Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar 14. nóvember 2025 11:30 Orkumál eru eitt helsta umræðuefnið á COP30, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Brasilíu, þar sem ný skýrsla Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar, Energy Outlook, vekur mikla athygli. Hún sýnir að útfösun jarðefnaeldsneytis og aukin notkun endurnýjanlegrar orku, eru að nálgast afgerandi vendipunkt. Í aðdraganda ráðstefnunnar hvatti forseti Brasilíu, Luiz Inácio Lula da Silva, þjóðir heims til að móta skýran vegvísi að útfösun jarðefnaeldsneytis svo unnt sé að standa við loftslagsskuldbindingar. Þessi áskorun endurspeglar breytta stöðu mála. Nú má greina raunverulegan viðsnúning. Losun frá jarðefnaeldsneyti jókst að meðaltali um 0,8 prósent á ári síðasta áratug en samanburður við áratuginn á undan sýnir mun hægari aukningu. Mikilvægara er þó að uppbygging endurnýjanlegrar orku er nú farin að mæta nær allri nýrri orkuþörf heimsins. Ljóst er að endurnýjanleg orka mun innan skamms taka fram úr jarðefnaeldsneyti sem meginorkugjafa jarðar. Samkvæmt Alþjóðaorkustofnuninni mun raforkuvinnsla með endurnýjanlegum orkugjöfum fara fram úr raforkuvinnslu með kolum á þessu ári eða því næsta. Spáð er 60 prósenta vexti í endurnýjanlegum orkukostum fram til 2030. Ef það gengur eftir verður hlutdeild þeirra í raforkuvinnslu komin í 45 prósent árið 2030 en hún var 32 prósent árið 2024. Stofnunin telur að þetta aukna framboð af staðbundinni og hagkvæmri orku marki upphaf endaloka tímabils jarðefnaeldsneytis. Næstu fimm árin er gert ráð fyrir jafn mikilli uppbyggingu nýrrar grænnar orku og varð á síðustu fjörutíu árum. Þessi þróun getur mætt nær allri aukinni raforkuþörf næsta áratugs og er knúin áfram af rafvæðingu samgangna, varmadælum, framleiðslu rafeldsneytis og ört vaxandi orkuþörf gagnavera sem styðja við þróun gervigreindar. Endurnýjanlegir orkukostir eins og sól, vindur, vatnsafl og jarðhiti eru nú hagkvæmir og aðgengilegir fyrir fjölda ríkja sem áður voru háð innfluttu jarðefnaeldsneyti. Þessi umbreyting styrkir orkuöryggi, eykur viðnámsþrótt orkukerfa og stuðlar að sjálfbærum samfélögum. Engin þjóð getur stöðvað þessa þróun og á COP30 er skýrt ákall um að hraða orkuskiptum og tryggja réttlát umskipti. Ísland býr yfir einstökum tækifærum þar sem rafmagn og húshitun byggja á endurnýjanlegum orkugjöfum. Samt er ljóst að eftirspurn eftir grænni orku mun aukast verulega á næstu árum. Samkvæmt langtímaspá Landsnets til ársins 2050 gæti raforkuþörf aukist um 22 til 37 prósent. Þá kalla ný loftslagsmarkmið Íslands til 2035 á hraðari útfösun innflutts jarðefnaeldsneytis, sérstaklega í vegasamgöngum, fiskiskipum og innanlandsflugi. Með áframhaldandi fjárfestingum í sjálfbærum orkukostum og öflugum innviðum tryggjum við sterkt hagkerfi, blómlegar byggðir og betur uppfylltar loftslagsskuldbindingar. Eftir rúmlega hundrað ár þar sem jarðefnaeldsneyti hefur verið ráðandi er nú að hefjast nýtt tímabil endurnýjanlegrar orku þar sem orkuöryggi, samkeppnishæfni og loftslagsmál leiða ferðina. Fyrir framtíðina. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Jarðefnaeldsneyti Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Orkumál eru eitt helsta umræðuefnið á COP30, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Brasilíu, þar sem ný skýrsla Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar, Energy Outlook, vekur mikla athygli. Hún sýnir að útfösun jarðefnaeldsneytis og aukin notkun endurnýjanlegrar orku, eru að nálgast afgerandi vendipunkt. Í aðdraganda ráðstefnunnar hvatti forseti Brasilíu, Luiz Inácio Lula da Silva, þjóðir heims til að móta skýran vegvísi að útfösun jarðefnaeldsneytis svo unnt sé að standa við loftslagsskuldbindingar. Þessi áskorun endurspeglar breytta stöðu mála. Nú má greina raunverulegan viðsnúning. Losun frá jarðefnaeldsneyti jókst að meðaltali um 0,8 prósent á ári síðasta áratug en samanburður við áratuginn á undan sýnir mun hægari aukningu. Mikilvægara er þó að uppbygging endurnýjanlegrar orku er nú farin að mæta nær allri nýrri orkuþörf heimsins. Ljóst er að endurnýjanleg orka mun innan skamms taka fram úr jarðefnaeldsneyti sem meginorkugjafa jarðar. Samkvæmt Alþjóðaorkustofnuninni mun raforkuvinnsla með endurnýjanlegum orkugjöfum fara fram úr raforkuvinnslu með kolum á þessu ári eða því næsta. Spáð er 60 prósenta vexti í endurnýjanlegum orkukostum fram til 2030. Ef það gengur eftir verður hlutdeild þeirra í raforkuvinnslu komin í 45 prósent árið 2030 en hún var 32 prósent árið 2024. Stofnunin telur að þetta aukna framboð af staðbundinni og hagkvæmri orku marki upphaf endaloka tímabils jarðefnaeldsneytis. Næstu fimm árin er gert ráð fyrir jafn mikilli uppbyggingu nýrrar grænnar orku og varð á síðustu fjörutíu árum. Þessi þróun getur mætt nær allri aukinni raforkuþörf næsta áratugs og er knúin áfram af rafvæðingu samgangna, varmadælum, framleiðslu rafeldsneytis og ört vaxandi orkuþörf gagnavera sem styðja við þróun gervigreindar. Endurnýjanlegir orkukostir eins og sól, vindur, vatnsafl og jarðhiti eru nú hagkvæmir og aðgengilegir fyrir fjölda ríkja sem áður voru háð innfluttu jarðefnaeldsneyti. Þessi umbreyting styrkir orkuöryggi, eykur viðnámsþrótt orkukerfa og stuðlar að sjálfbærum samfélögum. Engin þjóð getur stöðvað þessa þróun og á COP30 er skýrt ákall um að hraða orkuskiptum og tryggja réttlát umskipti. Ísland býr yfir einstökum tækifærum þar sem rafmagn og húshitun byggja á endurnýjanlegum orkugjöfum. Samt er ljóst að eftirspurn eftir grænni orku mun aukast verulega á næstu árum. Samkvæmt langtímaspá Landsnets til ársins 2050 gæti raforkuþörf aukist um 22 til 37 prósent. Þá kalla ný loftslagsmarkmið Íslands til 2035 á hraðari útfösun innflutts jarðefnaeldsneytis, sérstaklega í vegasamgöngum, fiskiskipum og innanlandsflugi. Með áframhaldandi fjárfestingum í sjálfbærum orkukostum og öflugum innviðum tryggjum við sterkt hagkerfi, blómlegar byggðir og betur uppfylltar loftslagsskuldbindingar. Eftir rúmlega hundrað ár þar sem jarðefnaeldsneyti hefur verið ráðandi er nú að hefjast nýtt tímabil endurnýjanlegrar orku þar sem orkuöryggi, samkeppnishæfni og loftslagsmál leiða ferðina. Fyrir framtíðina. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun