Jarðefnaeldsneyti

Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans
Stefnt er að kolefnishlutleysi skipaflota heimsins fyrir miðja öldina í samkomulagi sem aðildarríki Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar samþykktu í síðustu viku. Skip sem losa of mikið verða sektuð en þeim sem draga úr losun verður umbunað.

Að leita er að læra
Undanfarið hefur umræðan um olíuleit við Ísland einkennst af neitunartón. Umræðunni hefur gjarnan verið lokað áður en hún náði að hefjast – og rætt hefur verið um málið eins og ákvörðun hafi þegar verið tekin. En nú heyrum við breyttan tón: „ekki á dagskrá“ er nýja línan.

„Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“
Fyrrverandi umhverfisráðherra segir það um að gera að leita að olíu á Drekasvæðinu, ef einhver sækist eftir því. Enginn hafi viljað hefja leit á meðan hann sat í ráðherrastólnum. Það varði þjóðaröryggi að Íslendingar geti séð sjálfir fyrir orkunotkun sinni.

Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands
Síðasta kolaorkuveri Finnlands sem enn var í daglegri notkun var lokað í gær. Eftirspurn eftir kolum hefur hrunið vegna aukins framboðs á endurnýjanlegri orku og yfirvofandi banns við kolabruna.

Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum
Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir það vilja einbeita sér meira að olíuleit á Drekasvæðinu ef stjórnvöldum sé ekki alvara með áformum um orkuskipti. Áform um græna orkuframleiðslu á Reyðarfirði séu á ís vegna orkuskorts.

Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin
Bæjarráð Fjarðabyggðar beinir því til stjórnvalda að meta að nýju hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu í ljósi þess að orkuskipti ganga hægar en gert var ráð fyrir. Þetta segir í bókun sem samþykkt var á bæjarráðsfundi í gær.

Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla
Rúmur fimmtungur nýskráðra fólksbíla í janúar var bensín- eða dísilknúinn. Tæplega sex hundruð bílar voru nýskráðir og fjölgaði þeim um hátt í þriðjung á milli ára.

Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024
Sólarorka sá Evrópu fyrir 11 prósentum af rafmagnsnotkun álfunnar árið 2024 en kolabrennsla fyrir 10 prósentum. Sérfræðingar segja um að ræða stór tímamót.

Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur
Skemmdarverkin sem voru unnin á Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti árið 2022 voru umfangsmesti leki gróðurhúsalofttegundarinnar metans sem um getur. Losunin var margfalt meiri en vísindamenn áætluðu fyrst eftir sprengingarnar.

Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu
Flutningur á rússnesku gasi í gegnum Úkraínu til Evrópu hefur nú loks stöðvast að fullu. Þrátt fyrir stríðið sem geisað hefur frá innrás Rússa í Úkraínu hafa gasflutningar haldið áfram vegna samnings sem undirritaður var árið 2019.

Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins
Útlit er fyrir að bruni á jarðgasi stóraukist í Bandaríkjunum á næstu árum vegna óseðjandi þarfar gervigreindartækninnar fyrir raforku. Dæmi eru um að tæknifyrirtæki ætli sér að reisa gasorkuver sérstaklega fyrir gagnaver sín.