„Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2025 12:01 Þýska landsliðskonan Giulia Gwinn meiddist á hné á Evrópumótinu í Sviss síðasta sumar. Getty/Sebastian Christoph Gollnow Keira Walsh, lykilmaður Evrópumeistaraliðs Englendinga, segir að stjórnendur fótboltans verði að hlusta á leikmennina varðandi áhyggjur út af krossbandameiðslum. Katie Reid varnarmaður Arsenal var sú síðasta til að slíta krossband af konum í fremstu röð fótboltans. Hin nítján ára gamla Reid sleit fremra krossband á æfingu í síðustu viku. Hún er sjöundi leikmaðurinn, þar á meðal Michelle Agyemang, framherji enska landsliðsins, sem verður fyrir krossbandameiðslum frá því að tímabilið í ensku úrvalsdeild kvenna hófst. Hlusta á þá sem ganga í gegnum þetta „Stundum spilum við kannski of marga leiki í þéttri leikjadagskrá. Það er ekki nægur tími til að jafna sig,“ sagði Walsh, sem er leikmaður Chelsea. The footballing authorities must listen to players over the congested fixture schedule, says England and Chelsea star Keira Walsh. 🗣️ACL injuries continue to be a problem in the game. #BBCFootball pic.twitter.com/KSO6PEoZSL— Match of the Day (@BBCMOTD) November 11, 2025 „Það er hægt að gera rannsóknir, en á endanum þarf að hlusta á þá sem eru að ganga í gegnum þetta og hvernig við getum best fundið lausnirnar. Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna,“ sagði Walsh. Arsenal, sem vann Meistaradeildina á síðasta tímabili, spilaði 58 leiki í öllum keppnum, samanborið við 52 leiki tímabilið á undan. Alessia Russo og Beth Mead spiluðu sex leiki til viðbótar þegar England vann EM 2025 í Sviss. Rannsóknir benda til þess að leikmenn kvenna séu tvisvar til sex sinnum líklegri til að verða fyrir krossbandameiðslum en karlar. Þetta er erfitt „Stundum hafa leikmenn áhyggjur af þessu. Þetta er erfitt. Maður vill samt spila þessa leiki. Maður vill spila viku eftir viku og á stóru stundunum,“ sagði Walsh. „En stundum þarf fólk ofar í kerfinu að hlusta á það sem við leikmennirnir erum að segja,“ sagði Walsh. WSL Football skipuleggur leiki í ensku úrvalsdeild kvenna, UEFA ber ábyrgð á Meistaradeild kvenna og Evrópumótinu og FIFA hefur yfirumsjón með heimsmeistaramótinu. Líka vandamál hjá körlunum Þétt leikjadagskrá er einnig vandamál í knattspyrnu karla. Rodri, miðjumaður Manchester City, sagði í september síðastliðnum – skömmu áður en hann varð fyrir krossbandameiðslum sem bundu enda á tímabilið hjá honum – að leikmenn væru nálægt því að fara í verkfall til að mótmæla. Seinna í sama mánuði lýsti Jurrien Timber, varnarmaður Arsenal, leikjadagskránni sem „hættulegri“ og sagði hana vera „stórt umræðuefni“ í búningsklefanum. The ACL epidemic continues across the women’s game, and it’s happening at every level.So far this WSL season, at least seven players have been confirmed with ruptured ACLs, with young Arsenal star Katie Reid being the latest player sidelined due to the injury. Every season… pic.twitter.com/9YtqRQGHoE— Beyond The Pitch (@beyond_pitch) November 11, 2025 Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Katie Reid varnarmaður Arsenal var sú síðasta til að slíta krossband af konum í fremstu röð fótboltans. Hin nítján ára gamla Reid sleit fremra krossband á æfingu í síðustu viku. Hún er sjöundi leikmaðurinn, þar á meðal Michelle Agyemang, framherji enska landsliðsins, sem verður fyrir krossbandameiðslum frá því að tímabilið í ensku úrvalsdeild kvenna hófst. Hlusta á þá sem ganga í gegnum þetta „Stundum spilum við kannski of marga leiki í þéttri leikjadagskrá. Það er ekki nægur tími til að jafna sig,“ sagði Walsh, sem er leikmaður Chelsea. The footballing authorities must listen to players over the congested fixture schedule, says England and Chelsea star Keira Walsh. 🗣️ACL injuries continue to be a problem in the game. #BBCFootball pic.twitter.com/KSO6PEoZSL— Match of the Day (@BBCMOTD) November 11, 2025 „Það er hægt að gera rannsóknir, en á endanum þarf að hlusta á þá sem eru að ganga í gegnum þetta og hvernig við getum best fundið lausnirnar. Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna,“ sagði Walsh. Arsenal, sem vann Meistaradeildina á síðasta tímabili, spilaði 58 leiki í öllum keppnum, samanborið við 52 leiki tímabilið á undan. Alessia Russo og Beth Mead spiluðu sex leiki til viðbótar þegar England vann EM 2025 í Sviss. Rannsóknir benda til þess að leikmenn kvenna séu tvisvar til sex sinnum líklegri til að verða fyrir krossbandameiðslum en karlar. Þetta er erfitt „Stundum hafa leikmenn áhyggjur af þessu. Þetta er erfitt. Maður vill samt spila þessa leiki. Maður vill spila viku eftir viku og á stóru stundunum,“ sagði Walsh. „En stundum þarf fólk ofar í kerfinu að hlusta á það sem við leikmennirnir erum að segja,“ sagði Walsh. WSL Football skipuleggur leiki í ensku úrvalsdeild kvenna, UEFA ber ábyrgð á Meistaradeild kvenna og Evrópumótinu og FIFA hefur yfirumsjón með heimsmeistaramótinu. Líka vandamál hjá körlunum Þétt leikjadagskrá er einnig vandamál í knattspyrnu karla. Rodri, miðjumaður Manchester City, sagði í september síðastliðnum – skömmu áður en hann varð fyrir krossbandameiðslum sem bundu enda á tímabilið hjá honum – að leikmenn væru nálægt því að fara í verkfall til að mótmæla. Seinna í sama mánuði lýsti Jurrien Timber, varnarmaður Arsenal, leikjadagskránni sem „hættulegri“ og sagði hana vera „stórt umræðuefni“ í búningsklefanum. The ACL epidemic continues across the women’s game, and it’s happening at every level.So far this WSL season, at least seven players have been confirmed with ruptured ACLs, with young Arsenal star Katie Reid being the latest player sidelined due to the injury. Every season… pic.twitter.com/9YtqRQGHoE— Beyond The Pitch (@beyond_pitch) November 11, 2025
Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira