Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2025 08:47 Ungir nýliðar við æfingar. Getty/Federico Gambarini Stjórnarflokkarnir í Þýskalandi hafa komið sér saman um aðgerðir sem miða að því að efla herafla landsins. Allir 18 ára karlar verða nú látnir svara spurningalista um getu þeirra til að þjóna í hernum og þá verða þeir, frá árinu 2027, látnir gangast undir heilbrigðisskoðun. Stjórnvöld í Þýskalandi hafa sett sér það markmið að eignast stærsta her Evrópu. Armin Papperger, yfirmaður Rheinmetall, stærsta vopnaframleiðanda Þýskalands, segir í samtali við BBC að það muni mögulega nást á næstu fimm árum. Hershöfðinginn Carsten Breuer, yfirmaður varnarmála, sagði fyrr á þessu ári að Atlantshafsbandalagið þyrfti að undirbúa sig undir mögulega árás af hálfu Rússa á næstu árum. Papperger sagðist í samtalinu við BBC ekki hafa neina kristalskúlu til að spá í hvað þetta varðaði en sagði að Þjóðverjar þyrftu að stefna að því að vera við öllu viðbúnir fyrir 2030. Þýski herinn telur 182 þúsund hermenn en miðað er að því að fjölga hermönnum um 20 þúsund á næsta ári og í allt að 260 þúsund á næstu tíu árum. Þá er gert ráð fyrir að varaliðar verði um 200 þúsund talsins. Áðurnefndir spurningarlistar verða sendir á bæði 18 ára karla og konur en aðeins karlarnir verða skyldaðir til að svara. Þá verða allir 18 ára karlar skikkaðir til að ganga undir heilbrigðispróf árið 2027, til að meta líkamlega getu þeirra. Ef stríð brýst út verða spurningalistarnir og heilsuprófin notuð til viðmiðunar. Áætlanir stjórnvalda eru umdeildar en samkvæmt nýlegri skoðanakönnun eru 63 prósent einstaklinga á aldrinum 18 til 29 ára á móti herskyldu. Sumir vilja þjóna landinu sínu en aðrir segjast hvorki hafa áhuga á að láta skjóta á sig né skjóta aðra. Varnarmálaráðherrann Boris Pistorius hefur freistað þess að róa fólk og bent á að þrátt fyrir að stjórnvöld séu að huga að viðbúnaði sé engin ástæða til að hafa áhyggjur eða óttast. Forvarnir og hernaðaruppbygging séu til þess gerðar að draga úr líkunum á átökum. Þýskaland Hernaður Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Fleiri fréttir Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Sjá meira
Stjórnvöld í Þýskalandi hafa sett sér það markmið að eignast stærsta her Evrópu. Armin Papperger, yfirmaður Rheinmetall, stærsta vopnaframleiðanda Þýskalands, segir í samtali við BBC að það muni mögulega nást á næstu fimm árum. Hershöfðinginn Carsten Breuer, yfirmaður varnarmála, sagði fyrr á þessu ári að Atlantshafsbandalagið þyrfti að undirbúa sig undir mögulega árás af hálfu Rússa á næstu árum. Papperger sagðist í samtalinu við BBC ekki hafa neina kristalskúlu til að spá í hvað þetta varðaði en sagði að Þjóðverjar þyrftu að stefna að því að vera við öllu viðbúnir fyrir 2030. Þýski herinn telur 182 þúsund hermenn en miðað er að því að fjölga hermönnum um 20 þúsund á næsta ári og í allt að 260 þúsund á næstu tíu árum. Þá er gert ráð fyrir að varaliðar verði um 200 þúsund talsins. Áðurnefndir spurningarlistar verða sendir á bæði 18 ára karla og konur en aðeins karlarnir verða skyldaðir til að svara. Þá verða allir 18 ára karlar skikkaðir til að ganga undir heilbrigðispróf árið 2027, til að meta líkamlega getu þeirra. Ef stríð brýst út verða spurningalistarnir og heilsuprófin notuð til viðmiðunar. Áætlanir stjórnvalda eru umdeildar en samkvæmt nýlegri skoðanakönnun eru 63 prósent einstaklinga á aldrinum 18 til 29 ára á móti herskyldu. Sumir vilja þjóna landinu sínu en aðrir segjast hvorki hafa áhuga á að láta skjóta á sig né skjóta aðra. Varnarmálaráðherrann Boris Pistorius hefur freistað þess að róa fólk og bent á að þrátt fyrir að stjórnvöld séu að huga að viðbúnaði sé engin ástæða til að hafa áhyggjur eða óttast. Forvarnir og hernaðaruppbygging séu til þess gerðar að draga úr líkunum á átökum.
Þýskaland Hernaður Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Fleiri fréttir Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Sjá meira