Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 10:31 John Elkann, forseti Ferrari, vill að sínir ökumenn fari að einbeita sér meira að akstrinum. Getty/David Davies Lewis Hamilton og Charles Leclerc hafa verið yfirlýsingaglaðir í viðtölum og svo virðist vera sem yfirmaður þeirra sé orðinn þreyttur á því. John Elkann, forseti Ferrari, hefur beðið ökumenn Formúlu 1-liðsins, þá Hamilton og Leclerc, um að einbeita sér meira að því að keyra bílinn en að tala. Yfirlýsingar Elkanns koma í kjölfar hræðilegrar helgar hjá liðinu. Hvorugur bíllinn náði að ljúka kappakstrinum í Brasilíu. Elkann segist vilja að Hamilton og Leclerc einbeiti sér nú að þeim þremur keppnishelgum sem eftir eru af vonbrigðatímabilinu 2025. 🚨 | John Elkann: “We need drivers who think more about Ferrari and less about themselves.” pic.twitter.com/nRvayc0C8i— La Gazzetta Ferrari (@GazzettaFerrari) November 10, 2025 „Það er algjörlega nauðsynlegt að ökumenn okkar einbeiti sér að akstrinum og tali minna. Það eru enn mikilvægar keppnir eftir og það er ekki ómögulegt að ná öðru sæti í heimsmeistaramóti bílasmiða,“ sagði Elkann. Elkann lét þessi orð falla á styrktarsamkomu fyrir Vetrarólympíuleikana sem fara fram í Mílanó og Cortina á næsta ári. Elkann mun enn fremur hafa bent á að Ferrari njóti velgengni á öðrum sviðum svo lengi sem unnið er sem lið, eins og hann orðaði það. „Við þurfum ökumenn sem hugsa ekki um sjálfa sig, heldur um Ferrari,“ sagði Elkann. Ferrari er nú í fjórða sæti í heimsmeistaramóti bílasmiða í Formúlu 1. Næsta keppni er í Las Vegas. I back my team. I back myself. I will not give up. Not now, not then, not ever. Thank you, Brazil, always 🇧🇷 pic.twitter.com/bU4gAdCOb4— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) November 10, 2025 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
John Elkann, forseti Ferrari, hefur beðið ökumenn Formúlu 1-liðsins, þá Hamilton og Leclerc, um að einbeita sér meira að því að keyra bílinn en að tala. Yfirlýsingar Elkanns koma í kjölfar hræðilegrar helgar hjá liðinu. Hvorugur bíllinn náði að ljúka kappakstrinum í Brasilíu. Elkann segist vilja að Hamilton og Leclerc einbeiti sér nú að þeim þremur keppnishelgum sem eftir eru af vonbrigðatímabilinu 2025. 🚨 | John Elkann: “We need drivers who think more about Ferrari and less about themselves.” pic.twitter.com/nRvayc0C8i— La Gazzetta Ferrari (@GazzettaFerrari) November 10, 2025 „Það er algjörlega nauðsynlegt að ökumenn okkar einbeiti sér að akstrinum og tali minna. Það eru enn mikilvægar keppnir eftir og það er ekki ómögulegt að ná öðru sæti í heimsmeistaramóti bílasmiða,“ sagði Elkann. Elkann lét þessi orð falla á styrktarsamkomu fyrir Vetrarólympíuleikana sem fara fram í Mílanó og Cortina á næsta ári. Elkann mun enn fremur hafa bent á að Ferrari njóti velgengni á öðrum sviðum svo lengi sem unnið er sem lið, eins og hann orðaði það. „Við þurfum ökumenn sem hugsa ekki um sjálfa sig, heldur um Ferrari,“ sagði Elkann. Ferrari er nú í fjórða sæti í heimsmeistaramóti bílasmiða í Formúlu 1. Næsta keppni er í Las Vegas. I back my team. I back myself. I will not give up. Not now, not then, not ever. Thank you, Brazil, always 🇧🇷 pic.twitter.com/bU4gAdCOb4— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) November 10, 2025
Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira