Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. nóvember 2025 23:12 Inga segist ekki geta séð hvernig skattahækkanir á leigutekjur muni leiða af sér hækkun á leiguverði. Í frumvarpi Daða er þó reiknað með leiguverðhækkunum. Vísir/Anton Brink Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra telur af og frá að fyrirhugaðar skattahækkanir á leigutekjur hafi í för með sér hækkun á leiguverði. Í frumvarpi þar sem mælt er fyrir um hækkanirnar segir þó berum orðum að líklegt sé að leiguverð hækki sökum þeirra. Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins spurði Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum í dag hvort hún óttist að leiguverð hækki í kjölfar skattahækkunar á skattskyldum hluta tekna af útleigu íbúðarhúsnæðis, vegna frumvarps Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra þess efnis. Frumvarpið, sem gekk úr fyrstu umræðu og til efnahags- og viðskiptanefndar í dag, felur meðal annars í sér að skattskyldur hluti tekna af útleigu íbúðarhúsnæðis sem nú er 50 prósent hækki í 75 prósent. Hækkunin sé í samræmi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðispakka sem kynntur var í síðasta mánuði. Í greinargerð með frumvarpinu kemur eftirfarandi fram. „Líklegt er að leiguverð muni hækka sökum breytingarinnar, en leiguverð ræðst þó af framboði og eftirspurn og ræðst geta leigusala til þess að hækka leiguna af því. Ekki er að sjá að hækkun afsláttarins árið 2016 úr 30% í 50% hafi leitt til lækkunar leiguverðs.“ Getur ekki séð hvernig leiguverð myndi hækka „Rétt er að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hún óttist ekki að leiguverð muni hækka í kjölfarið líkt og segir berum orðum í frumvarpi hæstvirts fjármálaráðherra sem er til umræðu síðar í dag?“ spurði Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag. „Telur hæstvirtur ráðherra ekki mikilvægt að reyna að halda leiguverði eins lágu og mögulegt er? Hyggst ráðherrann greiða atkvæði með máli sem leiðir til hækkunar á leiguverði?“ Í svari sínu sagðist Inga Sæland ekki geta tekið undir með Ólafi um að þær aðgerðir sem boðaðar eru í frumvarpinu komi til með að hækka leiguverð. „Ég get ekki tekið undir það að með því að koma í veg fyrir að einstaklingar séu hér með margar íbúðir í leigu og hreinlega kaupi upp heilu og hálfu blokkirnar til að leigja þær út — ég get ekki séð að það að slökkva á ívilnunum að einhverju leyti hvað það varðar muni hækka leiguverð,“ sagði Inga. Það rökstyður hún með því að benda á metnaðarfullar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem lúti að byggingu þúsunda íbúða og hagræðingu, sem hún segist spennt fyrir að kynni fyrir þingheimi. Tali hvor gegn öðrum Ólafur benti á þetta misræmi í svari Ingu og greinargerðinni með frumvarpinu, þar sem með berum orðum er mælt fyrir um líklega hækkun leiguverðs vegna breytingarinnar, í Facebookfærslu í dag. „Flokkur fólksins hefur ætíð lagt ríka áherslu á að allir hafi þak yfir höfuðið og er það vel og því verður fróðlegt að sjá hvort Inga Sæland styðji fjármálaráðherra í þessari skattahækkun sem mun leiða til hækkunar á leiguverði. Það er allavega ljóst að þarna eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar að tala hvor gegn öðrum,“ skrifar hann. Húsnæðismál Leigumarkaður Skattar, tollar og gjöld Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins spurði Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum í dag hvort hún óttist að leiguverð hækki í kjölfar skattahækkunar á skattskyldum hluta tekna af útleigu íbúðarhúsnæðis, vegna frumvarps Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra þess efnis. Frumvarpið, sem gekk úr fyrstu umræðu og til efnahags- og viðskiptanefndar í dag, felur meðal annars í sér að skattskyldur hluti tekna af útleigu íbúðarhúsnæðis sem nú er 50 prósent hækki í 75 prósent. Hækkunin sé í samræmi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðispakka sem kynntur var í síðasta mánuði. Í greinargerð með frumvarpinu kemur eftirfarandi fram. „Líklegt er að leiguverð muni hækka sökum breytingarinnar, en leiguverð ræðst þó af framboði og eftirspurn og ræðst geta leigusala til þess að hækka leiguna af því. Ekki er að sjá að hækkun afsláttarins árið 2016 úr 30% í 50% hafi leitt til lækkunar leiguverðs.“ Getur ekki séð hvernig leiguverð myndi hækka „Rétt er að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hún óttist ekki að leiguverð muni hækka í kjölfarið líkt og segir berum orðum í frumvarpi hæstvirts fjármálaráðherra sem er til umræðu síðar í dag?“ spurði Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag. „Telur hæstvirtur ráðherra ekki mikilvægt að reyna að halda leiguverði eins lágu og mögulegt er? Hyggst ráðherrann greiða atkvæði með máli sem leiðir til hækkunar á leiguverði?“ Í svari sínu sagðist Inga Sæland ekki geta tekið undir með Ólafi um að þær aðgerðir sem boðaðar eru í frumvarpinu komi til með að hækka leiguverð. „Ég get ekki tekið undir það að með því að koma í veg fyrir að einstaklingar séu hér með margar íbúðir í leigu og hreinlega kaupi upp heilu og hálfu blokkirnar til að leigja þær út — ég get ekki séð að það að slökkva á ívilnunum að einhverju leyti hvað það varðar muni hækka leiguverð,“ sagði Inga. Það rökstyður hún með því að benda á metnaðarfullar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem lúti að byggingu þúsunda íbúða og hagræðingu, sem hún segist spennt fyrir að kynni fyrir þingheimi. Tali hvor gegn öðrum Ólafur benti á þetta misræmi í svari Ingu og greinargerðinni með frumvarpinu, þar sem með berum orðum er mælt fyrir um líklega hækkun leiguverðs vegna breytingarinnar, í Facebookfærslu í dag. „Flokkur fólksins hefur ætíð lagt ríka áherslu á að allir hafi þak yfir höfuðið og er það vel og því verður fróðlegt að sjá hvort Inga Sæland styðji fjármálaráðherra í þessari skattahækkun sem mun leiða til hækkunar á leiguverði. Það er allavega ljóst að þarna eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar að tala hvor gegn öðrum,“ skrifar hann.
Húsnæðismál Leigumarkaður Skattar, tollar og gjöld Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira