Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 08:02 Við stöndum nú á því augnabliki í mannkynssögunni þar sem ákvarðanir okkar næstu árin munu ákvarða hvernig heimur barna okkar og barnabarna mun líta út. Vísindin eru óumdeilanleg. Tíminn til að halda 1,5 gráðu markinu á lífi er að renna út og það miklu hraðar en flestir gera sér grein fyrir. Við erum að nálgast mörk sem ekki verður snúið frá. Þess vegna skiptir meira máli en nokkru sinni að horfast í augu við staðreyndirnar og bregðast við af þeirri alvöru sem ástandið krefst. Af hverju ein og hálf gráða? Vísindin sýna að áhrif hlýnunar eykst ekki línulega heldur stigmagnast, svona eins og að munurinn á milli jarðskjálfta sem eru 1 og 2 á richter er miklu minni heldur en munurinn á milli jarðskjálfta sem eru 2 og 3 á richter, því það eru ákveðin margföldunaráhrif. Þegar það var samþykkt af öllum ríkjum heims á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París fyrir 10 árum að halda hitastigi vel undir 2° og leitast við að takmarka það við 1,5° þá var það byggt á vísindalegum gögnum sem voru afrakstur áratuga vinnu, tuga og hundruð langskólagenginna virtra vísindamanna. Þegar talað er um þessi viðmið þá er verið að vísa í hlýnun jarðar frá iðnbyltingu yfir 30 ára tímabil til þess að jafna út náttúrulegar sveiflur eins og El Nino, eldgos og önnur skammtímafrávik. Síðan þá hafa komið fram gögn sem sýna að 1,5° er í raun eina markmiðið sem verndar mannlíf og lífríki á viðráðanlegan hátt. Hvernig þá? Þegar hlýnun eykst umfram 1,5° þá byrjum við að nálgast óafturkræfa vendipunkta (tipping points) sem munu hafa gríðarlegar afleiðingar sem við einfaldlega verðum að horfast í augu við. Ein og hálf gráða er því nokkurs konar öryggislína fyrir framtíð jarðarinnar. Tipping points - óafturkræfir vendipunktar Jörðin er lífvera sem byggir á ótal mikilvægum kerfum sem öll eru samtengd og háð ákveðnu jafnvægi. Þegar vísað er í vendipunktana þá er verið að tala um óafturkræft hrun í einhverjum þessara kerfa, sem hafa svo áhrif á hvort annað. Þegar vendipunktar nálgast getur það leitt til keðjuverkandi hruns á vistkerfum jarðar sem leiða þá af sér hrun í öðrum kerfum sem við reiðum okkur á; hagkerfi og samfélagi. Þegar talað er um óafturkræfu vendipunktana þá eru þeir þess eðlis að afleiðingarnar fara langt fram úr getu samfélaga og stofnana til að aðlagast. Hlustum á fólkið sem hlustar á jörðina Mat vísindamanna er að við hverja 0,1° sem jörðin hitnar þá aukast líkurnar á að óafturkræfir vendipunktar verði að veruleika. Að bregðast við slíkri áhættu krefst grundvallarbreytinga í stjórnmálum, stefnumótun og viðhorfi. Það er einfaldlega ekki í boði að nýta sér það í pólitískum skollaleik að gera lítið úr áhættunni sem blasir við samfélögum og lífríki jarðarinnar. Að gera lítið úr niðurstöðum okkar fremsta vísindafólks, ala á upplýsingaóreiðu og sundrungu samfélags á tímum sem þessum er ekki aðeins heimskulegt heldur beinlínis hættulegt. Íslenska þjóðin er vön að sameinast þegar hætta steðjar að. Þegar náttúran minnir á mátt sinn þá stöndum við saman. Við þurfum að hlusta á það fólk sem vinnur við að hlusta á jörðina, taka mark á því og bregðast við í samræmi við alvarleika málsins. Við þurfum að vera rödd afdráttarlausra aðgerða í loftslagsmálum, halda áfram að vera leiðandi með þróun tæknilausna og sýna heiminum hvernig á að gera þetta. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Ísland á meðal sökkvandi eyjaþjóða Í þó nokkur ár höfum við hlustað á leiðtoga eyjaríkja hrópa á alþjóðasamfélagið að það verði að draga úr losun til að koma í veg fyrir að heimili þeirra sökkvi í haf. Nú þegar hefur þurft að færa heilu þorpin vegna hækkandi sjávarstöðu hjá eyjum á suðrænum slóðum sem horfa fram á það að sökkva í hafið ef fer sem horfir. Með nýjum gögnum um AMOC-hafstrauminn þá er Ísland skyndilega komið í framlínuna á meðal margra annarra þjóða sem gætu orðið fyrir tilvistarógn vegna loftslagsbreytinga. Á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í Brasilíu þessa dagana þá hefur staða AMOC-hafstraumakerfisins verið mikið til umræðu og hafa fjölmiðlar í ótal löndum fjallað um stöðu Íslands í því samhengi og þá ákvörðun ríkisstjórnar og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að kalla til þjóðaröryggisráð vegna málsins. AMOC er veltihringrás í hafinu, ekki alveg það sama og Golfstraumurinn sem við höfum flest heyrt um. AMOC er stórt hafstraumsbelti í Atlantshafinu sem flytur heitt yfirborðsvatn til norðurs og kalt djúpsjávarvatn til suðurs. Gögn sem komu frá vísindamönnum í fyrra sýndu fram á auknar líkur á að þetta hafstraumskerfi muni veikjast verulega eða hrynja haldi hlýnun jarðar áfram. AMOC er einn af óafturkræfu vendipunktunum (tipping points) því afleiðingarnar geta orðið gífurlegar fyrir jörðina og alveg sérstaklega Ísland því þær munu fela í sér að kerfið hættir að flytja til okkar heita strauma úr suðri. Afleiðingarnar geta meðal annars verið mikil kólnun í Evrópu, þrátt fyrir hnattræna hlýnun, veðurofsa og óstöðugleika í veðri, því þegar enn kaldara loft í norðri mætir enn heitara lofti í suðri verða öfgarnar til. Það mun leiða af sér versnandi þurrka í Amazon og víðar, flóð og hraðari hækkun sjávarstöðu á austurströnd Bandaríkjanna. Fyrir Ísland þá getur þetta þýtt afdrifaríka lækkun hitastigs sem getur haft áhrif á samgöngur, fæðuöryggi, raforkuöryggi og í raun tilveru okkar eins og við þekkjum hana. „Ef við myndum halda okkur undir 1,5 gráðum þyrftum við ekki að ræða þetta með AMOC. Vandinn er að um leið og við erum komin í tvær fara líkurnar á því að eitthvað geti gerst vaxandi,“ sagði Halldór Björnsson í viðtali á Sprengisandi í haust um þetta mál. Samhengi hlutanna Í gegnum árin þegar hefur verið rætt um bráðnun jökla þá hefur mér oft þótt vanta að útskýra hvað þýðir þetta eiginlega? Hvaða afleiðingar hefur bráðnun jökla aðra en þá að fallegu jöklarnir okkar hverfa? Virkni AMOC byggir meðal annars á því að salt, kalt og þungt vatn sígi niður í Norður-Atlantshafi og knýi áfram djúpsjávarstraumana. Þegar Grænlandsjökull bráðnar rennur gríðarlegt magn ferskvatns út í hafið. Ferskvatn er léttara en saltvatn og það truflar sökkunina. Þegar sökkunin truflast hægist á AMOC straumnum, eða slokknar alveg í verstu sviðsmynd. Það er ekki vitað hvenær sá tímapunktur er, sá óafturkræfi vendipunktur sem myndi verða til þess að það hægist verulega á AMOC. Hann gæti verið árið 2035 eða á næstu 30-50 árunum. Afleiðingarnar koma svo fram á nokkrum áratugum. Það sem skiptir öllu máli í þessu samhengi er að ríki heims standi við Parísarsamkomulagið og dragi úr losun með öllum mögulegum leiðum þannig að markmið um að fara ekki fram úr 1,5° hlýnun jarðar náist. Þar skiptir langmestu máli að jarðarbúar hætti að nota jarðefnaeldsneyti og klári orkuskipti. Það eru til tvenns konar vandamál Í einni málstofunni á COP30, þar sem ég var viðstödd, voru tveir vísindamenn spurðir að því hvernig þeir gætu eiginlega farið fram úr á morgnana þegar vandamálin eru af þessari stærðargráðu. Það stóð ekki á svörum. Annar þeirra sagði að það væru til tvennslags vandamál; þau sem er hægt að leysa og þau sem er ekki hægt að leysa. Við erum enn þá á þeim stað að það er hægt að ná árangri og koma í veg fyrir óafturkræfa vendipunkta. Hinn svaraði því til að öll þau fjölmörgu jákvæðu verkefni á sviði lausna í loftslagsmálum væru það sem drifi hann áfram, en það vantaði fjármagn og samhentari ríki og stjórnvöld til að klára málin. Hann bætti líka við að það yrði að draga úr upplýsingaóreiðu og vantrausti til vísinda og ræða opinskátt um mögulegar afleiðingar af hækkun hitastigs jarðar. Ég veit að myndin sem er máluð upp í þessari grein er dökk. Það er ekki hægt að ræða lengur um loftslagsmál eins og einhvers konar vísindaskáldsögu sem fólk „trúir á” eða ekki. Ég hef einsett mér að tala hreint út um þessi mál, annað er ekki hægt því ógnin sem steðjar að börnum okkar, barnabörnum og framtíð jarðar er þess eðlis. Ég yrði verulega ósátt við lækni sem myndi ekki greina mér frá stöðunni í samræmi við veruleikann ef ég myndi fá alvarlegan sjúkdóm. Horfumst í augu við raunveruleikann, fræðumst og bregðumst við. Það er skylda okkar. Í næstu grein ætla ég að fjalla um þá jákvæðu vendipunkta sem einnig eru í brennidepli á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Brasilíu, þar sem vísað er til þeirra loftslagsvænu verkefna sem eru í gangi víða um heim og hvernig stjórnsýsla og löggjafi getur beitt sér. Hægt er að gerast áskrifandi að vikulegum pistlum hér. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Samfylkingin Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Við stöndum nú á því augnabliki í mannkynssögunni þar sem ákvarðanir okkar næstu árin munu ákvarða hvernig heimur barna okkar og barnabarna mun líta út. Vísindin eru óumdeilanleg. Tíminn til að halda 1,5 gráðu markinu á lífi er að renna út og það miklu hraðar en flestir gera sér grein fyrir. Við erum að nálgast mörk sem ekki verður snúið frá. Þess vegna skiptir meira máli en nokkru sinni að horfast í augu við staðreyndirnar og bregðast við af þeirri alvöru sem ástandið krefst. Af hverju ein og hálf gráða? Vísindin sýna að áhrif hlýnunar eykst ekki línulega heldur stigmagnast, svona eins og að munurinn á milli jarðskjálfta sem eru 1 og 2 á richter er miklu minni heldur en munurinn á milli jarðskjálfta sem eru 2 og 3 á richter, því það eru ákveðin margföldunaráhrif. Þegar það var samþykkt af öllum ríkjum heims á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París fyrir 10 árum að halda hitastigi vel undir 2° og leitast við að takmarka það við 1,5° þá var það byggt á vísindalegum gögnum sem voru afrakstur áratuga vinnu, tuga og hundruð langskólagenginna virtra vísindamanna. Þegar talað er um þessi viðmið þá er verið að vísa í hlýnun jarðar frá iðnbyltingu yfir 30 ára tímabil til þess að jafna út náttúrulegar sveiflur eins og El Nino, eldgos og önnur skammtímafrávik. Síðan þá hafa komið fram gögn sem sýna að 1,5° er í raun eina markmiðið sem verndar mannlíf og lífríki á viðráðanlegan hátt. Hvernig þá? Þegar hlýnun eykst umfram 1,5° þá byrjum við að nálgast óafturkræfa vendipunkta (tipping points) sem munu hafa gríðarlegar afleiðingar sem við einfaldlega verðum að horfast í augu við. Ein og hálf gráða er því nokkurs konar öryggislína fyrir framtíð jarðarinnar. Tipping points - óafturkræfir vendipunktar Jörðin er lífvera sem byggir á ótal mikilvægum kerfum sem öll eru samtengd og háð ákveðnu jafnvægi. Þegar vísað er í vendipunktana þá er verið að tala um óafturkræft hrun í einhverjum þessara kerfa, sem hafa svo áhrif á hvort annað. Þegar vendipunktar nálgast getur það leitt til keðjuverkandi hruns á vistkerfum jarðar sem leiða þá af sér hrun í öðrum kerfum sem við reiðum okkur á; hagkerfi og samfélagi. Þegar talað er um óafturkræfu vendipunktana þá eru þeir þess eðlis að afleiðingarnar fara langt fram úr getu samfélaga og stofnana til að aðlagast. Hlustum á fólkið sem hlustar á jörðina Mat vísindamanna er að við hverja 0,1° sem jörðin hitnar þá aukast líkurnar á að óafturkræfir vendipunktar verði að veruleika. Að bregðast við slíkri áhættu krefst grundvallarbreytinga í stjórnmálum, stefnumótun og viðhorfi. Það er einfaldlega ekki í boði að nýta sér það í pólitískum skollaleik að gera lítið úr áhættunni sem blasir við samfélögum og lífríki jarðarinnar. Að gera lítið úr niðurstöðum okkar fremsta vísindafólks, ala á upplýsingaóreiðu og sundrungu samfélags á tímum sem þessum er ekki aðeins heimskulegt heldur beinlínis hættulegt. Íslenska þjóðin er vön að sameinast þegar hætta steðjar að. Þegar náttúran minnir á mátt sinn þá stöndum við saman. Við þurfum að hlusta á það fólk sem vinnur við að hlusta á jörðina, taka mark á því og bregðast við í samræmi við alvarleika málsins. Við þurfum að vera rödd afdráttarlausra aðgerða í loftslagsmálum, halda áfram að vera leiðandi með þróun tæknilausna og sýna heiminum hvernig á að gera þetta. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Ísland á meðal sökkvandi eyjaþjóða Í þó nokkur ár höfum við hlustað á leiðtoga eyjaríkja hrópa á alþjóðasamfélagið að það verði að draga úr losun til að koma í veg fyrir að heimili þeirra sökkvi í haf. Nú þegar hefur þurft að færa heilu þorpin vegna hækkandi sjávarstöðu hjá eyjum á suðrænum slóðum sem horfa fram á það að sökkva í hafið ef fer sem horfir. Með nýjum gögnum um AMOC-hafstrauminn þá er Ísland skyndilega komið í framlínuna á meðal margra annarra þjóða sem gætu orðið fyrir tilvistarógn vegna loftslagsbreytinga. Á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í Brasilíu þessa dagana þá hefur staða AMOC-hafstraumakerfisins verið mikið til umræðu og hafa fjölmiðlar í ótal löndum fjallað um stöðu Íslands í því samhengi og þá ákvörðun ríkisstjórnar og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að kalla til þjóðaröryggisráð vegna málsins. AMOC er veltihringrás í hafinu, ekki alveg það sama og Golfstraumurinn sem við höfum flest heyrt um. AMOC er stórt hafstraumsbelti í Atlantshafinu sem flytur heitt yfirborðsvatn til norðurs og kalt djúpsjávarvatn til suðurs. Gögn sem komu frá vísindamönnum í fyrra sýndu fram á auknar líkur á að þetta hafstraumskerfi muni veikjast verulega eða hrynja haldi hlýnun jarðar áfram. AMOC er einn af óafturkræfu vendipunktunum (tipping points) því afleiðingarnar geta orðið gífurlegar fyrir jörðina og alveg sérstaklega Ísland því þær munu fela í sér að kerfið hættir að flytja til okkar heita strauma úr suðri. Afleiðingarnar geta meðal annars verið mikil kólnun í Evrópu, þrátt fyrir hnattræna hlýnun, veðurofsa og óstöðugleika í veðri, því þegar enn kaldara loft í norðri mætir enn heitara lofti í suðri verða öfgarnar til. Það mun leiða af sér versnandi þurrka í Amazon og víðar, flóð og hraðari hækkun sjávarstöðu á austurströnd Bandaríkjanna. Fyrir Ísland þá getur þetta þýtt afdrifaríka lækkun hitastigs sem getur haft áhrif á samgöngur, fæðuöryggi, raforkuöryggi og í raun tilveru okkar eins og við þekkjum hana. „Ef við myndum halda okkur undir 1,5 gráðum þyrftum við ekki að ræða þetta með AMOC. Vandinn er að um leið og við erum komin í tvær fara líkurnar á því að eitthvað geti gerst vaxandi,“ sagði Halldór Björnsson í viðtali á Sprengisandi í haust um þetta mál. Samhengi hlutanna Í gegnum árin þegar hefur verið rætt um bráðnun jökla þá hefur mér oft þótt vanta að útskýra hvað þýðir þetta eiginlega? Hvaða afleiðingar hefur bráðnun jökla aðra en þá að fallegu jöklarnir okkar hverfa? Virkni AMOC byggir meðal annars á því að salt, kalt og þungt vatn sígi niður í Norður-Atlantshafi og knýi áfram djúpsjávarstraumana. Þegar Grænlandsjökull bráðnar rennur gríðarlegt magn ferskvatns út í hafið. Ferskvatn er léttara en saltvatn og það truflar sökkunina. Þegar sökkunin truflast hægist á AMOC straumnum, eða slokknar alveg í verstu sviðsmynd. Það er ekki vitað hvenær sá tímapunktur er, sá óafturkræfi vendipunktur sem myndi verða til þess að það hægist verulega á AMOC. Hann gæti verið árið 2035 eða á næstu 30-50 árunum. Afleiðingarnar koma svo fram á nokkrum áratugum. Það sem skiptir öllu máli í þessu samhengi er að ríki heims standi við Parísarsamkomulagið og dragi úr losun með öllum mögulegum leiðum þannig að markmið um að fara ekki fram úr 1,5° hlýnun jarðar náist. Þar skiptir langmestu máli að jarðarbúar hætti að nota jarðefnaeldsneyti og klári orkuskipti. Það eru til tvenns konar vandamál Í einni málstofunni á COP30, þar sem ég var viðstödd, voru tveir vísindamenn spurðir að því hvernig þeir gætu eiginlega farið fram úr á morgnana þegar vandamálin eru af þessari stærðargráðu. Það stóð ekki á svörum. Annar þeirra sagði að það væru til tvennslags vandamál; þau sem er hægt að leysa og þau sem er ekki hægt að leysa. Við erum enn þá á þeim stað að það er hægt að ná árangri og koma í veg fyrir óafturkræfa vendipunkta. Hinn svaraði því til að öll þau fjölmörgu jákvæðu verkefni á sviði lausna í loftslagsmálum væru það sem drifi hann áfram, en það vantaði fjármagn og samhentari ríki og stjórnvöld til að klára málin. Hann bætti líka við að það yrði að draga úr upplýsingaóreiðu og vantrausti til vísinda og ræða opinskátt um mögulegar afleiðingar af hækkun hitastigs jarðar. Ég veit að myndin sem er máluð upp í þessari grein er dökk. Það er ekki hægt að ræða lengur um loftslagsmál eins og einhvers konar vísindaskáldsögu sem fólk „trúir á” eða ekki. Ég hef einsett mér að tala hreint út um þessi mál, annað er ekki hægt því ógnin sem steðjar að börnum okkar, barnabörnum og framtíð jarðar er þess eðlis. Ég yrði verulega ósátt við lækni sem myndi ekki greina mér frá stöðunni í samræmi við veruleikann ef ég myndi fá alvarlegan sjúkdóm. Horfumst í augu við raunveruleikann, fræðumst og bregðumst við. Það er skylda okkar. Í næstu grein ætla ég að fjalla um þá jákvæðu vendipunkta sem einnig eru í brennidepli á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Brasilíu, þar sem vísað er til þeirra loftslagsvænu verkefna sem eru í gangi víða um heim og hvernig stjórnsýsla og löggjafi getur beitt sér. Hægt er að gerast áskrifandi að vikulegum pistlum hér. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun