„Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. nóvember 2025 14:01 Agla María er fyrirliði Íslandsmeistaranna. vísir Íslandsmeistarar Breiðabliks rúlla boltanum af stað í glænýrri Evrópubikarkeppni á Kópavogsvelli í kvöld. Fortuna Hjörring kemur í heimsókn og Blikafyrirliðinn Agla María Albertsdóttir er spennt að máta liðið við dönsku meistarana. „Ég er mjög spennt að sjá hvað þær geta, eða þannig, sjá hversu góð danska deildin er. Alltaf gaman að mæta alvöru liði“ sagði Agla María í samtali við Vísi. „Ég átta mig ekki alveg fullkomnlega á því [hvar íslensku meistararnir standa gegn dönsku meisturunum], við erum bara búnar að fara yfir leiki sem þær spila í deildinni hjá sér. Ég held að danska deildin sé betri en sú íslenska, en hversu mikið betri? Maður áttar sig ekki alveg á því, en þetta er mjög vel spilandi lið“ sagði Agla María einnig um andstæðing kvöldsins en tók fram að Breiðablik stefndi á að afsanna það, að danska deildin væri betri en sú íslenska. Tæpur mánuður síðan tímabilið í Bestu kláraðist Undirbúningurinn fyrir þetta tveggja leikja einvígi hefur verið aðeins slitróttur hjá Blikunum því tímabilið í Bestu deildinni kláraðist fyrir tæpum mánuði. „Flestar fengu frí eftir að við kláruðum deildina, sem var mjög gott, en ég var reyndar í landsliðsverkefni. Svo byrjuðu æfingar aftur eftir það, þannig að þetta hefur ekkert verið svo langur tími og það er bara skemmtilegra að spila svona leik, frekar en að vera að byrja undirbúningstímabil. Þetta er bara gaman.“ Síðustu leikirnir undir stjórn Nik Þessir tveir leikir, á Kópavogsvelli í kvöld og úti í Danmörku næsta miðvikudag, verða síðustu leikir liðsins undir stjórn Nik Chamberlain og aðstoðarþjálfara hans, Eddu Garðarsdóttur. Ian Jeffs tekur svo við störfum sem nýr aðalþjálfari liðsins, hann er reyndar nú þegar byrjaður í skrifstofustörfunum og hefur átt í fullu fangi við að framlengja samninga við leikmenn liðsins. Agla María er ekki ein af þeim sextán sem eru að renna út á samningi og líst vel á verðandi þjálfarann. „Ég er með samning í eitt ár til viðbótar en það eru margar sem eiga eftir að semja og vonandi klárast það fljótlega. Gott að Berglind sé búin að semja og nú þegar það er búið að ráða nýjan þjálfara eru leikmenn auðvitað líklegri til að vilja endursemja, það er lykilatriði. Ég var mjög sátt með þessa ráðningu. Mér datt hún að vísu ekki strax í hug, þegar við vorum að velta fyrir okkur nýjum þjálfara, en ég þekki aðeins til hans og hann er virkilega góður taktískur þjálfari. Smástund síðan hann var í kvennaboltanum en ég held að þetta sé mjög öflug ráðning fyrir okkur.“ Breiðablik Evrópubikar kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur framlengt samning sinn við Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks. 7. nóvember 2025 10:43 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
„Ég er mjög spennt að sjá hvað þær geta, eða þannig, sjá hversu góð danska deildin er. Alltaf gaman að mæta alvöru liði“ sagði Agla María í samtali við Vísi. „Ég átta mig ekki alveg fullkomnlega á því [hvar íslensku meistararnir standa gegn dönsku meisturunum], við erum bara búnar að fara yfir leiki sem þær spila í deildinni hjá sér. Ég held að danska deildin sé betri en sú íslenska, en hversu mikið betri? Maður áttar sig ekki alveg á því, en þetta er mjög vel spilandi lið“ sagði Agla María einnig um andstæðing kvöldsins en tók fram að Breiðablik stefndi á að afsanna það, að danska deildin væri betri en sú íslenska. Tæpur mánuður síðan tímabilið í Bestu kláraðist Undirbúningurinn fyrir þetta tveggja leikja einvígi hefur verið aðeins slitróttur hjá Blikunum því tímabilið í Bestu deildinni kláraðist fyrir tæpum mánuði. „Flestar fengu frí eftir að við kláruðum deildina, sem var mjög gott, en ég var reyndar í landsliðsverkefni. Svo byrjuðu æfingar aftur eftir það, þannig að þetta hefur ekkert verið svo langur tími og það er bara skemmtilegra að spila svona leik, frekar en að vera að byrja undirbúningstímabil. Þetta er bara gaman.“ Síðustu leikirnir undir stjórn Nik Þessir tveir leikir, á Kópavogsvelli í kvöld og úti í Danmörku næsta miðvikudag, verða síðustu leikir liðsins undir stjórn Nik Chamberlain og aðstoðarþjálfara hans, Eddu Garðarsdóttur. Ian Jeffs tekur svo við störfum sem nýr aðalþjálfari liðsins, hann er reyndar nú þegar byrjaður í skrifstofustörfunum og hefur átt í fullu fangi við að framlengja samninga við leikmenn liðsins. Agla María er ekki ein af þeim sextán sem eru að renna út á samningi og líst vel á verðandi þjálfarann. „Ég er með samning í eitt ár til viðbótar en það eru margar sem eiga eftir að semja og vonandi klárast það fljótlega. Gott að Berglind sé búin að semja og nú þegar það er búið að ráða nýjan þjálfara eru leikmenn auðvitað líklegri til að vilja endursemja, það er lykilatriði. Ég var mjög sátt með þessa ráðningu. Mér datt hún að vísu ekki strax í hug, þegar við vorum að velta fyrir okkur nýjum þjálfara, en ég þekki aðeins til hans og hann er virkilega góður taktískur þjálfari. Smástund síðan hann var í kvennaboltanum en ég held að þetta sé mjög öflug ráðning fyrir okkur.“
Breiðablik Evrópubikar kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur framlengt samning sinn við Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks. 7. nóvember 2025 10:43 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur framlengt samning sinn við Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks. 7. nóvember 2025 10:43
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti