Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2025 09:32 Ég á vin sem er einhverfur. Hann er líka klár, margfróður, þrautseigur, skemmtilegur, fyndinn og býr yfir aðdáunarverðu jafnaðargeði. Hann er frábær manneskja og ég er heppin að hafa hann í lífi mínu. Hann er líka menntaður tölvunarfræðingur og auk þess, sem er ástæða þess að ég skrifa þetta, er hann að glíma við langtímaatvinnuleysi. Áður en vinur minn kláraði námið sagði hann einu sinni að eina vonin hans í lífinu væri að útskrifast sem tölvunarfræðingur. Það hljómar niðurdrepandi en ég skil alveg hvað hann meinar. Staða einhverfra á vinnumarkaði er erfið. Stór hluti starfa geta verið fjandsamleg einhverfu fólki, full af flóknum mannlegum samskiptum, óyrtum kröfum og í alls konar umhverfi sem getur leikið skynfærin grátt. Jafnvel í auglýsingum fyrir störf sem hafa ekkert með mannleg samskipti að gera er gerð krafa um framúrskarandi samskiptahæfni. Samkvæmt erlendri tölfræði er mjög hátt hlutfall einhverfra án atvinnu. Forritun er starf sem er talið henta einhverfu fólki mjög vel, og af minni reynslu að dæma þá er það almennt satt. Þau samskipti sem starfið felur í sér eru aðallega við þéttan hóp vinnufélaga og fjalla um tæknileg atriði, auk þess sem starfsumhverfið er rólegt. Verkefnin sem maður glímir við dags daglega krefjast þekkingar, rökhugsunar, hæfni til að kafa ofan í vandamálin og skynbragð á hin ýmsu smáatriði. Þetta eru eiginleikar sem einhverft fólk er oft framúrskarandi í. Vinur minn er fullkomlega eðlilegur ungur maður sem þráir ekkert heitar en að vinna fyrir sér og lifa sínu lífi eins og annað fólk. Hann er heilsuhraustur og hefur þrek og vilja til þess að vinna. Þrátt fyrir þetta gengur honum ekki að finna sér vinnu við hæfi. Það sem stendur í vegi fyrir honum er kannski helst það að hann er lítið gefinn fyrir yfirborðskennt spjall (e. small talk), forðast augnsamband og sýnir minni svipbrigði en flest fólk myndi gera í sömu aðstæðum. Hann virkar ekki endilega „hress“ á yfirborðinu. Hann tjáir sig á beinskeyttan hátt, segir það sem hann meinar og les ekki mikið á milli línanna, eitthvað sem ég tel alls ekki vera ókost, þvert á móti mætti samfélagið allt taka þennan eiginleika sér til fyrirmyndar. Ekkert af þessu hefur áhrif á hæfni hans til að starfa sem forritari, þetta gerir það hins vegar að verkum að hann á erfiðara með hefðbundin atvinnuviðtöl. Sumt fólk getur mistúlkað svipbrigðaleysið sem áhugaleysi eða skort á augnsambandi sem dónaskap, og ég hvet fólk sem lítur þannig á hlutina til þess að kynna sér einhverfu og tileinka sér meira umburðarlyndi í sínum samskiptum. Það er ömurlegt að horfa upp á það að ungur maður sem lagði það á sig að fara í háskólanám til að afla sér verðmætrar þekkingar, sem vill ekkert meira en að starfa við eitthvað þar sem hans styrkleikar fá að njóta sín, fái það ekki. Það er ekki bara ömurlegt fyrir hann sjálfan heldur er það tap fyrir allt samfélagið að hann, og annað fólk í hans stöðu, geti ekki fengið að láta ljós sitt skína og sé útilokað frá þátttöku í því að skapa samfélaginu öllu verðmæti. Ég biðla til ykkar að ráða vin minn í vinnu. Hvaða vinnustaður sem er væri heppinn að fá hann til vinnu. Ég hef áhyggjur af heilsu hans og velferð, og ég hef miklar efasemdir um heilbrigði menningarinnar á vinnumarkaði sem hafnar algjörlega starfskröftum hrausts ungs manns í blóma lífsins af því hann er ekki nógu góður í að spjalla sig í gegnum atvinnuviðtal. Ef þú veist um einhvern sem vill ráða vin minn endilega hafðu samband, ég er á ja.is. Höfundur er tölvunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Einhverfa Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég á vin sem er einhverfur. Hann er líka klár, margfróður, þrautseigur, skemmtilegur, fyndinn og býr yfir aðdáunarverðu jafnaðargeði. Hann er frábær manneskja og ég er heppin að hafa hann í lífi mínu. Hann er líka menntaður tölvunarfræðingur og auk þess, sem er ástæða þess að ég skrifa þetta, er hann að glíma við langtímaatvinnuleysi. Áður en vinur minn kláraði námið sagði hann einu sinni að eina vonin hans í lífinu væri að útskrifast sem tölvunarfræðingur. Það hljómar niðurdrepandi en ég skil alveg hvað hann meinar. Staða einhverfra á vinnumarkaði er erfið. Stór hluti starfa geta verið fjandsamleg einhverfu fólki, full af flóknum mannlegum samskiptum, óyrtum kröfum og í alls konar umhverfi sem getur leikið skynfærin grátt. Jafnvel í auglýsingum fyrir störf sem hafa ekkert með mannleg samskipti að gera er gerð krafa um framúrskarandi samskiptahæfni. Samkvæmt erlendri tölfræði er mjög hátt hlutfall einhverfra án atvinnu. Forritun er starf sem er talið henta einhverfu fólki mjög vel, og af minni reynslu að dæma þá er það almennt satt. Þau samskipti sem starfið felur í sér eru aðallega við þéttan hóp vinnufélaga og fjalla um tæknileg atriði, auk þess sem starfsumhverfið er rólegt. Verkefnin sem maður glímir við dags daglega krefjast þekkingar, rökhugsunar, hæfni til að kafa ofan í vandamálin og skynbragð á hin ýmsu smáatriði. Þetta eru eiginleikar sem einhverft fólk er oft framúrskarandi í. Vinur minn er fullkomlega eðlilegur ungur maður sem þráir ekkert heitar en að vinna fyrir sér og lifa sínu lífi eins og annað fólk. Hann er heilsuhraustur og hefur þrek og vilja til þess að vinna. Þrátt fyrir þetta gengur honum ekki að finna sér vinnu við hæfi. Það sem stendur í vegi fyrir honum er kannski helst það að hann er lítið gefinn fyrir yfirborðskennt spjall (e. small talk), forðast augnsamband og sýnir minni svipbrigði en flest fólk myndi gera í sömu aðstæðum. Hann virkar ekki endilega „hress“ á yfirborðinu. Hann tjáir sig á beinskeyttan hátt, segir það sem hann meinar og les ekki mikið á milli línanna, eitthvað sem ég tel alls ekki vera ókost, þvert á móti mætti samfélagið allt taka þennan eiginleika sér til fyrirmyndar. Ekkert af þessu hefur áhrif á hæfni hans til að starfa sem forritari, þetta gerir það hins vegar að verkum að hann á erfiðara með hefðbundin atvinnuviðtöl. Sumt fólk getur mistúlkað svipbrigðaleysið sem áhugaleysi eða skort á augnsambandi sem dónaskap, og ég hvet fólk sem lítur þannig á hlutina til þess að kynna sér einhverfu og tileinka sér meira umburðarlyndi í sínum samskiptum. Það er ömurlegt að horfa upp á það að ungur maður sem lagði það á sig að fara í háskólanám til að afla sér verðmætrar þekkingar, sem vill ekkert meira en að starfa við eitthvað þar sem hans styrkleikar fá að njóta sín, fái það ekki. Það er ekki bara ömurlegt fyrir hann sjálfan heldur er það tap fyrir allt samfélagið að hann, og annað fólk í hans stöðu, geti ekki fengið að láta ljós sitt skína og sé útilokað frá þátttöku í því að skapa samfélaginu öllu verðmæti. Ég biðla til ykkar að ráða vin minn í vinnu. Hvaða vinnustaður sem er væri heppinn að fá hann til vinnu. Ég hef áhyggjur af heilsu hans og velferð, og ég hef miklar efasemdir um heilbrigði menningarinnar á vinnumarkaði sem hafnar algjörlega starfskröftum hrausts ungs manns í blóma lífsins af því hann er ekki nógu góður í að spjalla sig í gegnum atvinnuviðtal. Ef þú veist um einhvern sem vill ráða vin minn endilega hafðu samband, ég er á ja.is. Höfundur er tölvunarfræðingur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun