„Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Agnar Már Másson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 11. nóvember 2025 21:56 Iðkunargjöld hjá íþróttafélögum mætti kalla fastan kostnað á mörgum heimilum. Þau hafa hækkað verulega hjá Stjörnunni og foreldrar lýsa áhyggjum af háum kostnaði. Vísir/vilhelm Æfingagjöld innan knattspyrnudeildar Stjörnunnar hækkuðu að jafnaði um 27 prósent frá því í fyrra. Foreldrar eru missáttir við verðhækkunina en framkvæmdastjóri Stjörnunnar segir að kostnaður íþróttafélaga við íþróttaiðkun barna sé orðinn afar mikill. Hann fagnar umræðunni. Greint var frá því á Vísi í dag að foreldrar í Garðabæ væru margir hvumsa yfir hækkunum á æfingagjöldum milli ára í fimmta flokki í barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Þeir sögðu að gjöldin hjá félaginu hefðu hækkað um allt að þrjátíu prósent milli ára. Í umræðu á Facebook benti móðir eins iðkanda í 5. flokki stúlkna hjá Stjörnunni á að hún hefði fengið rukkun frá íþróttafélaginu upp á 172 þúsund krónur, sem væri tæplega þriðjungi meira en í fyrra. Hún sagði að Álftanesi væri gjaldið 53 þúsund krónum ódýrara. Hvatapeningar eða íþróttastyrkur í Garðabæ eru sextíu þúsund krónur á barn árið 2025. Æfingagjöld dekki ekki fastan kostnað Baldvin Sturluson framkvæmdastjóri Stjörnunnar segir í yfirlýsingu til fréttastofu að æfingagjöld í barna- og unglingastarfi Stjörnunnar í öðrum deildum en knattspyrnudeild hafi aðeins verið hækkuð fyrir tímabilið 2025/2026 um 7 til 12 prósent. Hann segir að reynt hafi verið eftir fremsta megni að halda hækkunum í lágmarki en almennt hafi verið horft til þess að æfingagjöld í barna- og unglingastarfi félagsins dekkuðu laun þjálfara og annan fastan kostnað er tengdist barna- og unglingastarfinu. Baldvin Sturluson, framkvæmdastjóri Stjörnunnar. „Þegar horft er á knattspyrnudeild nokkur ár aftur í tímann að þá hafa æfingagjöld deildarinnar ekki dekkað laun og annan fastan kostnað í barna- og unglingastarfi deildarinnar,“ segir í yfirlýsingu Baldvins. Aðrar tekjur deildarinnar hafi því verið nýttar í þágu iðkenda og þannig hafi deildin getað haldið æfingagjöldum lágum og „töluvert lægri“ en hjá flestum knattspyrnudeildum landsins sem eru sambærilegar að stærð, segir í yfirlýsingunni. Töluverður samdráttur af öðrum tekjum af deildinni „Fyrir tímabilið 25/26 var ljóst að töluverður samdráttur yrði í öðrum tekjum barna- og unglingastarfs knattspyrnudeildar, laun innan deildarinnar hafa almennt hækkað ásamt því að annar fastur kostnaður hefur hækkað í takt við þróun verðlags.“ Þessar breytingar á rekstri hafi þýtt að hækka þyrfti æfingagjöld umtalsvert. Niðurstaðan var sú að æfingagjöld innan knattspyrnudeildarinnar hækkuðu að jafnaði um 27,1 prósent fyrir tímabilið 2025/2026, segir í yfirlýsingunni. „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur og þess vegna fagna ég þessari umræðu,“ skrifar Baldvin. „Þátttaka barna- og unglinga í íþróttastarfi er gríðarlega mikilvæg og þurfum við sem samfélag að finna lausnir í sameiningu á því hvernig við tryggjum ábyrgan og metnaðarfullan rekstur íþróttafélaga í landinu en jafnframt að tryggja aðgengi barna- og unglinga að íþróttaiðkun óháð efnahag,“ skrifar Baldvin í niðurlagið. Íþróttir barna Stjarnan Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í dag að foreldrar í Garðabæ væru margir hvumsa yfir hækkunum á æfingagjöldum milli ára í fimmta flokki í barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Þeir sögðu að gjöldin hjá félaginu hefðu hækkað um allt að þrjátíu prósent milli ára. Í umræðu á Facebook benti móðir eins iðkanda í 5. flokki stúlkna hjá Stjörnunni á að hún hefði fengið rukkun frá íþróttafélaginu upp á 172 þúsund krónur, sem væri tæplega þriðjungi meira en í fyrra. Hún sagði að Álftanesi væri gjaldið 53 þúsund krónum ódýrara. Hvatapeningar eða íþróttastyrkur í Garðabæ eru sextíu þúsund krónur á barn árið 2025. Æfingagjöld dekki ekki fastan kostnað Baldvin Sturluson framkvæmdastjóri Stjörnunnar segir í yfirlýsingu til fréttastofu að æfingagjöld í barna- og unglingastarfi Stjörnunnar í öðrum deildum en knattspyrnudeild hafi aðeins verið hækkuð fyrir tímabilið 2025/2026 um 7 til 12 prósent. Hann segir að reynt hafi verið eftir fremsta megni að halda hækkunum í lágmarki en almennt hafi verið horft til þess að æfingagjöld í barna- og unglingastarfi félagsins dekkuðu laun þjálfara og annan fastan kostnað er tengdist barna- og unglingastarfinu. Baldvin Sturluson, framkvæmdastjóri Stjörnunnar. „Þegar horft er á knattspyrnudeild nokkur ár aftur í tímann að þá hafa æfingagjöld deildarinnar ekki dekkað laun og annan fastan kostnað í barna- og unglingastarfi deildarinnar,“ segir í yfirlýsingu Baldvins. Aðrar tekjur deildarinnar hafi því verið nýttar í þágu iðkenda og þannig hafi deildin getað haldið æfingagjöldum lágum og „töluvert lægri“ en hjá flestum knattspyrnudeildum landsins sem eru sambærilegar að stærð, segir í yfirlýsingunni. Töluverður samdráttur af öðrum tekjum af deildinni „Fyrir tímabilið 25/26 var ljóst að töluverður samdráttur yrði í öðrum tekjum barna- og unglingastarfs knattspyrnudeildar, laun innan deildarinnar hafa almennt hækkað ásamt því að annar fastur kostnaður hefur hækkað í takt við þróun verðlags.“ Þessar breytingar á rekstri hafi þýtt að hækka þyrfti æfingagjöld umtalsvert. Niðurstaðan var sú að æfingagjöld innan knattspyrnudeildarinnar hækkuðu að jafnaði um 27,1 prósent fyrir tímabilið 2025/2026, segir í yfirlýsingunni. „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur og þess vegna fagna ég þessari umræðu,“ skrifar Baldvin. „Þátttaka barna- og unglinga í íþróttastarfi er gríðarlega mikilvæg og þurfum við sem samfélag að finna lausnir í sameiningu á því hvernig við tryggjum ábyrgan og metnaðarfullan rekstur íþróttafélaga í landinu en jafnframt að tryggja aðgengi barna- og unglinga að íþróttaiðkun óháð efnahag,“ skrifar Baldvin í niðurlagið.
Íþróttir barna Stjarnan Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira