Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2025 12:11 Lögreglumenn hlaupa á eftir mótmælendum sem stöðvuðu kolavinnslu í Rínarlöndum í Þýskalandi árið 2017. Kol eru ekki aðeins versta jarðefnaeldsneytið hvað losun gróðurhúsalofttegunda varðar heldur losar bruni af þeim mest magn eiturefna út í andrúmsloftið. Vísir/EPA Notkun mannkynsins á jarðefnaeldsneyti nær hámarki á þessum áratug ef ríki heims halda sig við þau loforð sem þau hafa gefið. Engu að síður stefnir í meiri hnattræna hlýnun en áður samkvæmt mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Bruni á kolum er nú talinn í hámarki eða nærri því og olíunotkun í kringum árið 2030 í úttekt stofnunarinnar á orkumálum í heiminum sem birt var við upphaf loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Brasilíu. Hún byggir á stefnuskrám ríkja heims. Gas er talið ná hámarki nokkru síðar, eða um miðjan fjórða áratuginn. Þrátt fyrir þetta eru framtíðarhorfurnar dekkri nú en fyrir ári. Kolabruni er nú talinn verða sex prósent meiri en áður, það tekur lengri tíma að draga úr olíunotkun og hámark jarðgasnotkun verður hærri en áður var reiknað með, að því er kemur fram í frétt loftslagsvefsins Carbon Brief um úttektina. Út frá þessum forsendum telur alþjóðastofnunin að hnattræn hlýnun nái 2,5 gráðum á þessari öld, 0,1 gráðu meira en hún reiknaði með fyrir ári. Það er langt umfram takmark Parísarsamningsins um að hlýnun verði innan við tvær gráður og helst eina og hálfa. Þrefalt meiri hlýnun ef fallið verður frá loforðum Stjórnarskipti í Bandaríkjunum í byrjun árs hafa sett töluvert strik í reikning alþjóðlegra loftslagsaðgerða en ríkisstjórn Donalds Trump og repúblikana viðurkennir ekki vísindalega þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga. Alþjóðaorkumálastofnunin er sögð hafa látið undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar um tekið aftur upp útreikninga á sviðsmynd sem gerir ráð fyrir að ríki heims falli frá frekari loftslagsaðgerðum sem hafa ekki þegar berið bundnar í lög. Ef miðað er við þær forsendur gæti hlýnun jarðar náð 2,9 gráðum fyrir lok aldarinnar. Það er nærri því þrefalt meiri hlýnun en menn hafa valdið með losun gróðurhúsalofttegunda á tveimur öldum frá iðnbyltingu. Í þessari sviðsmynd sem Bandaríkjastjórn vonast eftir að verði að veruleika hélti eftirspurn eftir olíu og gasi áfram að aukast og kolabruni drægist hægar saman. Líklegast að skotið verði yfir markið Stofnunin telur útilokað að það takist að halda hlýnun innan við eina og hálfa gráðu án þess að farið verið yfir það mark áður. Hlýnun gæti þá náð 1,65 gráðum áður en hún stöðvaðist. Það er um hálfri gráðu meira en núverandi hlýnun frá iðnbyltingu. Eina leiðin til þess að koma hlýnun aftur undir eina og hálfa gráðu eftir slíka framúrkeyrslu væri ekki aðeins að stöðva nettólosun gróðurhúsalofttegunda heldur þyrfti markvisst að binda koltvísýring úr lofti með einhverjum hætti. Slíkar bindingaraðferðir eru enn sem komið er tiltölulega skammt á veg komnar og eins og stendur eru þær alls ekki á þeim skala að þær dygðu til þess að vinda ofan af þeirri hlýnun sem er fyrirséð að verði. Svissneska fyrirtækið Climeworks, sem er með starfsemi við Hellisheiðarvirkjun, er á meðal stærstu verkefna sinna tegundar sem gengur út á að soga koltvísýring beint úr andrúmslofti en það er enn í uppbyggingu. Kolefnið sem vélar fyrirtækisins fanga úr lofti er bundið í jörðu með tækni Carbfix, dótturfélags Orkuveitunnar, sem fargar kolefni varanlega í berg. Jarðefnaeldsneyti Orkumál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bílar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Bruni á kolum er nú talinn í hámarki eða nærri því og olíunotkun í kringum árið 2030 í úttekt stofnunarinnar á orkumálum í heiminum sem birt var við upphaf loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Brasilíu. Hún byggir á stefnuskrám ríkja heims. Gas er talið ná hámarki nokkru síðar, eða um miðjan fjórða áratuginn. Þrátt fyrir þetta eru framtíðarhorfurnar dekkri nú en fyrir ári. Kolabruni er nú talinn verða sex prósent meiri en áður, það tekur lengri tíma að draga úr olíunotkun og hámark jarðgasnotkun verður hærri en áður var reiknað með, að því er kemur fram í frétt loftslagsvefsins Carbon Brief um úttektina. Út frá þessum forsendum telur alþjóðastofnunin að hnattræn hlýnun nái 2,5 gráðum á þessari öld, 0,1 gráðu meira en hún reiknaði með fyrir ári. Það er langt umfram takmark Parísarsamningsins um að hlýnun verði innan við tvær gráður og helst eina og hálfa. Þrefalt meiri hlýnun ef fallið verður frá loforðum Stjórnarskipti í Bandaríkjunum í byrjun árs hafa sett töluvert strik í reikning alþjóðlegra loftslagsaðgerða en ríkisstjórn Donalds Trump og repúblikana viðurkennir ekki vísindalega þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga. Alþjóðaorkumálastofnunin er sögð hafa látið undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar um tekið aftur upp útreikninga á sviðsmynd sem gerir ráð fyrir að ríki heims falli frá frekari loftslagsaðgerðum sem hafa ekki þegar berið bundnar í lög. Ef miðað er við þær forsendur gæti hlýnun jarðar náð 2,9 gráðum fyrir lok aldarinnar. Það er nærri því þrefalt meiri hlýnun en menn hafa valdið með losun gróðurhúsalofttegunda á tveimur öldum frá iðnbyltingu. Í þessari sviðsmynd sem Bandaríkjastjórn vonast eftir að verði að veruleika hélti eftirspurn eftir olíu og gasi áfram að aukast og kolabruni drægist hægar saman. Líklegast að skotið verði yfir markið Stofnunin telur útilokað að það takist að halda hlýnun innan við eina og hálfa gráðu án þess að farið verið yfir það mark áður. Hlýnun gæti þá náð 1,65 gráðum áður en hún stöðvaðist. Það er um hálfri gráðu meira en núverandi hlýnun frá iðnbyltingu. Eina leiðin til þess að koma hlýnun aftur undir eina og hálfa gráðu eftir slíka framúrkeyrslu væri ekki aðeins að stöðva nettólosun gróðurhúsalofttegunda heldur þyrfti markvisst að binda koltvísýring úr lofti með einhverjum hætti. Slíkar bindingaraðferðir eru enn sem komið er tiltölulega skammt á veg komnar og eins og stendur eru þær alls ekki á þeim skala að þær dygðu til þess að vinda ofan af þeirri hlýnun sem er fyrirséð að verði. Svissneska fyrirtækið Climeworks, sem er með starfsemi við Hellisheiðarvirkjun, er á meðal stærstu verkefna sinna tegundar sem gengur út á að soga koltvísýring beint úr andrúmslofti en það er enn í uppbyggingu. Kolefnið sem vélar fyrirtækisins fanga úr lofti er bundið í jörðu með tækni Carbfix, dótturfélags Orkuveitunnar, sem fargar kolefni varanlega í berg.
Jarðefnaeldsneyti Orkumál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bílar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira