Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. nóvember 2025 23:01 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Forsætisráðherra hyggst breyta lögum um laun handhafa forsetavalds svo hver um sig fái hundrað þúsund krónur ár hvert í stað þess að hver fái þriðjung af launum forseta. Einnig er lagt til að forseti fái að ráða sér sérstakan aðstoðarmann án auglýsingar. Þegar forseti Íslands getur ekki sinnt störfum sínum, svo sem þegar hann er erlendis eða veikur, fara forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar með forsetavald. Nú eru það því Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, og Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar. Fyrir að fara með forsetavald fá þau hvort um sig þriðjung af launum forsetans. Í greinagerð með drögum að frumvarpi til laga um laun forseta Íslands og lögum um Stjórnarráð Íslands, segir að hingað til hafi forsetavaldshafar verið að fá saman um tíu milljónir ár hvert fyrir starfið. Árið 2023 fengu þau saman samtals 9,3 milljónir króna og 12,3 milljónir króna árið 2022. Í drögunum er hins vegar lagt til að í stað þess að launum forsetans sé skipt í þrennt fái hver handhafi forsetavaldsins hundrað þúsund krónur á ári, sama hversu marga daga forsetinn er frá. Ástæðan fyrir því að launin séu ekki afnumin er að það segir í stjórnarskránni að þeir sem fari með forsetavald eigi að fá greitt. „Þá segir svo í 2. mgr. 9. gr. stjórnarskrárinnar: „Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forsetavald“. Þannig má halda því fram að stjórnarskráin geri ráð fyrir að einhverjar greiðslur eigi sér stað til handhafa forsetavalds og ekki sé eðlilegt að afnema þær með öllu,“ segir í drögunum. „Hér er því lögð fram hófleg þóknun, enda má færa að því rök að umræddir embættismenn njóti almennt góðra kjara og að verkefni handahafa séu eðlilegur þáttur í embættisstörfum þeirra.“ Þessi breyting var meðal tillagna sem hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar lagði til. Hópurinn vann úr tæplega fjögur þúsund umsögnum sem bárust í samráðsgátt stjórnvalda um hagræðingu í ríkisrekstri. Fengi að ráða aðstoðarmann án auglýsingar Í drögunum er einnig skerpt á hvert hlutverk forsetaritara sé en Sif Gunnarsdóttir gegnir því starfi í dag. Þá er lagt til að ríkjandi forseti hafi rétt á að ráða sér aðstoðarmann líkt og ráðherrar geri. Þessi aðstoðarmaður yrði ráðinn sérstaklega af forsetanum, án sérstakrar auglýsingar. Þó sé ekki um varanlegt starf að ræða því þegar embættistíð forsetans er lokið lætur aðstoðarmaðurinn einnig af störfum. „Undanfarin ár hafa starfsmenn á skrifstofu forseta Íslands og Bessastöðum, auk bílstjóra, að jafnaði verið tíu samtals. Starfsmannavelta er lítil og möguleikar til breytinga samkvæmt því takmarkaðir. Markmið með heimild til ráðningar aðstoðarmanns er ekki að bæta stöðugildi við starfslið embættisins,“ segir í drögunum að frumvarpi til laga. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Forseti Íslands Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þegar forseti Íslands getur ekki sinnt störfum sínum, svo sem þegar hann er erlendis eða veikur, fara forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar með forsetavald. Nú eru það því Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, og Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar. Fyrir að fara með forsetavald fá þau hvort um sig þriðjung af launum forsetans. Í greinagerð með drögum að frumvarpi til laga um laun forseta Íslands og lögum um Stjórnarráð Íslands, segir að hingað til hafi forsetavaldshafar verið að fá saman um tíu milljónir ár hvert fyrir starfið. Árið 2023 fengu þau saman samtals 9,3 milljónir króna og 12,3 milljónir króna árið 2022. Í drögunum er hins vegar lagt til að í stað þess að launum forsetans sé skipt í þrennt fái hver handhafi forsetavaldsins hundrað þúsund krónur á ári, sama hversu marga daga forsetinn er frá. Ástæðan fyrir því að launin séu ekki afnumin er að það segir í stjórnarskránni að þeir sem fari með forsetavald eigi að fá greitt. „Þá segir svo í 2. mgr. 9. gr. stjórnarskrárinnar: „Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forsetavald“. Þannig má halda því fram að stjórnarskráin geri ráð fyrir að einhverjar greiðslur eigi sér stað til handhafa forsetavalds og ekki sé eðlilegt að afnema þær með öllu,“ segir í drögunum. „Hér er því lögð fram hófleg þóknun, enda má færa að því rök að umræddir embættismenn njóti almennt góðra kjara og að verkefni handahafa séu eðlilegur þáttur í embættisstörfum þeirra.“ Þessi breyting var meðal tillagna sem hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar lagði til. Hópurinn vann úr tæplega fjögur þúsund umsögnum sem bárust í samráðsgátt stjórnvalda um hagræðingu í ríkisrekstri. Fengi að ráða aðstoðarmann án auglýsingar Í drögunum er einnig skerpt á hvert hlutverk forsetaritara sé en Sif Gunnarsdóttir gegnir því starfi í dag. Þá er lagt til að ríkjandi forseti hafi rétt á að ráða sér aðstoðarmann líkt og ráðherrar geri. Þessi aðstoðarmaður yrði ráðinn sérstaklega af forsetanum, án sérstakrar auglýsingar. Þó sé ekki um varanlegt starf að ræða því þegar embættistíð forsetans er lokið lætur aðstoðarmaðurinn einnig af störfum. „Undanfarin ár hafa starfsmenn á skrifstofu forseta Íslands og Bessastöðum, auk bílstjóra, að jafnaði verið tíu samtals. Starfsmannavelta er lítil og möguleikar til breytinga samkvæmt því takmarkaðir. Markmið með heimild til ráðningar aðstoðarmanns er ekki að bæta stöðugildi við starfslið embættisins,“ segir í drögunum að frumvarpi til laga.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Forseti Íslands Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira