Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Jón Ísak Ragnarsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 13. nóvember 2025 21:46 Birgir Þórarinsson er meðal þeirra sem hafa haldið utan um tónleikana. Sýn Í kvöld fóru fram í Dómkirkjunni í Reykjavík styrktartónleikar fyrir kristna flóttamenn frá héraðinu Nagorno-Karabakh í Armeníu. Birgir Þórarinsson, fyrrverandi alþingismaður, hélt utan um tónleikana. Um 120 þúsund manns þurftu að flýja Nagorno-Karabakh héraðið í Armeníu vegna stríðsátaka árið 2023. Á tónleikunum í kvöld var meðal annars fyrrverandi forsætisráðherra héraðsins, en allur ágóði af tónleikunum rennur óskiptur í hjálparstarf. Birgir Þórarinsson heimsótti héraðið sjálfur árið 2020. „Árið 2020 fór ég sem þingmaður til Nagorno-Karabakh þegar stríðið geisaði þar, og ég sá með eigin augum þær hörmungar sem fylgja stríðsrekstri gagnvart almennum borgurum,“ segir Birgir. „Þar kynntist ég forsætisráðherranum, og hann sagði mér síðan að hann væri að koma til Íslands og halda hér þessa tónleika, í framhaldi af því að fara til Færeyja.“ „Ég hef svona verið að hjálpa til við þetta, og auk þess Margrét Bóasdóttir frá Þjóðkirkjunni, og við erum að vonast eftir því að sem flestir komi.“ Hópurinn gleymdur Birgir segir að staðan sé erfið hjá þessum hópi fólks. „Það voru 120 þúsund manns sem þurftu að flýja sín heimkynni, og þjóðarbrotið hefur búið í Karabakh í sautján hundruð ár, en nú er enginn þar og þau búa sem flóttamenn í Armeníu við erfiðar aðstæður.“ „Við erum að reyna styrkja þetta starf, og dönsku hjálparsamtökin 10-40, þau halda utan um það og við erum að styrkja þau í því.“ Markmið tónleikanna sé meðal annars að vekja athygli á málstaðnum. „Það hefur gengið mjög vel, ég held að þetta skipti verulega miklu máli, og einnig vegna þess að þessi hópur er bara gleymdur í því ástandi sem ríkir í heiminum.“ „Þess vegna er mjög mikilvægt að vekja athygli á málstaðnum, og það munar um hvert framlag í þessu. Þannig við höfum miklar væntingar um það að við getum hjálpað fólki sem á við erfiðleika að stríða, og eigi þá vonandi betri jól en stefnir í.“ Flóttamenn Armenía Tónleikar á Íslandi Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Um 120 þúsund manns þurftu að flýja Nagorno-Karabakh héraðið í Armeníu vegna stríðsátaka árið 2023. Á tónleikunum í kvöld var meðal annars fyrrverandi forsætisráðherra héraðsins, en allur ágóði af tónleikunum rennur óskiptur í hjálparstarf. Birgir Þórarinsson heimsótti héraðið sjálfur árið 2020. „Árið 2020 fór ég sem þingmaður til Nagorno-Karabakh þegar stríðið geisaði þar, og ég sá með eigin augum þær hörmungar sem fylgja stríðsrekstri gagnvart almennum borgurum,“ segir Birgir. „Þar kynntist ég forsætisráðherranum, og hann sagði mér síðan að hann væri að koma til Íslands og halda hér þessa tónleika, í framhaldi af því að fara til Færeyja.“ „Ég hef svona verið að hjálpa til við þetta, og auk þess Margrét Bóasdóttir frá Þjóðkirkjunni, og við erum að vonast eftir því að sem flestir komi.“ Hópurinn gleymdur Birgir segir að staðan sé erfið hjá þessum hópi fólks. „Það voru 120 þúsund manns sem þurftu að flýja sín heimkynni, og þjóðarbrotið hefur búið í Karabakh í sautján hundruð ár, en nú er enginn þar og þau búa sem flóttamenn í Armeníu við erfiðar aðstæður.“ „Við erum að reyna styrkja þetta starf, og dönsku hjálparsamtökin 10-40, þau halda utan um það og við erum að styrkja þau í því.“ Markmið tónleikanna sé meðal annars að vekja athygli á málstaðnum. „Það hefur gengið mjög vel, ég held að þetta skipti verulega miklu máli, og einnig vegna þess að þessi hópur er bara gleymdur í því ástandi sem ríkir í heiminum.“ „Þess vegna er mjög mikilvægt að vekja athygli á málstaðnum, og það munar um hvert framlag í þessu. Þannig við höfum miklar væntingar um það að við getum hjálpað fólki sem á við erfiðleika að stríða, og eigi þá vonandi betri jól en stefnir í.“
Flóttamenn Armenía Tónleikar á Íslandi Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira