Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Aron Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2025 07:30 Heimir Hallgrímsson er að gera frábæra hluti með írska landsliðið í fótbolta. Eftir erfiða byrjun og harða gagnrýni er Írland nú aðeins tveimur sigurleikjum frá sæti á HM Vísir Heimir Hallgrímsson hefur á skömmum tíma í starfi sem landsliðsþjálfari Írlands upplifað bæði strembna og sigursæla tíma. Þegar illa gekk flugu fúkyrði um hann í fjölmiðlum og kaldhæðin skot er beindust að menntun hans grasseruðu, væntanlega í þeim tilgangi að gera lítið úr honum sem landsliðsþjálfara. Dagarnir, eftir að Írar tryggðu sér sæti í umspili fyrir HM með frábærum sigrum á Portúgal og Ungverjalandi, hafa verið ein gleðisprengja fyrir leikmenn írska landsliðsins og landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson. „Þetta hefur bara verið töfrum líkast. Einhvern veginn þegar allt gengur upp þá gleymir maður öllu því sem á áður hefur gengið á. Það hefur bara verið svo gaman að upplifa þetta með Írum. Það hefur ekki verið árangur í svolítinn tíma hjá írska landsliðinu. Að fá þetta þakklæti og þessa gleði sem hefur einhvern veginn sprungið út núna. Það er bara svo gaman að sjá það því þessir leikmenn eiga það bara skilið að fá jákvæða strauma frá umhverfinu. Írar kunna að skemmta sér, kunna að gleðjast. Þetta hefur bara verið ein gleðisprengja eftir þetta.“ Frábær árangur en Heimir, sem tók við írska landsliðinu fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan, var snemma í starfi sínu harðlega gagnrýndur og kallað eftir því að hann yrði rekinn. Spjótum beint að því að hann væri menntaður tannlæknir. Heimir ræðir við hetju Íra innan vallar í leiknum gegn Ungverjum á dögunum. Framherjinn Troy Parrott skoraði þrennu í leiknum og hafði nokkrum dögum áður skorað bæði mörk Íra í 2-0 sigri gegn PortúgalVísir/Getty Eftir fyrstu leikina í undankeppni HM, sem fóru ekki vel fyrir Íra, fékk Heimir sem er í grunninn menntaður tannlæknir á sig mikla gagnrýni. Meðal annars höfðu fyrrverandi landsliðsmenn Íra hátt og kölluðu eftir því að hann yrði rekinn eftir slæm úrslit, kölluðu hann ítrekað tannlækninn Heimi en ekki landsliðsþjálfarann Heimi í niðrandi tilgangi. Ekki margir tannlæknar sem eru þjálfarar „Ég átti nú góðan mann í Lars Lagerback sem kenndi manni nú ýmislegt. Eitt af því sem ég lærði af honum var að vera ekki að velta mér upp úr því hvað aðrir eru að segja, sérstaklega ekki á samfélagsmiðlum eða öðru slíku, Ég hef aldrei velt mér upp úr því hvað aðrir eru að segja,“ segir Heimir í viðtali við íþróttadeild hvernig hann tekst á við gagnrýnina og hvort hún hafi á hann áhrif. „Ég reyni bara að standa með sjálfum mér og því sem við sem þjálfarateymi ákveðum. En auðvitað er það svolítið sérstakt og það eru auðvitað ekkert margir tannlæknar sem eru þjálfarar í fótbolta. Þetta er svolítið íslenskt kannski. Ég held það skaði engan að vera með háskólamenntun, eigi nú frekar í flestum tilfellum að bæta fólk að vera langskólagengið. Þetta er bara óvanalegt í þessu umhverfi. Yfirleitt eru flestir þjálfarar einhverjir frægir leikmenn sem hættu á sínum tíma að spila og fóru að þjálfa. Ég hef bara farið aðra leið, er með nákvæmlega sömu og ábyggilega ekki minni þjálfaramenntun en allir þeir. Ég er bara með aðra menntun líka og ég held að menntun geri aldrei neinn verri. Ef ég hlusta bara á þetta þá finnst mér þetta svolítið kjánalegt. Að vera nýta háskólamenntun sem eitthvað neikvætt. En af því að þetta er óvanalegt þá fyrirgefur maður það. En það er bara gaman að hafa snúið almenningsálitinu því álitið snýst á svo margan hátt út frá því hvað fjölmiðlar eru að segja eða sérfræðingar. Auðvitað er þetta sagt í kaldhæðni tannlæknirinn en ekki þjálfarinn. Þeir verða bara að eiga það við sig.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sjá meira
Dagarnir, eftir að Írar tryggðu sér sæti í umspili fyrir HM með frábærum sigrum á Portúgal og Ungverjalandi, hafa verið ein gleðisprengja fyrir leikmenn írska landsliðsins og landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson. „Þetta hefur bara verið töfrum líkast. Einhvern veginn þegar allt gengur upp þá gleymir maður öllu því sem á áður hefur gengið á. Það hefur bara verið svo gaman að upplifa þetta með Írum. Það hefur ekki verið árangur í svolítinn tíma hjá írska landsliðinu. Að fá þetta þakklæti og þessa gleði sem hefur einhvern veginn sprungið út núna. Það er bara svo gaman að sjá það því þessir leikmenn eiga það bara skilið að fá jákvæða strauma frá umhverfinu. Írar kunna að skemmta sér, kunna að gleðjast. Þetta hefur bara verið ein gleðisprengja eftir þetta.“ Frábær árangur en Heimir, sem tók við írska landsliðinu fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan, var snemma í starfi sínu harðlega gagnrýndur og kallað eftir því að hann yrði rekinn. Spjótum beint að því að hann væri menntaður tannlæknir. Heimir ræðir við hetju Íra innan vallar í leiknum gegn Ungverjum á dögunum. Framherjinn Troy Parrott skoraði þrennu í leiknum og hafði nokkrum dögum áður skorað bæði mörk Íra í 2-0 sigri gegn PortúgalVísir/Getty Eftir fyrstu leikina í undankeppni HM, sem fóru ekki vel fyrir Íra, fékk Heimir sem er í grunninn menntaður tannlæknir á sig mikla gagnrýni. Meðal annars höfðu fyrrverandi landsliðsmenn Íra hátt og kölluðu eftir því að hann yrði rekinn eftir slæm úrslit, kölluðu hann ítrekað tannlækninn Heimi en ekki landsliðsþjálfarann Heimi í niðrandi tilgangi. Ekki margir tannlæknar sem eru þjálfarar „Ég átti nú góðan mann í Lars Lagerback sem kenndi manni nú ýmislegt. Eitt af því sem ég lærði af honum var að vera ekki að velta mér upp úr því hvað aðrir eru að segja, sérstaklega ekki á samfélagsmiðlum eða öðru slíku, Ég hef aldrei velt mér upp úr því hvað aðrir eru að segja,“ segir Heimir í viðtali við íþróttadeild hvernig hann tekst á við gagnrýnina og hvort hún hafi á hann áhrif. „Ég reyni bara að standa með sjálfum mér og því sem við sem þjálfarateymi ákveðum. En auðvitað er það svolítið sérstakt og það eru auðvitað ekkert margir tannlæknar sem eru þjálfarar í fótbolta. Þetta er svolítið íslenskt kannski. Ég held það skaði engan að vera með háskólamenntun, eigi nú frekar í flestum tilfellum að bæta fólk að vera langskólagengið. Þetta er bara óvanalegt í þessu umhverfi. Yfirleitt eru flestir þjálfarar einhverjir frægir leikmenn sem hættu á sínum tíma að spila og fóru að þjálfa. Ég hef bara farið aðra leið, er með nákvæmlega sömu og ábyggilega ekki minni þjálfaramenntun en allir þeir. Ég er bara með aðra menntun líka og ég held að menntun geri aldrei neinn verri. Ef ég hlusta bara á þetta þá finnst mér þetta svolítið kjánalegt. Að vera nýta háskólamenntun sem eitthvað neikvætt. En af því að þetta er óvanalegt þá fyrirgefur maður það. En það er bara gaman að hafa snúið almenningsálitinu því álitið snýst á svo margan hátt út frá því hvað fjölmiðlar eru að segja eða sérfræðingar. Auðvitað er þetta sagt í kaldhæðni tannlæknirinn en ekki þjálfarinn. Þeir verða bara að eiga það við sig.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sjá meira