Innlent

Eldur í þúsund fer­metra fjósi með skepnum inni

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Umfang eldsins liggur ekki fyrir.
Umfang eldsins liggur ekki fyrir. Vísir/Tryggvi Páll

Slökkvilið Akureyrar er á leiðinni á vettvang á Fellshlíð í Eyjafirði vegna elds sem upp er kominn í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni. Búið er að slökkva eldinn.

Gunnar Rúnar Ólafsson, slökvviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar, segir í samtali við fréttastofu að allt tiltækt lið sé á leið á vettvang og að tvær vaktir hefðu verið kallaðar út. Fyrstu aðilar séu enn á leiðinni.

Fellshlíð er djúpt inni í Eyjafjarðardal.Map.is

Fleiri upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Uppfært 11:03: Elín Margrét Stefánsdóttir, bóndi á Fellshlíð, segir að slökkviliðið sé komið á vettvang og að búið sé að slökkva eldinn. Eldurinn hafi komið upp í skrifstofurými fjóssins og að unnið sé að því að kanna hvort eldurinn hafi borist í þakið. Nágrannar komu og aðstoðuðu fjölskylduna við að koma skepnunum úr fjósinu og það tókst vel að sögn Elínar. Enginn gripanna sé slasaður en hún telur þó að mikið tjón hafi hlotist af eldinum þó erfitt sé að segja til um það að svo stöddu.

Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×