnt alla utanaðkomandi aðila fyrir að senda vopn til Súdan. Átökin bitna verulega á almenningi Abdel Fattah Al Burhan, leiðtogi hers Súdan, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF var lengi með yfirhöndina í átökunum en stjórnarherinn sótti svo verulega á í fyrra og í upphafi þessa árs. Herinn rak vígamenn RSF frá Khartoum, höfuðborg Súdan, í mars. RSF hefur notið stuðnings annarra ríkja eins og Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Að minnsta kosti fjórtán milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna og hafa að minnsta kosti 150 þúsund fallið vegna þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að tugir milljóna þurfi aðstoð. Súdan Erlend sakamál Mannréttindi Hernaður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Sjá meira
Þeir segja enn fremur að ódæðin í borginni séu hluti af stærra samhengi sambærilegs ofbeldis í Darfur-héraði í Súdan. Alþjóðlegu samtökin Integrated Food Security Phase Classification eða IPC, segja hungursneyð ríkja í El Fasher. Sérfræðingar samtakanna, sem skilgreina hvenær hungursneyð ríkir, segja slíka neyð ríkja í tveimur héruðum Súdan um þessar mundir en fjölmargir hlutar landsins séu í hættu. Þeir segja vannæringu vera orðna mjög almenna í landinu, samkvæmt AP fréttaveitunni. El Fasher féll á dögunum í hendur RSF eftir um átján mánaða umsátur. Borgin var stærsta byggðin sem stjórnarher Súdan hélt í Darfur-héraði og féll eftir um fimm hundrað daga umsátur RSF. Strax í kjölfarið fóru að berast fregnir af miklum ódæðum í borginni og í mörgum tilfellum birtu RSF-liðar sjálfir á netinu myndbönd af því þegar þeir myrtu óbreytta borgara í massavís. Gervihnattamyndir af El Fasher bentu einnig til mikilla blóðsúthellinga þar. Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sagði að 460 sjúklingar og fólk tengt þeim hafi verið myrt á fæðingarspítala í borginni. Fregnir af svæðinu eru þó enn sem komið er takmarkaðar og umfang ódæðanna því ekki mjög skýrt. Reyna að koma á vopnahléi Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast reyna að miðla málum milli beggja fylkinga í Súdan svo hægt sé að koma á vopnahléi, í það minnsta tímabundnu, og aðstoða fólk á svæðinu. Massad Boulos, sem starfar sem ráðgjafi Hvíta hússins varðandi Afríku, sagði í samtali við AP í dag að þessi vinna hefði staðið yfir í nokkra daga. Hún gengi út á að koma á þriggja mánaða vopnahléi. Þar á eftir kæmi níu mánaða tímabil þar sem reynt yrði að leysa deilurnar með viðræðum. Bandaríkjamenn hafa unnið lengi að því að koma á friði í Súdan í samvinnu við yfirvöld í Sádi-Arabíu, Egyptalandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Furstadæmin hafa staðið þétt við bakið á RSF og eru hergagnasendingar og annars konar aðstoð ríkisins við vígamennina sagðar hafa spilað stóra rullu í að stöðva framsókn stjórnarhersins gegn hópnum fyrr á árinu. Sjá einnig: Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandaríkjamenn hafa aldrei gagnrýnt furstadæmin opinberlega vegna stuðningsins við RSF en hafa þess í stað gagnrýnt alla utanaðkomandi aðila fyrir að senda vopn til Súdan. Átökin bitna verulega á almenningi Abdel Fattah Al Burhan, leiðtogi hers Súdan, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF var lengi með yfirhöndina í átökunum en stjórnarherinn sótti svo verulega á í fyrra og í upphafi þessa árs. Herinn rak vígamenn RSF frá Khartoum, höfuðborg Súdan, í mars. RSF hefur notið stuðnings annarra ríkja eins og Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Að minnsta kosti fjórtán milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna og hafa að minnsta kosti 150 þúsund fallið vegna þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að tugir milljóna þurfi aðstoð.
Súdan Erlend sakamál Mannréttindi Hernaður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Sjá meira