Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Bjarki Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2025 12:09 Matthildur Sveinsdóttir er yfirlögfræðingur Neytendastofu. Aðsend/Getty Neytendur þurfa að vera vel vakandi á tilboðsdögum dagana fyrir jól segir yfirlögfræðingur Neytendastofu. Svikasíður má finna víða og dæmi eru um að fyrirtæki hækki verð á vörum skömmu fyrir tilboðsdaga svo afslátturinn virðist meiri en hann er í raun og veru. Í dag, ellefta nóvember, er svokallaður Dagur hinna einstæðu, eða Singles' day. Dagurinn er fyrsti stóri afsláttardagurinn í aðdraganda jóla og fjöldi verslana með ýmis konar tilboð og afslætti. Á hverju ári koma upp mál þar sem fyrirtæki hækka verð á vörum skömmu fyrir dag hinna einstæðu. Þegar afslátturinn er svo kominn á er tilboðið í raun ekki jafn gott og það lítur út fyrir að vera. Fylgjast vel með Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur Neytendastofu, segir mikilvægt að neytendur séu vel vakandi. „Það er mjög gott fyrir neytendur að vera meðvitaðir og vera mögulega búnir að fylgjast með í smá tíma á undan og horfa á verðið. Hvort það sé þá sannarlega verðlækkun og láta Neytendastofu vita ef þeir verða varir við eitthvað sem er ekki eins og það á að vera,“ segir Matthildur. Ábendingar í morgunsárið Nokkrar ábendingar bárust Neytendastofu í morgun og búist er við fleirum í dag. „Í sumum tilvikum á þetta sér eðlilegar skýringar og það er ekki tilefni til að gera neitt frekar. En í öðrum tilvikum þarf kannski að leiðbeina seljendum aðeins betur um reglurnar eða gera athugasemdir. En við fáum mjög margar ábendingar og við erum mjög þakklát fyrir það. Það er ómögulegt fyrir okkur að fylgjast með öllum mörkuðum þannig neytendur eru mjög mikilvægur liður í þessu eftirliti hjá okkur,“ segir Matthildur. Með aukinni netverslun skapast nýjar hættur. Dæmi eru um að fólk versli á svikasíðum og fái aldrei afhenta vöruna sem það verslaði. „Þannig í viðskiptum á þessum dögum, alveg eins og almennt þegar verslað er á netinu, er mjög mikilvægt að neytendur kynni sér seljandann og viti við hvern þeir eru að eiga viðskipti. Ef það vantar upplýsingar um seljandann, það eru ekki trúverðugar upplýsingar, tilboðið virkar of gott til að vera satt. Það eru rauð flögg sem þarf að fylgjast mjög vel með,“ segir Matthildur. Ekki versla of mikið Á svona dögum verði einnig að huga að umhverfinu. „Hugsa aðeins út í það að það græðir enginn á því að kaupa vöru bara því hún er á miklum afslætti, ef þú hefur engin not fyrir hana,“ segir Matthildur. Neytendur Verslun Fjármál heimilisins Jól Mest lesið „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Sjá meira
Í dag, ellefta nóvember, er svokallaður Dagur hinna einstæðu, eða Singles' day. Dagurinn er fyrsti stóri afsláttardagurinn í aðdraganda jóla og fjöldi verslana með ýmis konar tilboð og afslætti. Á hverju ári koma upp mál þar sem fyrirtæki hækka verð á vörum skömmu fyrir dag hinna einstæðu. Þegar afslátturinn er svo kominn á er tilboðið í raun ekki jafn gott og það lítur út fyrir að vera. Fylgjast vel með Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur Neytendastofu, segir mikilvægt að neytendur séu vel vakandi. „Það er mjög gott fyrir neytendur að vera meðvitaðir og vera mögulega búnir að fylgjast með í smá tíma á undan og horfa á verðið. Hvort það sé þá sannarlega verðlækkun og láta Neytendastofu vita ef þeir verða varir við eitthvað sem er ekki eins og það á að vera,“ segir Matthildur. Ábendingar í morgunsárið Nokkrar ábendingar bárust Neytendastofu í morgun og búist er við fleirum í dag. „Í sumum tilvikum á þetta sér eðlilegar skýringar og það er ekki tilefni til að gera neitt frekar. En í öðrum tilvikum þarf kannski að leiðbeina seljendum aðeins betur um reglurnar eða gera athugasemdir. En við fáum mjög margar ábendingar og við erum mjög þakklát fyrir það. Það er ómögulegt fyrir okkur að fylgjast með öllum mörkuðum þannig neytendur eru mjög mikilvægur liður í þessu eftirliti hjá okkur,“ segir Matthildur. Með aukinni netverslun skapast nýjar hættur. Dæmi eru um að fólk versli á svikasíðum og fái aldrei afhenta vöruna sem það verslaði. „Þannig í viðskiptum á þessum dögum, alveg eins og almennt þegar verslað er á netinu, er mjög mikilvægt að neytendur kynni sér seljandann og viti við hvern þeir eru að eiga viðskipti. Ef það vantar upplýsingar um seljandann, það eru ekki trúverðugar upplýsingar, tilboðið virkar of gott til að vera satt. Það eru rauð flögg sem þarf að fylgjast mjög vel með,“ segir Matthildur. Ekki versla of mikið Á svona dögum verði einnig að huga að umhverfinu. „Hugsa aðeins út í það að það græðir enginn á því að kaupa vöru bara því hún er á miklum afslætti, ef þú hefur engin not fyrir hana,“ segir Matthildur.
Neytendur Verslun Fjármál heimilisins Jól Mest lesið „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Sjá meira