Innlent

Skora á Lilju að bjóða sig fram sem for­mann

Lovísa Arnardóttir skrifar
Lilja Dögg Alfreðsdóttir er varaformaður flokksins. 
Lilja Dögg Alfreðsdóttir er varaformaður flokksins.  Vísir/Vilhelm

Ung Framsókn í Reykjavík skorar á Lilju Dögg Alfreðsdóttur að bjóða sig fram sem formann Framsóknarflokksins.

„Framsókn stendur nú á krossgötum. Í febrúar mun flokkurinn kjósa sér nýjan formann, og mikilvægt er að sá sem tekur við leiðtogahlutverkinu sé framsækinn einstaklingur sem brennur fyrir framþróun íslensks samfélags og er reiðubúinn að leiða bæði Framsókn og Ísland inn í nýja tíma,“ segir í tilkynningu frá ungliðahreyfingunni.

Enginn hefur tilkynnt um framboð en Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, tilkynnti fyrr í dag að hann ætli ekki í formann en ætli að bjóða sig áfram fram til oddvita í Reykjavík. Willum Þór Þórsson, fyrrverandi ráðherra og forseti ÍSÍ, hefur sagst vera að íhuga málið og sömuleiðis Lilja. Ingibjörg Isaksen hefur einnig verið orðuð við formanninn en hún hefur ekkert sagt um málið sjálf.

Í tilkynningu Ungrar Framsóknar er farið yfir feril Lilju og hún hvött til að bjóða sig fram.

„Lilja er þekkt fyrir yfirvegaða framkomu, skýran málflutning og sterka ímynd, bæði innan flokksins og meðal almennings. Stjórn Ungrar Framsóknar í Reykjavík skorar því á Lilju Dögg Alfreðsdóttur, varaformann Framsóknar, að bjóða sig fram til formanns Framsóknar á næsta flokksþingi,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Árelía kveður borgar­pólitíkina

Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sækist ekki eftir sæti á lista flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Hún hyggst aftur hefja störf við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Framsóknarmenn hafa ákveðið að hátta listavali í Reykjavík með tvöföldu kjörþingi.

Willum íhugar formannsframboð

Willum Þór Þórsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar formannsframboð í Framsóknarflokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×