Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2025 14:31 Pierre-Emile Hojbjerg og Christian Eriksen eru leiðtogar og reynsluboltar danska fótboltalandsliðsins. Getty/Dean Mouhtaropoulos Í kvöld geta Danir fetað í fótspor Norðmanna og tryggt sér sæti á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Til þess þurfa þeir að ná stigi á móti Skotum á Hampden Park. Noregur hefur þegar tryggt sér sæti á HM. Útséð er með að Finnland og Ísland komist í lokakeppnina en Svíar eiga enn von um að komast þangað bakdyramegin vegna árangurs í Þjóðadeildinni. „Hættan á klúðri er til staðar,“ sagði Peter Graulund, fótboltasérfræðingur hjá TV2 í Danmörku. Danmörk verður að ná í stig á þjóðarleikvangi Skota. Ef ekki, þá eru það Skotarnir sem geta fagnað sæti á stórmótinu á næsta ári. Fyrir Dani er orðið eðlilegt að taka þátt í stórmótum á sumrin. Þeir hafa tekið þátt í síðustu þremur alþjóðlegu stórmótunum. Erum með betra fótboltalið „Danmörk er sigurstranglegri og við erum bjartsýnir. Við erum með betra fótboltalið en Skotland,“ sagði Graulund. En nú hefur danski fótboltasérfræðingurinn áhyggjur af því að Skotland geri eins og Noregur. „Ef við lítum á þær Evrópuþjóðir sem hafa tryggt sér sæti á HM 2026, þá eru það sigurstranglegustu liðin í riðlunum sem hafa komist áfram. Við óttumst að Skotland geri eins og Noregur og komi á óvart,“ sagði Graulund. Vitum að þetta verður erfitt Á meðan Danir naga neglurnar heima fyrir er verið að undirbúa hátíð í Skotlandi. Þar geta þeir tryggt sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti síðan 1998. Þá enduðu þeir í neðsta sæti í riðli Noregs. „Við vitum vel að þetta verður erfitt. Það gæti orðið mikil stemning, en Danmörk ætti samt að ná að fá með sér stig, telur Graulund. Graulund útskýrir að hugsanlegt tap gegn Skotlandi megi kalla stórslys, en að samtals eitt stig í nóvember gegn Hvíta-Rússlandi og Skotlandi sé ekki nógu gott. „Stóra stórslysið lætur þó á sér standa. Það kemur umspil ef við komumst ekki beint áfram. Við erum bjartsýnir fyrir leik kvöldsins, en 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Hvíta-Rússlandi olli áhyggjum,“ sagði Graulund. Það munu þó kannski færri Danir en ella fylgjast með leiknum í sjónvarpinu. Þetta kvöld er það ekki bara fótboltaleikurinn í Glasgow sem skapar spennu í Danmörku. Það eru nefnilega líka sveitarstjórnarkosningar í landinu. Mikið í gangi hjá Dönum í kvöld „Stór sjónvarpsvandi – ætlar þú að horfa á sveitarstjórnarkosningar eða landsleik?“, hljóðar fyrirsögnin hjá dönsku TV2. Búist er við að kosningaúrslit frá Kaupmannahöfn verði ljós klukkan 22:30 en leiknum í Skotlandi lýkur um klukkan 22:45. Fyrir Graulund er valið einfalt. „Það er rétt að það eru kosningar í dag, en ég ætla að horfa á fótbolta. Sveitarstjórnarkosningarnar okkar eru mikilvægar, en fótboltaleikur Danmerkur er mikilvægastur,“ sagði Graulund. Leikurinn verður sýndur beint á SÝN Sport Viaplay frá klukkan 19.35. Danmörk HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
Noregur hefur þegar tryggt sér sæti á HM. Útséð er með að Finnland og Ísland komist í lokakeppnina en Svíar eiga enn von um að komast þangað bakdyramegin vegna árangurs í Þjóðadeildinni. „Hættan á klúðri er til staðar,“ sagði Peter Graulund, fótboltasérfræðingur hjá TV2 í Danmörku. Danmörk verður að ná í stig á þjóðarleikvangi Skota. Ef ekki, þá eru það Skotarnir sem geta fagnað sæti á stórmótinu á næsta ári. Fyrir Dani er orðið eðlilegt að taka þátt í stórmótum á sumrin. Þeir hafa tekið þátt í síðustu þremur alþjóðlegu stórmótunum. Erum með betra fótboltalið „Danmörk er sigurstranglegri og við erum bjartsýnir. Við erum með betra fótboltalið en Skotland,“ sagði Graulund. En nú hefur danski fótboltasérfræðingurinn áhyggjur af því að Skotland geri eins og Noregur. „Ef við lítum á þær Evrópuþjóðir sem hafa tryggt sér sæti á HM 2026, þá eru það sigurstranglegustu liðin í riðlunum sem hafa komist áfram. Við óttumst að Skotland geri eins og Noregur og komi á óvart,“ sagði Graulund. Vitum að þetta verður erfitt Á meðan Danir naga neglurnar heima fyrir er verið að undirbúa hátíð í Skotlandi. Þar geta þeir tryggt sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti síðan 1998. Þá enduðu þeir í neðsta sæti í riðli Noregs. „Við vitum vel að þetta verður erfitt. Það gæti orðið mikil stemning, en Danmörk ætti samt að ná að fá með sér stig, telur Graulund. Graulund útskýrir að hugsanlegt tap gegn Skotlandi megi kalla stórslys, en að samtals eitt stig í nóvember gegn Hvíta-Rússlandi og Skotlandi sé ekki nógu gott. „Stóra stórslysið lætur þó á sér standa. Það kemur umspil ef við komumst ekki beint áfram. Við erum bjartsýnir fyrir leik kvöldsins, en 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Hvíta-Rússlandi olli áhyggjum,“ sagði Graulund. Það munu þó kannski færri Danir en ella fylgjast með leiknum í sjónvarpinu. Þetta kvöld er það ekki bara fótboltaleikurinn í Glasgow sem skapar spennu í Danmörku. Það eru nefnilega líka sveitarstjórnarkosningar í landinu. Mikið í gangi hjá Dönum í kvöld „Stór sjónvarpsvandi – ætlar þú að horfa á sveitarstjórnarkosningar eða landsleik?“, hljóðar fyrirsögnin hjá dönsku TV2. Búist er við að kosningaúrslit frá Kaupmannahöfn verði ljós klukkan 22:30 en leiknum í Skotlandi lýkur um klukkan 22:45. Fyrir Graulund er valið einfalt. „Það er rétt að það eru kosningar í dag, en ég ætla að horfa á fótbolta. Sveitarstjórnarkosningarnar okkar eru mikilvægar, en fótboltaleikur Danmerkur er mikilvægastur,“ sagði Graulund. Leikurinn verður sýndur beint á SÝN Sport Viaplay frá klukkan 19.35.
Danmörk HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira