Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar 14. nóvember 2025 07:30 Eins og flestir hafa orðið varir við styttist nú óðum í sveitarstjórnarkosningar. Á sama tíma hefur fjármálastjórn meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar Leiðar/Viðreisnar farið sífellt versnandi. Það sést meðal annars á seinkunum í greiðslum til verktaka, sífelldum stoppum á framkvæmdum og því að sveitarfélagið stendur gjarnan án handbærs fjár í lok mánaðar. Því miður mætti lengi telja fleiri dæmi. Til að bregðast við þessari stöðu, sem meirihlutinn hefur sjálfur skapað, og til að greiða niður skammtímalán sem tekið var fyrr á árinu hefur nú verið samþykkt að taka langtímalán. Það er ekki óeðlilegt að sveitarfélög taki lán til að ráðast í brýn verkefni. Slíkt er stundum nauðsynlegt. Hins vegar er afar óeðlilegt að gera það á þann hátt sem vinstrimeirihlutinn hefur nú ákveðið að gera. Þessi vinnubrögð meirihlutans eru okkur þvert um geð. Við viljum sjá sveitarfélagið rekið á sjálfbæran hátt, en ekki með sífelldum skammtímalánum sem eru svo fjármögnuð upp á nýtt með langtímalánum. Áður en meirihlutinn samþykkti sína leið lágu fyrir bæjarráði nokkrir valkostir. Ein leið fól í sér að taka 2,5 milljarða króna lán, meðal annars til greiða niður skammtímalánið. Í þeirri leið hefði þurft að stöðva framkvæmdir við Holtaskóla, Myllubakkaskóla og leikskólann Drekadal. Önnur leið gerði ráð fyrir láni upp á 3,2 milljarða króna, sem myndi gera sveitarfélaginu kleift að halda áfram fyrrnefndum framkvæmdum. Sjálfstæðismenn studdu þá leið að taka 3,2 milljarða króna lán, bæði til að greiða niður skammtímalánið og ljúka skóla- og leikskólaframkvæmdum út árið. Það er brýnt að börnin okkar komist aftur í kennslustofurnar og að fjölga leikskólaplássum, enda hefur meirihlutinn skapað ófremdarástand í leikskólamálum. En meirihlutinn valdi ekki þessa ábyrgari leið. Þvert á móti virtist hann spyrja sig: Af hverju að stoppa við rúma þrjá milljarða þegar hægt er að fá fjóra? Meirihlutinn samþykkti nefnilega þá leið sem ég leyfi mér að nefna óráðsíuleiðina. Hún felur í sér að taka 3,2 milljarða króna lán fyrir framkvæmdum og skammtímaláni, en smyrja svo þar að auki 800 milljónum króna ofan á lánið. Samtals nemur lánið því 4 milljörðum króna. Og í hvað eiga þessar 800 milljónir að fara? Að sögn meirihlutans: í ófyrirséðan kostnað. Þægilegt að eiga slíkan sjóð í aðdraganda kosninga, eða er kannski verið að viðurkenna að framkvæmdakostnaður muni ekki standast áætlanir líkt og gerst hefur með nánast allar áætlanir þessa meirihluta? Sú staðreynd stendur eftir að það eru bæjarbúar sem munu þurfa að standa undir þessum 800 milljónum, á sama tíma og meðalaldur barna sem hefja leikskóladvöl er hæstur á landinu í Reykjanesbæ. Samfylkingunni í Reykjanesbæ hefur tekist að feta í fótspor flokksfélaga sinna í Reykjavík í leikskólamálum, skipulagsmálum og nú í fjármálum. Á sama tíma og nær öll sveitarfélög líta á Reykjavíkurmeirihlutann sem skýrt dæmi um hvernig ekki eigi að gera hlutina, lítur Samfylkingin í Reykjanesbæ á sama meirihluta sem fyrirmynd. Ég tel að íbúar Reykjanesbæjar séu orðnir langþreyttir á þessum vinnubrögðum. Við sjálfstæðismenn viljum ekki að sveitarfélagið sé rekið frá mánuði til mánaðar, heldur frá ári til árs. Nauðsynlegt er að gera reksturinn sjálfbæran svo hægt sé að blása til sóknar og tryggja bestu grunnþjónustu sem völ er á. Fjölskyldur í Reykjanesbæ eiga ekki að þurfa að sætta sig við neitt minna. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Reykjanesbær Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Eins og flestir hafa orðið varir við styttist nú óðum í sveitarstjórnarkosningar. Á sama tíma hefur fjármálastjórn meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar Leiðar/Viðreisnar farið sífellt versnandi. Það sést meðal annars á seinkunum í greiðslum til verktaka, sífelldum stoppum á framkvæmdum og því að sveitarfélagið stendur gjarnan án handbærs fjár í lok mánaðar. Því miður mætti lengi telja fleiri dæmi. Til að bregðast við þessari stöðu, sem meirihlutinn hefur sjálfur skapað, og til að greiða niður skammtímalán sem tekið var fyrr á árinu hefur nú verið samþykkt að taka langtímalán. Það er ekki óeðlilegt að sveitarfélög taki lán til að ráðast í brýn verkefni. Slíkt er stundum nauðsynlegt. Hins vegar er afar óeðlilegt að gera það á þann hátt sem vinstrimeirihlutinn hefur nú ákveðið að gera. Þessi vinnubrögð meirihlutans eru okkur þvert um geð. Við viljum sjá sveitarfélagið rekið á sjálfbæran hátt, en ekki með sífelldum skammtímalánum sem eru svo fjármögnuð upp á nýtt með langtímalánum. Áður en meirihlutinn samþykkti sína leið lágu fyrir bæjarráði nokkrir valkostir. Ein leið fól í sér að taka 2,5 milljarða króna lán, meðal annars til greiða niður skammtímalánið. Í þeirri leið hefði þurft að stöðva framkvæmdir við Holtaskóla, Myllubakkaskóla og leikskólann Drekadal. Önnur leið gerði ráð fyrir láni upp á 3,2 milljarða króna, sem myndi gera sveitarfélaginu kleift að halda áfram fyrrnefndum framkvæmdum. Sjálfstæðismenn studdu þá leið að taka 3,2 milljarða króna lán, bæði til að greiða niður skammtímalánið og ljúka skóla- og leikskólaframkvæmdum út árið. Það er brýnt að börnin okkar komist aftur í kennslustofurnar og að fjölga leikskólaplássum, enda hefur meirihlutinn skapað ófremdarástand í leikskólamálum. En meirihlutinn valdi ekki þessa ábyrgari leið. Þvert á móti virtist hann spyrja sig: Af hverju að stoppa við rúma þrjá milljarða þegar hægt er að fá fjóra? Meirihlutinn samþykkti nefnilega þá leið sem ég leyfi mér að nefna óráðsíuleiðina. Hún felur í sér að taka 3,2 milljarða króna lán fyrir framkvæmdum og skammtímaláni, en smyrja svo þar að auki 800 milljónum króna ofan á lánið. Samtals nemur lánið því 4 milljörðum króna. Og í hvað eiga þessar 800 milljónir að fara? Að sögn meirihlutans: í ófyrirséðan kostnað. Þægilegt að eiga slíkan sjóð í aðdraganda kosninga, eða er kannski verið að viðurkenna að framkvæmdakostnaður muni ekki standast áætlanir líkt og gerst hefur með nánast allar áætlanir þessa meirihluta? Sú staðreynd stendur eftir að það eru bæjarbúar sem munu þurfa að standa undir þessum 800 milljónum, á sama tíma og meðalaldur barna sem hefja leikskóladvöl er hæstur á landinu í Reykjanesbæ. Samfylkingunni í Reykjanesbæ hefur tekist að feta í fótspor flokksfélaga sinna í Reykjavík í leikskólamálum, skipulagsmálum og nú í fjármálum. Á sama tíma og nær öll sveitarfélög líta á Reykjavíkurmeirihlutann sem skýrt dæmi um hvernig ekki eigi að gera hlutina, lítur Samfylkingin í Reykjanesbæ á sama meirihluta sem fyrirmynd. Ég tel að íbúar Reykjanesbæjar séu orðnir langþreyttir á þessum vinnubrögðum. Við sjálfstæðismenn viljum ekki að sveitarfélagið sé rekið frá mánuði til mánaðar, heldur frá ári til árs. Nauðsynlegt er að gera reksturinn sjálfbæran svo hægt sé að blása til sóknar og tryggja bestu grunnþjónustu sem völ er á. Fjölskyldur í Reykjanesbæ eiga ekki að þurfa að sætta sig við neitt minna. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun