Fer ekki í formanninn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. nóvember 2025 17:09 Einar Þorsteinsson beinir sjónum að borgarstjórnarkosningunum í vor. Vísir/Lýður Valberg Einar Þorsteinsson hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins. Hann sækist eftir oddvitasæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, og segir gríðarlega mikilvægt að koma núverandi meirihluta frá völdum. „Ég hef tekið ákvörðun um það að bjóða mig ekki fram til formanns. Nú skiptir mestu máli að leggja allan kraft í það að ná borginni aftur. Það er gríðarlega mikilvægt að koma þessum meirihluta frá völdum, og mynda miðjubandalag eftir næstu kosningar þar sem Framsókn stendur sterk,“ segir Einar. „Ég tel að mínum kröftum sé betur varið í að berjast fyrir skynsamlegum lausnum og betri borg í næstu sveitarstjórnarkosningum en að sækjast eftir þessu formannsembætti.“ Komu margir að máli við þig varðandi formannsframboð? „Já það bara kom mér á óvart hvað það hvöttu mig margir til þess. en ég tel að það sé mikilvægara verkefni á mínu borði í dag að koma flokknum aftur til valda í Reykjavík, í gott samstarf við flokka sem eru tilbúnir að hlaupa hraðar, taka djarfar ákvarðanir og bæta rekstur borgarinnar.“ Framsókn muni ná vopnum sínum á ný Einar hefur fulla trú á því að Framsóknarflokkurinn muni ná vopnum sínum á ný fyrir kosningarnar í vor. Framsóknarflokkurinn hlaut ríflega 18 prósent atkvæða í síðustu borgarstjórnarkosningum og fékk fjóra borgarfulltrúa, en hefur ekki riðið feitum hesti í skoðanakönnunum að undanförnu. Flokkurinn mældist með 3,3 prósent fylgi í skoðanakönnun Maskínu í ágúst. Framsókn hafi haft jákvæð áhrif Einar segir að Framsóknarflokkurinn hafi haft mikil jákvæð áhrif í borginni meðan hann var í meirihluta. „Ég kom óvænt inn í flokkinn fyrir síðustu kosningar. Þá náðum við besta árangri sem Framsókn hefur náð í Reykjavík frá því flokkurinn bauð sig fram fyrst.“ „Við höfðum mikil jákvæð áhrif á stjórn borgarinnar, við náðum að vinda ofan af ákvörðunum, snúa við rekstri borgarinnar, standa með atvinnulífinu í borginni, og greiða úr samgöngumálum með uppfærslu á samgöngusáttmálanum.“ Samfylkingin þurfi frí í borginni Næsta kjörtímabil verði gríðarlega mikilvægt í sögu borgarinnar. „Það þarf að taka stórar ákvarðanir til að ná fram stöðugleika á húsnæðismarkaði.“ Eru einhverjir flokkar sem Framókn vill eða vill ekki starfa með á næsta kjörtímabili? „Ég hef alveg verið opinskár með það að það þarf að gefa Samfylkingunni frí. Það er engum flokki hollt að stjórna svona lengi.“ Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Tengdar fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sigurður Ingi Jóhannsson mun ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Framsóknarflokknum á næsta flokksþingi. Þetta tilkynnti Sigurður á ræðu á miðstjórnarfundi flokksins í dag. 18. október 2025 13:19 Willum íhugar formannsframboð Willum Þór Þórsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar formannsframboð í Framsóknarflokknum. 11. nóvember 2025 20:38 „Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18. október 2025 14:44 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
„Ég hef tekið ákvörðun um það að bjóða mig ekki fram til formanns. Nú skiptir mestu máli að leggja allan kraft í það að ná borginni aftur. Það er gríðarlega mikilvægt að koma þessum meirihluta frá völdum, og mynda miðjubandalag eftir næstu kosningar þar sem Framsókn stendur sterk,“ segir Einar. „Ég tel að mínum kröftum sé betur varið í að berjast fyrir skynsamlegum lausnum og betri borg í næstu sveitarstjórnarkosningum en að sækjast eftir þessu formannsembætti.“ Komu margir að máli við þig varðandi formannsframboð? „Já það bara kom mér á óvart hvað það hvöttu mig margir til þess. en ég tel að það sé mikilvægara verkefni á mínu borði í dag að koma flokknum aftur til valda í Reykjavík, í gott samstarf við flokka sem eru tilbúnir að hlaupa hraðar, taka djarfar ákvarðanir og bæta rekstur borgarinnar.“ Framsókn muni ná vopnum sínum á ný Einar hefur fulla trú á því að Framsóknarflokkurinn muni ná vopnum sínum á ný fyrir kosningarnar í vor. Framsóknarflokkurinn hlaut ríflega 18 prósent atkvæða í síðustu borgarstjórnarkosningum og fékk fjóra borgarfulltrúa, en hefur ekki riðið feitum hesti í skoðanakönnunum að undanförnu. Flokkurinn mældist með 3,3 prósent fylgi í skoðanakönnun Maskínu í ágúst. Framsókn hafi haft jákvæð áhrif Einar segir að Framsóknarflokkurinn hafi haft mikil jákvæð áhrif í borginni meðan hann var í meirihluta. „Ég kom óvænt inn í flokkinn fyrir síðustu kosningar. Þá náðum við besta árangri sem Framsókn hefur náð í Reykjavík frá því flokkurinn bauð sig fram fyrst.“ „Við höfðum mikil jákvæð áhrif á stjórn borgarinnar, við náðum að vinda ofan af ákvörðunum, snúa við rekstri borgarinnar, standa með atvinnulífinu í borginni, og greiða úr samgöngumálum með uppfærslu á samgöngusáttmálanum.“ Samfylkingin þurfi frí í borginni Næsta kjörtímabil verði gríðarlega mikilvægt í sögu borgarinnar. „Það þarf að taka stórar ákvarðanir til að ná fram stöðugleika á húsnæðismarkaði.“ Eru einhverjir flokkar sem Framókn vill eða vill ekki starfa með á næsta kjörtímabili? „Ég hef alveg verið opinskár með það að það þarf að gefa Samfylkingunni frí. Það er engum flokki hollt að stjórna svona lengi.“
Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Tengdar fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sigurður Ingi Jóhannsson mun ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Framsóknarflokknum á næsta flokksþingi. Þetta tilkynnti Sigurður á ræðu á miðstjórnarfundi flokksins í dag. 18. október 2025 13:19 Willum íhugar formannsframboð Willum Þór Þórsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar formannsframboð í Framsóknarflokknum. 11. nóvember 2025 20:38 „Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18. október 2025 14:44 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sigurður Ingi Jóhannsson mun ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Framsóknarflokknum á næsta flokksþingi. Þetta tilkynnti Sigurður á ræðu á miðstjórnarfundi flokksins í dag. 18. október 2025 13:19
Willum íhugar formannsframboð Willum Þór Þórsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar formannsframboð í Framsóknarflokknum. 11. nóvember 2025 20:38
„Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18. október 2025 14:44