Lækka verulega verðmat sitt á Alvotech og búast við töfum á öðrum hliðstæðum
Ákvörðun FDA að veita Alvotech ekki markaðsleyfi að svo stöddu fyrir hliðstæðu sína við Simponi mun að líkindum einnig valda töfum á að aðrar nýjar væntanlegar líftæknilyfjahliðstæður þess fái samþykki í Bandaríkjunum, að sögn erlendra greinenda, sem hafa sumir hverjir lækkað verðmat sitt á félaginu talsvert. Tafirnar gætu haft nokkur áhrif á tekjuvöxt og framlegð næsta árs og þrengt að samkeppnisstöðu Alvotech ef keppinautar félagsins komast með sínar hliðstæður fyrr á markað.
Tengdar fréttir
Mæla með „yfirvigt“ í bréfum Alvotech og segja áhættuna hafa minnkað mikið
Stöðug framför í rannsóknum, markaðssetningu og samstarf við alþjóðleg söluaðila hefur minnkað mjög áhættu í rekstrinum og aukið trú á viðskiptalíkani Alvotech, að mati greinenda Morgan Stanley. Fjárfestingabankinn hefur uppfært mat sitt og mælir með því að fjárfestar bæti við sig bréfum í félaginu.
Mæla með markaðsleyfi í Evrópu fyrir tvær nýjar hliðstæður frá Alvotech
Lyfjastofnun Evrópu hefur ákveðið að mæla með því að veita markaðsleyfi fyrir tvær fyrirhugaðar líftæknilyfjahliðstæður sem Alvotech hefur þróað og framleitt.
Ætlar að vera „nánast skuldlaus og með afar sterka sjóðstöðu“ eftir tvær risasölur
Fjárfestingafélag Róberts Wessman fær að óbreyttu í sinn hlut samtals nálægt einn milljarð Bandaríkjadala í reiðufé við sölu á lyfjafyrirtækjunum Adalvo og Alvogen US sem verður að stórum hluta nýtt til að gera upp skuldir Aztiq. „Við erum að breyta aðeins um stefnu þegar kemur að fjármögnun félagsins. Við ætlum að vera nánast skuldlaus og með afar sterka sjóðstöðu. Það verður staðan eftir þessi viðskipti,“ segir Róbert, sem fullyrðir að Aztiq samsteypan sé „öflugasta fjárfestingafélag landsins“ þegar kemur að umfangi eigna.