Erlent

Guð­mundur dæmdur í lífs­tíðar­fangelsi fyrir morð í Sví­þjóð

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Sænska lögreglan deildi þessum myndum af Guðmundi í tengslum við rannsókn málsins á sínum tíma.
Sænska lögreglan deildi þessum myndum af Guðmundi í tengslum við rannsókn málsins á sínum tíma.

Guðmundur Mogensen, 41 árs hálfíslenskur karlmaður, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð fyrir að hafa orðið konu um sextugt að bana í október í fyrra og fyrir tilraun til manndráps gegn annarri konu.

Sænska Aftonbaldet greinir frá dómnum þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að Guðmundur hafi haft ásetning um að ráða konunni bana. „Fleiri skotum var hleypt af að konunni og þar af hæfðu tvö skot höfuð konunnar,“ segir dómarinn Alexander Nilsson, í fréttatilkynningu sem sænskir miðlar vitna til.

Vísir hefur áður fjallað um mál Guðmundar sem játaði að hafa orðið konunni að bana, en neitaði því að um ásetning hafi verið að ræða. Nú liggur fyrir dómur í málinu sem hljóðar upp á lífstíðarfangelsi í Svíþjóð.

Guðmundur var grunaður er um að hafa myrt 63 ára konu í Akalla í Stokkhólmi í Svíþjóð í október í fyrra en hann breytti nafninu sínu í Johan Svensson fyrir réttarhöldin sem hófust í september.

Kærasta Guðmundar og annar karlmaður voru einnig ákærð í málinu en þau hafa einnig hlotið dóm fyrir aðild að manndrápi. Konan, sem er á fertugsaldri, hlaut ellefu ára og tíu mánaða fangelsisdóm, en maðurinn sem er á sextugsaldri var dæmdur í þrettán ára og tíu mánaða fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×