Fótbolti

Arsenal að missa menn í meiðsli

Árni Jóhannsson skrifar
Mikel Arteta þarf að huga að sínum mönnum næstu daga.
Mikel Arteta þarf að huga að sínum mönnum næstu daga.

Landsleikjahlé eru oft sá tími þar sem þjálfara félagsliða þurfa bíða með öndina í hálsinum eftir fréttum af því að sínir menn séu heilir heilsu. Mikel Arteta þarf núna að bíða eftir fréttum af tveimur lykilleikmönnum sem meiddust með landsliðunum sínum um helgina.

Fréttir bárust af því í dag að Riccardo Calafiori væri farinn frá ítalska landsliðshópnum sem er að fara að spila við Norðmenn á morgun í mikilvægum leik. Gennaro Gattuso, þjálfari Ítalíu, gat ekki staðfest hverslags meiðsli Calafiori væru þannig að Arteta og hans menn þurfa að komast að því sem fyrst.

Þá spiluðu Brassar við Senegal í vináttulandsleik fyrr í dag á heimavelli Arsenal. Gabriel Magalhães, sem er talinn einn besti miðvörður heimsins í dag, þurfti að fara af velli í seinni hálfleik og kvartaði hann undan verk í nára. Sjúkrateymi Arsenal þarf því að bretta upp ermarnar og kanna stöðuna með þessa menn en það eru álagstímar framundan. Brasilía vann leikinn 2-0.

Um næstu helgi mætir Arsenal Tottenham í ensku Úrvalsdeildinni og svo strax í vikunni á eftir eru Bayern Munchen andstæðingurinn í Meistaradeild Evrópu. Arsenal trónir á toppi heimafyrir og í Evrópu og vilja örugglega halda góðu gengi áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×