Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar 8. nóvember 2025 13:31 Foreldrar föður míns eru báðir af dönsku bergi brotnir og faðir móður minnar af norsku, en báðir foreldrar mínir fæddir á Íslandi. Ég spurði mömmu og pabba stundum þegar ég var barn hvort ég væri ekki ½ Dani, ¼ Norðmaður og ¼ Íslendingur miðað við ætterni mitt, en þá var bara brosað og sagt ,,Hvað finnst þér?“ Ég er í raun það sem mætti kalla 3. kynslóð af erlendum uppruna, er ég íslenskur? Ég… Tala íslensku ☑ Skrifa íslensku ☑ Hef lesið Íslendingasögur og Laxness ☑ Vil mannréttindi ☑ Þekki íslensk gildi og menningu ☑ Vil trúfrelsi ☑ Borða allan þorramat ☐ Er með ,,íslenskt“ nafn ☐ Vil jafnrétti ☑ Allir forfeður fæddust á Íslandi ☐ Gera ofangreind atriði einhvern íslenskan ? Þarf að haka í allt til að teljast íslenskur? Eru þetta réttu atriðin? Eru til einhver rétt atriði sem gera fólk að Íslendingum? Í viðtali við Morgunblaðið 27.5.2024 sagði handboltahetjan Alexander Petersson um son sinn sem líka er handboltahetja: „Mér finnst gott að hann valdi Ísland. Hann er fæddur og uppalinn í Þýskalandi. Hann hefur líka fyrst og fremst æft í Þýskalandi. Honum finnst samt skemmtilegra á Íslandi og hann hefur alltaf sagt að hann sé Íslendingur“ Kannski er það skrítið en mér hefur alltaf fundist Alexander sjálfur íslenskur. Hvað þá þegar hann steytir hnefann upp í loftið í íslenska landsliðsbúningnum. Ég veit ekki hvort hann telur sig meiri Íslending en Letta enda skiptir það mig ekki máli. Leifur Heppni á rætur sínar að rekja til Noregs, fæddist á Íslandi en bjó lengst af á Grænlandi í grænlenskri menningu. Norðmenn vilja eigna sér hann, er hann íslenskur eða kannski grænlenskur? Glæpamenn, ofbeldis-, ofstækis- og yfirgangsfólk sem virða ekki mannréttindi og jafnrétti, ætlast til að allir aðrir beygi sig og hneigi eftir þeirra duttlungum og leggur ekkert til sameiginlegra sjóða ættu hins vegar að vera annars staðar. Ert þú Íslendingur…? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Foreldrar föður míns eru báðir af dönsku bergi brotnir og faðir móður minnar af norsku, en báðir foreldrar mínir fæddir á Íslandi. Ég spurði mömmu og pabba stundum þegar ég var barn hvort ég væri ekki ½ Dani, ¼ Norðmaður og ¼ Íslendingur miðað við ætterni mitt, en þá var bara brosað og sagt ,,Hvað finnst þér?“ Ég er í raun það sem mætti kalla 3. kynslóð af erlendum uppruna, er ég íslenskur? Ég… Tala íslensku ☑ Skrifa íslensku ☑ Hef lesið Íslendingasögur og Laxness ☑ Vil mannréttindi ☑ Þekki íslensk gildi og menningu ☑ Vil trúfrelsi ☑ Borða allan þorramat ☐ Er með ,,íslenskt“ nafn ☐ Vil jafnrétti ☑ Allir forfeður fæddust á Íslandi ☐ Gera ofangreind atriði einhvern íslenskan ? Þarf að haka í allt til að teljast íslenskur? Eru þetta réttu atriðin? Eru til einhver rétt atriði sem gera fólk að Íslendingum? Í viðtali við Morgunblaðið 27.5.2024 sagði handboltahetjan Alexander Petersson um son sinn sem líka er handboltahetja: „Mér finnst gott að hann valdi Ísland. Hann er fæddur og uppalinn í Þýskalandi. Hann hefur líka fyrst og fremst æft í Þýskalandi. Honum finnst samt skemmtilegra á Íslandi og hann hefur alltaf sagt að hann sé Íslendingur“ Kannski er það skrítið en mér hefur alltaf fundist Alexander sjálfur íslenskur. Hvað þá þegar hann steytir hnefann upp í loftið í íslenska landsliðsbúningnum. Ég veit ekki hvort hann telur sig meiri Íslending en Letta enda skiptir það mig ekki máli. Leifur Heppni á rætur sínar að rekja til Noregs, fæddist á Íslandi en bjó lengst af á Grænlandi í grænlenskri menningu. Norðmenn vilja eigna sér hann, er hann íslenskur eða kannski grænlenskur? Glæpamenn, ofbeldis-, ofstækis- og yfirgangsfólk sem virða ekki mannréttindi og jafnrétti, ætlast til að allir aðrir beygi sig og hneigi eftir þeirra duttlungum og leggur ekkert til sameiginlegra sjóða ættu hins vegar að vera annars staðar. Ert þú Íslendingur…? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar