Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar 12. nóvember 2025 08:31 Það er oft talað um að innflytjendur þurfi að „aðlagast“. En hvað gerist þegar aðlögunin breytist í endalausa prófraun, þar sem þú ert alltaf gestur – sama hvað þú gerir? Á Íslandi hefur lengi verið sagt að innflytjendur þurfi að læra tungumálið, taka þátt, leggja sitt af mörkum og sýna vilja til að verða hluti af heildinni. Þá, samkvæmt ríkjandi orðræðu, muni þeir hljóta virðingu og samfélagsstað. En reynslan sýnir annað: Aðlögun virkar oft sem prófraun án endapunkts. Sama hversu mikið þú leggur þig fram, þá er hægt að færa marklínuna. Þú ert þátttakandi en samt gestur. Innan ramma, en ekki með rætur hér. Ég hef búið á Íslandi í 29 ár. Ég lærði íslensku án þess að standa til boða íslenskunám. Ég vann, greiddi skatta og ól upp börn sem fæddust hér, ólust upp hér og urðu hluti af íslensku samfélagi. Ég tók þátt í íþróttum, foreldrafélögum, félagsstarfi og menningarumhverfi. Ég kláraði stúdentspróf þegar það var talið ólíklegt. Ég lærði ensku á fullorðinsárum til þess að geta farið í háskóla. Ég lauk tveimur háskólagráðum, starfaði innan opinbera kerfisins og varð stjórnandi. Ég stofnaði fyrirtæki. Ég nýtti og skapaði tækifæri. Ég tók þátt í stjórnmálum. Ég hef ætíð tekið þátt í samfélagsumræðu og margir telja mig þekkja íslenskt samfélag dýpra en margur innfæddur. Ég gerði - og geri - allt það sem samfélagið segir að sé „nauðsynlegt“. Þrátt fyrir þetta er enn verið að draga upp aðgreiningu. Ekki beint með orðum, heldur með viðmóti, væntingum og stöðugum áminningum um „uppruna“. Það felst í litlum athugasemdum, afstöðu, svipbrigðum og því að áherslan er á það sem gerir mig frábrugðna – en ekki á þá staðreynd að líf mitt, rætur og framtíð eru hér. Þegar jafnvel ég, með rætur, menntun, ábyrgð og virka þátttöku, er samt skráð sem sú sem stendur í dyragættinni, þá er ljóst að vandinn liggur ekki hjá þeim sem flytur hingað. Vandinn liggur í hugmynd samfélagsins um sjálft sig. Í hugmyndinni um að tilheyra sé eitthvað sem samfélagið „veitir“ þeim sem standast óformlega, ósagða en síendurtekna prófraun. Það sem oft fer algerlega fram hjá fólki er hversu djúpt ég er rótgróin hér. Tengslanet mitt í íslensku samfélagi er vítt og sterkt - víðtækara en hjá mörgum Íslendingum sem hér eru fæddir. Ég hef starfað, lifað og hreyft mig innan samfélagsins á mörgum sviðum: í atvinnulífi, stjórnmálum, menntakerfi, félagsstarfi og íþróttum. Ég þekki fólk sem heldur þessu samfélagi uppi á ólíkum sviðum og stigum. Það hefur oft komið fólki á óvart – sérstaklega þeim sem gengu út frá því að ég stæði fyrir utan. Ég segi þetta ekki til að skreyta mig eða sýna stöðu, heldur vegna þess að það afhjúpar kjarna málsins:Ef jafnvel rótgróin manneskja með djúp tengsl og langa sögu er samt stöðugt staðsett sem „gestur“, þá er skilgreiningin á „okkur“ of þröng. Með allri minni þátttöku hef ég þegar sýnt þakklæti. Ég hef sýnt það í verki, árum saman. Og samt er látið í ljós, beint og óbeint, að það sé ekki nóg. Fólk segir mér að fara „heim“. Fullyrðir að ég sé vanþakklát. Margir munu telja mig vera það einmitt með þessum skrifum. En þakklæti á ekki að vera gjaldmiðill fyrir manngildi. Þakklæti á ekki að vera skilyrði fyrir virðingu. Þakklæti er ekki próf. Ég þarf ekki að taka próf samfélagsins endalaust til þess að teljast „nóg“. Og ég segi þetta afdráttarlaust og skýrt: Ég skrifa í fyrstu persónu, en ég hef minnstar áhyggjur af sjálfri mér. Ég hef rödd, rými og stöðu til að tala. Ef þetta er samt veruleiki minn, þá vitum við nákvæmlega hvernig það er fyrir þá sem hafa minni möguleika. Fyrir þau sem eru nýkomin. Fyrir þau sem tala brotnara mál. Fyrir þau sem bera á sér lit eða menningu sem passar ekki í formið. Fyrir þau sem lifa við þögn af sjálfsvörn. Þetta er ekki saga um mig. Þetta er vitnisburður um kerfi sem ætlast til þakklætis frá fólki sem þarf að lifa með því að vera stöðugt sett til hliðar. Rótfesta er ekki eitthvað sem maður fær leyfi fyrir. Hún er ekki umbun. Hún er ekki verðlaun. Rótfesta gerist í lífi: í árunum, í nánd, í því að búa, vinna, syrgja, hlæja, elska, ala börn og mæta samfélaginu á hverjum degi. Rótfesta er staðreynd. Ég er rótfast hér. Ég þarf ekki staðfestingu á því. Ég er staðfestingin. Það sem þarf að breytast er ekki innflytjandinn. Það sem þarf að breytast er hugmynd samfélagsins um sjálft sig. Samfélag sem er öruggt þarf ekki dyraverði. Það þarf ekki prófraunir. Það þarf ekki að skera fólk út úr norminu með tungumálahrósi og staðsetjandi spurningum. Samfélag sem er öruggt skilur að rætur geta verið fleiri en einnar gerðar. Ef þú lest þetta og hugsar: „Já, en sumir leggja sig samt ekki nóg fram,“ þá spyr ég:Hver setti mælikvarðann?Hver hefur vald til að meta?Og hvað, í raun, er verið að verja? Ég er ekki að biðja um inngöngu. Ég er ekki að óska eftir samþykki. Ég er ekki að reyna að verða eitthvað annað.Ég er hér.Ég er rótfast. Spurningin er því ekki lengur mín. Heldur samfélagsins. Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Höfundur er stjórnmálafræðingur, samfélagsrýnir og rödd þeirra sem byggja líf á nýjum stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jasmina Vajzović Crnac Innflytjendamál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það er oft talað um að innflytjendur þurfi að „aðlagast“. En hvað gerist þegar aðlögunin breytist í endalausa prófraun, þar sem þú ert alltaf gestur – sama hvað þú gerir? Á Íslandi hefur lengi verið sagt að innflytjendur þurfi að læra tungumálið, taka þátt, leggja sitt af mörkum og sýna vilja til að verða hluti af heildinni. Þá, samkvæmt ríkjandi orðræðu, muni þeir hljóta virðingu og samfélagsstað. En reynslan sýnir annað: Aðlögun virkar oft sem prófraun án endapunkts. Sama hversu mikið þú leggur þig fram, þá er hægt að færa marklínuna. Þú ert þátttakandi en samt gestur. Innan ramma, en ekki með rætur hér. Ég hef búið á Íslandi í 29 ár. Ég lærði íslensku án þess að standa til boða íslenskunám. Ég vann, greiddi skatta og ól upp börn sem fæddust hér, ólust upp hér og urðu hluti af íslensku samfélagi. Ég tók þátt í íþróttum, foreldrafélögum, félagsstarfi og menningarumhverfi. Ég kláraði stúdentspróf þegar það var talið ólíklegt. Ég lærði ensku á fullorðinsárum til þess að geta farið í háskóla. Ég lauk tveimur háskólagráðum, starfaði innan opinbera kerfisins og varð stjórnandi. Ég stofnaði fyrirtæki. Ég nýtti og skapaði tækifæri. Ég tók þátt í stjórnmálum. Ég hef ætíð tekið þátt í samfélagsumræðu og margir telja mig þekkja íslenskt samfélag dýpra en margur innfæddur. Ég gerði - og geri - allt það sem samfélagið segir að sé „nauðsynlegt“. Þrátt fyrir þetta er enn verið að draga upp aðgreiningu. Ekki beint með orðum, heldur með viðmóti, væntingum og stöðugum áminningum um „uppruna“. Það felst í litlum athugasemdum, afstöðu, svipbrigðum og því að áherslan er á það sem gerir mig frábrugðna – en ekki á þá staðreynd að líf mitt, rætur og framtíð eru hér. Þegar jafnvel ég, með rætur, menntun, ábyrgð og virka þátttöku, er samt skráð sem sú sem stendur í dyragættinni, þá er ljóst að vandinn liggur ekki hjá þeim sem flytur hingað. Vandinn liggur í hugmynd samfélagsins um sjálft sig. Í hugmyndinni um að tilheyra sé eitthvað sem samfélagið „veitir“ þeim sem standast óformlega, ósagða en síendurtekna prófraun. Það sem oft fer algerlega fram hjá fólki er hversu djúpt ég er rótgróin hér. Tengslanet mitt í íslensku samfélagi er vítt og sterkt - víðtækara en hjá mörgum Íslendingum sem hér eru fæddir. Ég hef starfað, lifað og hreyft mig innan samfélagsins á mörgum sviðum: í atvinnulífi, stjórnmálum, menntakerfi, félagsstarfi og íþróttum. Ég þekki fólk sem heldur þessu samfélagi uppi á ólíkum sviðum og stigum. Það hefur oft komið fólki á óvart – sérstaklega þeim sem gengu út frá því að ég stæði fyrir utan. Ég segi þetta ekki til að skreyta mig eða sýna stöðu, heldur vegna þess að það afhjúpar kjarna málsins:Ef jafnvel rótgróin manneskja með djúp tengsl og langa sögu er samt stöðugt staðsett sem „gestur“, þá er skilgreiningin á „okkur“ of þröng. Með allri minni þátttöku hef ég þegar sýnt þakklæti. Ég hef sýnt það í verki, árum saman. Og samt er látið í ljós, beint og óbeint, að það sé ekki nóg. Fólk segir mér að fara „heim“. Fullyrðir að ég sé vanþakklát. Margir munu telja mig vera það einmitt með þessum skrifum. En þakklæti á ekki að vera gjaldmiðill fyrir manngildi. Þakklæti á ekki að vera skilyrði fyrir virðingu. Þakklæti er ekki próf. Ég þarf ekki að taka próf samfélagsins endalaust til þess að teljast „nóg“. Og ég segi þetta afdráttarlaust og skýrt: Ég skrifa í fyrstu persónu, en ég hef minnstar áhyggjur af sjálfri mér. Ég hef rödd, rými og stöðu til að tala. Ef þetta er samt veruleiki minn, þá vitum við nákvæmlega hvernig það er fyrir þá sem hafa minni möguleika. Fyrir þau sem eru nýkomin. Fyrir þau sem tala brotnara mál. Fyrir þau sem bera á sér lit eða menningu sem passar ekki í formið. Fyrir þau sem lifa við þögn af sjálfsvörn. Þetta er ekki saga um mig. Þetta er vitnisburður um kerfi sem ætlast til þakklætis frá fólki sem þarf að lifa með því að vera stöðugt sett til hliðar. Rótfesta er ekki eitthvað sem maður fær leyfi fyrir. Hún er ekki umbun. Hún er ekki verðlaun. Rótfesta gerist í lífi: í árunum, í nánd, í því að búa, vinna, syrgja, hlæja, elska, ala börn og mæta samfélaginu á hverjum degi. Rótfesta er staðreynd. Ég er rótfast hér. Ég þarf ekki staðfestingu á því. Ég er staðfestingin. Það sem þarf að breytast er ekki innflytjandinn. Það sem þarf að breytast er hugmynd samfélagsins um sjálft sig. Samfélag sem er öruggt þarf ekki dyraverði. Það þarf ekki prófraunir. Það þarf ekki að skera fólk út úr norminu með tungumálahrósi og staðsetjandi spurningum. Samfélag sem er öruggt skilur að rætur geta verið fleiri en einnar gerðar. Ef þú lest þetta og hugsar: „Já, en sumir leggja sig samt ekki nóg fram,“ þá spyr ég:Hver setti mælikvarðann?Hver hefur vald til að meta?Og hvað, í raun, er verið að verja? Ég er ekki að biðja um inngöngu. Ég er ekki að óska eftir samþykki. Ég er ekki að reyna að verða eitthvað annað.Ég er hér.Ég er rótfast. Spurningin er því ekki lengur mín. Heldur samfélagsins. Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Höfundur er stjórnmálafræðingur, samfélagsrýnir og rödd þeirra sem byggja líf á nýjum stað.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun