Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. nóvember 2025 06:46 Íris segir mikilvægt að vernda svæðið. Íbúi er uggandi yfir fyrirhuguðum áætlunum Bláa lónsins um að byggja nýtt baðlón við rætur Hoffellsjökuls á Suðausturlandi. Svæðið sé einstakt á heimsvísu, allt tal um uppbyggingu sé blekkjandi þar sem einstök og óröskuð náttúran á svæðinu sé einmitt það sem laði ferðamenn að. Til stendur að reisa nýjan baðstað og hótel við Hoffellslón og Hoffellsjökul og eru áætlanir þess efnis nú til kynningar. Hótelinu er ætlað að verða allt að 120 herbergja hótel og byggingunni og lóninu er ætlað að verða nýtt kennileiti í ferðaþjónustu Íslands og færustu hönnuðir fengnir til að hanna staðinn. Þar eiga gestir að geta upplifað allt í senn: heitar laugar, Hoffellsjökul, Hoffellslón og Vatnajökul. Náttúrunni megi ekki spilla Framkvæmdirnar eru nú til kynningar í skipulagsgátt og verða til 1. desember næstkomandi. Um þrjátíu umsagnir hafa nú verið birtar. Meðal þeirra sem skrifar umsögn um framkvæmdirnar er Íris Ragnarsdóttir Pedersen fjallaleiðsögumaður og kennari. Hún segir í umsögn sinni uppbyggingu velkomna inni við Hoffellstorfuna þar sem nú þegar sé byggð. „Henni skal halda frá ósnortinni náttúru þar sem allar breytingar á náttúruperlunni við Geitafellsbjörg og Hoffellslón munu hafa afdrifaríkar afleiðingar og breytingar með sér í för. Geitafell og Hoffellslón eru dýrmæt útivistarsvæði, göngusvæði, berjaland, klifursvæði og skautasvell allra Íslendinga, en Hornfirðingar og Skaftfellingar hafa lengi notið þess að búa í nágrenni þessara svæða. Þeim ber að halda og varðveita eins og þau eru, fyrir okkur öll og komandi kynslóðir.“ Íris segir í samtali við Vísi að svæðið þar sem til standi að byggja lónið sé á grannsvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Öll röskun og breyting muni hafa áhrif á gesti þjóðgarðsins, gæta þurfi ítrustu varúðar svo að náttúrunni sé ekki spillt og segir Íris að færa eigi öll áform um uppbyggingu frá jökullóninu og Geitafelli inn að bæjum við Hoffell. Staðsetning og umfang mannvirkis við jökulgarð. Svæðið sem afmarkað er með bláu táknar það svæði sem talið er fara undir mannvirki, lón og landmótun tengda framkvæmdinni. Hvíta punktalínan sýnir hvernig fyrirhuguð stærð og umfang mannvirkis gæti verið. Frekari hönnun fari fram eftir jarðvegsrannsóknir.Efla verkfræðistofa Varði heimsminjaskrána „Þetta svæði hefur einstakt gildi fyrir mig og mjörg marga en á sama tíma er mikilvægt að muna að þetta er ekki bara einkamál okkar sem eiga heima hér í sveitarfélaginu, eða einkamál stjórnsýslunnar, eða Íslands þá heldur. Þarna vilja þau fara í framkvæmdir í anddyri Vatnajökulsþjóðgarðsins sem er á heimsminjaskrá UNESCO og þess vegna varðar þetta alla heimsbyggðina, ekki bara Hornafjörð.“ Íris segir ýmsar spurningar vakna um það hvaða áhrif framkvæmdirnar muni koma til með að hafa á þjóðgarðinn og hvaða þýðingu það hafi í för með sér. Hún segir svæðið njóta mikilla vinsælda, þangað sé auðvelt að komast á fólksbíl og þrátt fyrir allt í algjörlega ósnorta náttúru. Íris segir því stundum haldið fram að svæðinu við Hoffell hafi þegar verið raskað, það sé ekki rétt. „Þetta er einstakt svæði og vinsælt hvort sem er á sumrin eða veturna, þegar lónið frýs og fólk fer þangað á skauta að skoða ísjakana. Þarna er hægt að vera aleinn í heiminum, þetta er einstakur staður og það er mikilvægt að við pössum upp á þessi svæði sem enn eru til í þessari mynd, það er til fullt af svæðum og jöklum þar sem margir mæta á hverju einasta ári, við þurfum að gæta að því að það verði ekki öll svæði þannig að þau trekki þúsundir að.“ Úr umsögn Javier Muñoz um svæðið, umsögnin er þýdd úr ensku: Það eru til staðir á Íslandi þar sem þögnin er eins og hjartsláttur. Staðir þar sem hljóð vinds, vatns og steina tala enn hið forna tungumál jarðar. Hoffell er einn þeirra. Tillaga um byggingu hótels og jarðbaða á þessu svæði ógnar því að skipta þessari þögn út fyrir hávaða: hljóð framkvæmda, umferðar og markaðsvæðingar. Það myndi breyta lifandi vistkerfi í sviðsmynd; helgum stað í fyrirtæki. Þegar sú breyting hefst er ekki aftur snúið. Jarðhitasvæðin, jökuldalirnir og viðkvæmur gróðurinn í kringum Hoffell mynda vistkerfi sem andar sem ein heild. Allar stórfelldar framkvæmdir hér – nýir vegir, orkuvinnsla, fráveitukerfi – eiga á hættu að raska þessu viðkvæma jafnvægi. Örin yrðu ekki aðeins sýnileg; þau myndu ná inn í sjálfsmynd þessa staðar og fólksins sem kallar hann heimili sitt. Frá efnahagslegu sjónarmiði er loforðið um „uppbyggingu“ blekkjandi. Það sem laðar ferðamenn að þessu svæði er einmitt það sem þetta verkefni ógnar: hrá, ósnortin fegurð Suðausturlands. Þegar hún tapast, tapast einnig grundvöllur staðbundinnar ferðaþjónustu og lífsviðurværisins sem byggist á henni. Sönn velmegun kemur ekki frá meiri steypu heldur frá því að vernda það sem ekki er hægt að endurskapa. Bláa Lónið hefur þegar sýnt okkur hvað gerist þegar náttúran verður að vörumerki. Hoffell á skilið aðra sögu, sögu sem heiðrar landið, þögn þess og litlu samfélögin sem reiða sig á ósvikni þess. Það eru til betri leiðir til að deila þessari fegurð með heiminum: leiðir sem eru smærri í sniðum, auðmjúkari og óendanlega sjálfbærari. Ég er á móti þessu verkefni, ekki af fortíðarþrá heldur af ást og virðingu fyrir landinu. Vegna þess að sumir staðir eru ekki ætlaðir til uppbyggingar, þeir eru ætlaðir til verndar, svo að komandi kynslóðir fái enn að vita hvað Ísland er í raun og veru. Væri hægt að haga framkvæmdum öðruvísi Íris tekur fram að hún sé ekki á móti framkvæmdunum sem slíkum. Það sé jákvætt að Bláa lónið vilji byggja hótel á svæðinu en ótækt sé að hafa lónið þar sem það er fyrirhugað. „Þau hafa lagt það þannig upp í matskýrslunni að þetta sé annað hvort þessi kostur að byggja þetta svona, eða þá bara að gera það ekki. Það finnst mér bara vera frekja, það er ekki eini valkosturinn, þau gætu byggt hótelið nær Hoffellstorfunni þar sem þegar er byggð,“ segir Íris. „Auðvitað er jákvætt fyrir sveitarfélagið að þarna komi inn fyrirtæki sem vilji uppbyggingu en það er mikilvægt að skoðun okkar í þessu máli og heimsins, heyrist. Þarna er verið að anda ofan í hálsmálið á þjóðgarðinum og við höfum notið einstaklega góðs af því að búa svona nálægt garðinum. Við viljum ekki uppbyggingu þarna en það er hægt að byggja nær bæjunum. Verði þetta leyft í núverandi mynd er verið að setja fordæmi fyrir því að byggja ofan í fleiri jökulgörðum.“ Veltir fyrir sér fýsileika framkvæmdastaðsins Sjálf segist Íris búa í Svínafellsöræfum, þar sem jökullinn hopi og undan honum séu óstöðugar fjallshlíðar þar sem æ meiri hætta sé á skriðuföllum, sem hafi gert heimamönnum lífið leitt. Íris segist setja spurningamerki við hentugleika þess að byggja mannvirki á borð við baðlón á stað sem þessum. „Ég veit ekki til þess að það sé búið að kortleggja Hoffellsfjöllin, hvort það séu þar sprungur sem gætu orðið til þess að eitthvað úr hlíðinni falli í lónið,“ segir Íris sem bætir því við að ýmislegt annað geti haft áhrif eins og ísmyndun sem verði í jökulgarðinum þegar jökullinn hopar. „Þetta minnir á orðatiltækið, á sandi byggði heimskur maður hús,“ segir Íris sem bætir því við að það skjóti skökku við að á sama tíma og svæðið verði fyrir miklum áhrifum af völdum hnattrænnar hlýnunar ætli sveitarfélagið að leyfa framkvæmdir ofan í jökulgarðinum. Svæðið er vinsælt útivistarsvæði og býður upp á fjölbreytt landslag. Vísir/Kristján Már Í matsáætlun vegna framkvæmdanna er tekið fram að unnin hafi verið skýrsla til að kortleggja jarðmyndanir og möguleg merki á yfirborði um hreyfingu og hreyfingu jökulsins. Það gefi auga leið að stíga þurfi varlega til jarðar þar sem landslagið sé í sífelldri mótun í kringum ölduna. Þá eigi að kappkosta við að halda ásýnd inn í dalinn óskertri og að til skoðunar sé að nota þak byggingarinnar sem útsýnispall. Sumir myndu segja að með slíkum framkvæmdum væri verið að færa náttúruna nær fólki? „Við eigum fleiri staði í sveitarfélaginu þar sem er mjög gott aðgengi fyrir fólk nú þegar, þar sem þú kemst nálægt stórkostlegri náttúru. Á svæði eins og þessu þar sem er ekkert rask, þangað sem samt er auðvelt að komast, verður maður að gæta þess að svæðið verði áfram óraskað. Ekki bara fyrir okkur heldur til allrar framtíðar. Við getum ekki alltaf bara hugsað til næstu fjörutíu, fimmtíu ára. Hvað með fólkið sem verður hér eftir tvöhundruð ár? Við erum alltaf að hugsa þessi mál til svo skamms tíma, en við erum ekki með þetta land í höndunum nema í augnablik á okkar lífsleið. Ferðaþjónusta Sveitarfélagið Hornafjörður Bláa lónið Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Til stendur að reisa nýjan baðstað og hótel við Hoffellslón og Hoffellsjökul og eru áætlanir þess efnis nú til kynningar. Hótelinu er ætlað að verða allt að 120 herbergja hótel og byggingunni og lóninu er ætlað að verða nýtt kennileiti í ferðaþjónustu Íslands og færustu hönnuðir fengnir til að hanna staðinn. Þar eiga gestir að geta upplifað allt í senn: heitar laugar, Hoffellsjökul, Hoffellslón og Vatnajökul. Náttúrunni megi ekki spilla Framkvæmdirnar eru nú til kynningar í skipulagsgátt og verða til 1. desember næstkomandi. Um þrjátíu umsagnir hafa nú verið birtar. Meðal þeirra sem skrifar umsögn um framkvæmdirnar er Íris Ragnarsdóttir Pedersen fjallaleiðsögumaður og kennari. Hún segir í umsögn sinni uppbyggingu velkomna inni við Hoffellstorfuna þar sem nú þegar sé byggð. „Henni skal halda frá ósnortinni náttúru þar sem allar breytingar á náttúruperlunni við Geitafellsbjörg og Hoffellslón munu hafa afdrifaríkar afleiðingar og breytingar með sér í för. Geitafell og Hoffellslón eru dýrmæt útivistarsvæði, göngusvæði, berjaland, klifursvæði og skautasvell allra Íslendinga, en Hornfirðingar og Skaftfellingar hafa lengi notið þess að búa í nágrenni þessara svæða. Þeim ber að halda og varðveita eins og þau eru, fyrir okkur öll og komandi kynslóðir.“ Íris segir í samtali við Vísi að svæðið þar sem til standi að byggja lónið sé á grannsvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Öll röskun og breyting muni hafa áhrif á gesti þjóðgarðsins, gæta þurfi ítrustu varúðar svo að náttúrunni sé ekki spillt og segir Íris að færa eigi öll áform um uppbyggingu frá jökullóninu og Geitafelli inn að bæjum við Hoffell. Staðsetning og umfang mannvirkis við jökulgarð. Svæðið sem afmarkað er með bláu táknar það svæði sem talið er fara undir mannvirki, lón og landmótun tengda framkvæmdinni. Hvíta punktalínan sýnir hvernig fyrirhuguð stærð og umfang mannvirkis gæti verið. Frekari hönnun fari fram eftir jarðvegsrannsóknir.Efla verkfræðistofa Varði heimsminjaskrána „Þetta svæði hefur einstakt gildi fyrir mig og mjörg marga en á sama tíma er mikilvægt að muna að þetta er ekki bara einkamál okkar sem eiga heima hér í sveitarfélaginu, eða einkamál stjórnsýslunnar, eða Íslands þá heldur. Þarna vilja þau fara í framkvæmdir í anddyri Vatnajökulsþjóðgarðsins sem er á heimsminjaskrá UNESCO og þess vegna varðar þetta alla heimsbyggðina, ekki bara Hornafjörð.“ Íris segir ýmsar spurningar vakna um það hvaða áhrif framkvæmdirnar muni koma til með að hafa á þjóðgarðinn og hvaða þýðingu það hafi í för með sér. Hún segir svæðið njóta mikilla vinsælda, þangað sé auðvelt að komast á fólksbíl og þrátt fyrir allt í algjörlega ósnorta náttúru. Íris segir því stundum haldið fram að svæðinu við Hoffell hafi þegar verið raskað, það sé ekki rétt. „Þetta er einstakt svæði og vinsælt hvort sem er á sumrin eða veturna, þegar lónið frýs og fólk fer þangað á skauta að skoða ísjakana. Þarna er hægt að vera aleinn í heiminum, þetta er einstakur staður og það er mikilvægt að við pössum upp á þessi svæði sem enn eru til í þessari mynd, það er til fullt af svæðum og jöklum þar sem margir mæta á hverju einasta ári, við þurfum að gæta að því að það verði ekki öll svæði þannig að þau trekki þúsundir að.“ Úr umsögn Javier Muñoz um svæðið, umsögnin er þýdd úr ensku: Það eru til staðir á Íslandi þar sem þögnin er eins og hjartsláttur. Staðir þar sem hljóð vinds, vatns og steina tala enn hið forna tungumál jarðar. Hoffell er einn þeirra. Tillaga um byggingu hótels og jarðbaða á þessu svæði ógnar því að skipta þessari þögn út fyrir hávaða: hljóð framkvæmda, umferðar og markaðsvæðingar. Það myndi breyta lifandi vistkerfi í sviðsmynd; helgum stað í fyrirtæki. Þegar sú breyting hefst er ekki aftur snúið. Jarðhitasvæðin, jökuldalirnir og viðkvæmur gróðurinn í kringum Hoffell mynda vistkerfi sem andar sem ein heild. Allar stórfelldar framkvæmdir hér – nýir vegir, orkuvinnsla, fráveitukerfi – eiga á hættu að raska þessu viðkvæma jafnvægi. Örin yrðu ekki aðeins sýnileg; þau myndu ná inn í sjálfsmynd þessa staðar og fólksins sem kallar hann heimili sitt. Frá efnahagslegu sjónarmiði er loforðið um „uppbyggingu“ blekkjandi. Það sem laðar ferðamenn að þessu svæði er einmitt það sem þetta verkefni ógnar: hrá, ósnortin fegurð Suðausturlands. Þegar hún tapast, tapast einnig grundvöllur staðbundinnar ferðaþjónustu og lífsviðurværisins sem byggist á henni. Sönn velmegun kemur ekki frá meiri steypu heldur frá því að vernda það sem ekki er hægt að endurskapa. Bláa Lónið hefur þegar sýnt okkur hvað gerist þegar náttúran verður að vörumerki. Hoffell á skilið aðra sögu, sögu sem heiðrar landið, þögn þess og litlu samfélögin sem reiða sig á ósvikni þess. Það eru til betri leiðir til að deila þessari fegurð með heiminum: leiðir sem eru smærri í sniðum, auðmjúkari og óendanlega sjálfbærari. Ég er á móti þessu verkefni, ekki af fortíðarþrá heldur af ást og virðingu fyrir landinu. Vegna þess að sumir staðir eru ekki ætlaðir til uppbyggingar, þeir eru ætlaðir til verndar, svo að komandi kynslóðir fái enn að vita hvað Ísland er í raun og veru. Væri hægt að haga framkvæmdum öðruvísi Íris tekur fram að hún sé ekki á móti framkvæmdunum sem slíkum. Það sé jákvætt að Bláa lónið vilji byggja hótel á svæðinu en ótækt sé að hafa lónið þar sem það er fyrirhugað. „Þau hafa lagt það þannig upp í matskýrslunni að þetta sé annað hvort þessi kostur að byggja þetta svona, eða þá bara að gera það ekki. Það finnst mér bara vera frekja, það er ekki eini valkosturinn, þau gætu byggt hótelið nær Hoffellstorfunni þar sem þegar er byggð,“ segir Íris. „Auðvitað er jákvætt fyrir sveitarfélagið að þarna komi inn fyrirtæki sem vilji uppbyggingu en það er mikilvægt að skoðun okkar í þessu máli og heimsins, heyrist. Þarna er verið að anda ofan í hálsmálið á þjóðgarðinum og við höfum notið einstaklega góðs af því að búa svona nálægt garðinum. Við viljum ekki uppbyggingu þarna en það er hægt að byggja nær bæjunum. Verði þetta leyft í núverandi mynd er verið að setja fordæmi fyrir því að byggja ofan í fleiri jökulgörðum.“ Veltir fyrir sér fýsileika framkvæmdastaðsins Sjálf segist Íris búa í Svínafellsöræfum, þar sem jökullinn hopi og undan honum séu óstöðugar fjallshlíðar þar sem æ meiri hætta sé á skriðuföllum, sem hafi gert heimamönnum lífið leitt. Íris segist setja spurningamerki við hentugleika þess að byggja mannvirki á borð við baðlón á stað sem þessum. „Ég veit ekki til þess að það sé búið að kortleggja Hoffellsfjöllin, hvort það séu þar sprungur sem gætu orðið til þess að eitthvað úr hlíðinni falli í lónið,“ segir Íris sem bætir því við að ýmislegt annað geti haft áhrif eins og ísmyndun sem verði í jökulgarðinum þegar jökullinn hopar. „Þetta minnir á orðatiltækið, á sandi byggði heimskur maður hús,“ segir Íris sem bætir því við að það skjóti skökku við að á sama tíma og svæðið verði fyrir miklum áhrifum af völdum hnattrænnar hlýnunar ætli sveitarfélagið að leyfa framkvæmdir ofan í jökulgarðinum. Svæðið er vinsælt útivistarsvæði og býður upp á fjölbreytt landslag. Vísir/Kristján Már Í matsáætlun vegna framkvæmdanna er tekið fram að unnin hafi verið skýrsla til að kortleggja jarðmyndanir og möguleg merki á yfirborði um hreyfingu og hreyfingu jökulsins. Það gefi auga leið að stíga þurfi varlega til jarðar þar sem landslagið sé í sífelldri mótun í kringum ölduna. Þá eigi að kappkosta við að halda ásýnd inn í dalinn óskertri og að til skoðunar sé að nota þak byggingarinnar sem útsýnispall. Sumir myndu segja að með slíkum framkvæmdum væri verið að færa náttúruna nær fólki? „Við eigum fleiri staði í sveitarfélaginu þar sem er mjög gott aðgengi fyrir fólk nú þegar, þar sem þú kemst nálægt stórkostlegri náttúru. Á svæði eins og þessu þar sem er ekkert rask, þangað sem samt er auðvelt að komast, verður maður að gæta þess að svæðið verði áfram óraskað. Ekki bara fyrir okkur heldur til allrar framtíðar. Við getum ekki alltaf bara hugsað til næstu fjörutíu, fimmtíu ára. Hvað með fólkið sem verður hér eftir tvöhundruð ár? Við erum alltaf að hugsa þessi mál til svo skamms tíma, en við erum ekki með þetta land í höndunum nema í augnablik á okkar lífsleið.
Úr umsögn Javier Muñoz um svæðið, umsögnin er þýdd úr ensku: Það eru til staðir á Íslandi þar sem þögnin er eins og hjartsláttur. Staðir þar sem hljóð vinds, vatns og steina tala enn hið forna tungumál jarðar. Hoffell er einn þeirra. Tillaga um byggingu hótels og jarðbaða á þessu svæði ógnar því að skipta þessari þögn út fyrir hávaða: hljóð framkvæmda, umferðar og markaðsvæðingar. Það myndi breyta lifandi vistkerfi í sviðsmynd; helgum stað í fyrirtæki. Þegar sú breyting hefst er ekki aftur snúið. Jarðhitasvæðin, jökuldalirnir og viðkvæmur gróðurinn í kringum Hoffell mynda vistkerfi sem andar sem ein heild. Allar stórfelldar framkvæmdir hér – nýir vegir, orkuvinnsla, fráveitukerfi – eiga á hættu að raska þessu viðkvæma jafnvægi. Örin yrðu ekki aðeins sýnileg; þau myndu ná inn í sjálfsmynd þessa staðar og fólksins sem kallar hann heimili sitt. Frá efnahagslegu sjónarmiði er loforðið um „uppbyggingu“ blekkjandi. Það sem laðar ferðamenn að þessu svæði er einmitt það sem þetta verkefni ógnar: hrá, ósnortin fegurð Suðausturlands. Þegar hún tapast, tapast einnig grundvöllur staðbundinnar ferðaþjónustu og lífsviðurværisins sem byggist á henni. Sönn velmegun kemur ekki frá meiri steypu heldur frá því að vernda það sem ekki er hægt að endurskapa. Bláa Lónið hefur þegar sýnt okkur hvað gerist þegar náttúran verður að vörumerki. Hoffell á skilið aðra sögu, sögu sem heiðrar landið, þögn þess og litlu samfélögin sem reiða sig á ósvikni þess. Það eru til betri leiðir til að deila þessari fegurð með heiminum: leiðir sem eru smærri í sniðum, auðmjúkari og óendanlega sjálfbærari. Ég er á móti þessu verkefni, ekki af fortíðarþrá heldur af ást og virðingu fyrir landinu. Vegna þess að sumir staðir eru ekki ætlaðir til uppbyggingar, þeir eru ætlaðir til verndar, svo að komandi kynslóðir fái enn að vita hvað Ísland er í raun og veru.
Ferðaþjónusta Sveitarfélagið Hornafjörður Bláa lónið Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira