Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2025 14:56 Meðlimir Húta í Sana í Jemen. EPA/YAHYA ARHAB Leiðtogar Húta í Jemen hafa gefið til kynna að þeir séu hættir árásum á bæði Ísrael og fraktskip á Rauðahafi. Er það vegna óstöðugs vopnahlés á Gasaströndinni, samkvæmt bréfi sem Qassam stórfylkin, hernaðarvængur Hamas, birti nýverið. Bréfið barst frá leiðtogum Húta en þar segir að uppreisnarmennirnir fylgist með stöðu mála á Gasa og muni hefja árásir á nýjan leik ef átök hefjast þar aftur. Undir bréfið skrifar Yusuf Hassan al-Madani, yfirmaður herafla Húta, en leiðtogar Húta hafa að öðru leyti ekki staðfest ætlanir sínar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Ísraelar, sem hafa ítrekað svarað árásum Húta, hafa heldur ekki tjáð sig um málið. Frá því hernaður Ísraela gegn Hamas á Gasaströndinni hófst í október 2023 hafa Hútar gert ítrekaðar dróna- og eldflaugaárásir á fraktskip og herskip á Rauðahafi. Hútar hafa gert árásir á rúmlega hundrað fraktskip með eldflaugum og drónum. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súes-skurðinn inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Að minnsta kosti níu sjómenn hafa fallið í þessum árásum og fjögur skip hafa sokkið. Hútar hafa haldið því fram að árásirnar hafi eingöngu verið gerðar á skip frá Ísrael eða á skip sem tengjast ríkinu með einhverjum hætti. Það hefur þó sjaldan reynst rétt. Þeir hafa einnig gert ítrekaðar árásir á Ísrael, með drónum og eldflaugum. Sú síðasta var gerð í september, en þá særðust 22 Ísraelar. Í kjölfarið hótaði Israel Katz, varnarmálaráðherra, að svara árásum Húta með sjöföldu afli. Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran, hafa um árabil háð blóðuga styrjöld við alþjóðlega viðurkennd stjórnvöld í Jemen. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Átökin hafa leitt til hrikalegs mannúðarástands í Jemen, þar sem fátækt er mikil. Hungursneyð og smitsóttir hafa leikið í íbúa landsins grátt. Jemen Ísrael Skipaflutningar Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Felldu talsmann hernaðararms Hamas Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Abu Obeida, talsmaður al-Qassam-sveita Hamas-samtakanna, hafi verið felldur í loftárás í gær. Heilbrigðisstarfsmenn á Gasaströndinni segja að minnsta kosti 43 Palestínumenn liggja í valnum frá því í gær. Flestir þeirra í Gasaborg, sem Ísraelar hafa lýst yfir að sé nú átakasvæði. 31. ágúst 2025 14:04 Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Björgunaraðgerðir standa yfir í Rauðahafinu eftir að hersveitir Húta í Jemen gerðu handsprengjuárás á fraktskip í gær. Minnst þrír voru drepnir í árásinni og sextán er enn saknað. 9. júlí 2025 18:13 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Bréfið barst frá leiðtogum Húta en þar segir að uppreisnarmennirnir fylgist með stöðu mála á Gasa og muni hefja árásir á nýjan leik ef átök hefjast þar aftur. Undir bréfið skrifar Yusuf Hassan al-Madani, yfirmaður herafla Húta, en leiðtogar Húta hafa að öðru leyti ekki staðfest ætlanir sínar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Ísraelar, sem hafa ítrekað svarað árásum Húta, hafa heldur ekki tjáð sig um málið. Frá því hernaður Ísraela gegn Hamas á Gasaströndinni hófst í október 2023 hafa Hútar gert ítrekaðar dróna- og eldflaugaárásir á fraktskip og herskip á Rauðahafi. Hútar hafa gert árásir á rúmlega hundrað fraktskip með eldflaugum og drónum. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súes-skurðinn inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Að minnsta kosti níu sjómenn hafa fallið í þessum árásum og fjögur skip hafa sokkið. Hútar hafa haldið því fram að árásirnar hafi eingöngu verið gerðar á skip frá Ísrael eða á skip sem tengjast ríkinu með einhverjum hætti. Það hefur þó sjaldan reynst rétt. Þeir hafa einnig gert ítrekaðar árásir á Ísrael, með drónum og eldflaugum. Sú síðasta var gerð í september, en þá særðust 22 Ísraelar. Í kjölfarið hótaði Israel Katz, varnarmálaráðherra, að svara árásum Húta með sjöföldu afli. Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran, hafa um árabil háð blóðuga styrjöld við alþjóðlega viðurkennd stjórnvöld í Jemen. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Átökin hafa leitt til hrikalegs mannúðarástands í Jemen, þar sem fátækt er mikil. Hungursneyð og smitsóttir hafa leikið í íbúa landsins grátt.
Jemen Ísrael Skipaflutningar Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Felldu talsmann hernaðararms Hamas Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Abu Obeida, talsmaður al-Qassam-sveita Hamas-samtakanna, hafi verið felldur í loftárás í gær. Heilbrigðisstarfsmenn á Gasaströndinni segja að minnsta kosti 43 Palestínumenn liggja í valnum frá því í gær. Flestir þeirra í Gasaborg, sem Ísraelar hafa lýst yfir að sé nú átakasvæði. 31. ágúst 2025 14:04 Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Björgunaraðgerðir standa yfir í Rauðahafinu eftir að hersveitir Húta í Jemen gerðu handsprengjuárás á fraktskip í gær. Minnst þrír voru drepnir í árásinni og sextán er enn saknað. 9. júlí 2025 18:13 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Felldu talsmann hernaðararms Hamas Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Abu Obeida, talsmaður al-Qassam-sveita Hamas-samtakanna, hafi verið felldur í loftárás í gær. Heilbrigðisstarfsmenn á Gasaströndinni segja að minnsta kosti 43 Palestínumenn liggja í valnum frá því í gær. Flestir þeirra í Gasaborg, sem Ísraelar hafa lýst yfir að sé nú átakasvæði. 31. ágúst 2025 14:04
Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Björgunaraðgerðir standa yfir í Rauðahafinu eftir að hersveitir Húta í Jemen gerðu handsprengjuárás á fraktskip í gær. Minnst þrír voru drepnir í árásinni og sextán er enn saknað. 9. júlí 2025 18:13