Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 21:49 Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur bindur vonir við að fólk vakni loksins til vitundar um skaðsemi þess að borða mikið af gjörunninni fæðu. Vísir/Sigurjón Gjörunnin matvæli skaða öll helstu líffærakerfi mannslíkamans og eru gríðarleg ógn við heilsu manna á heimsvísu samkvæmt viðamestu rannsókn sem gerð hefur verið á unnum matvælum til þessa. Næringarfræðingur segir þessi tímamót sýna að það sé kominn tími til að vakna. Dæmi um gjörunnin matvæli sem margir telja hollustusamleg og heilnæm eru morgunkorn og próteinstykki. Þetta sýnir ný og viðamesta rannsókn sem gerð hefur verið á gjörunnum matvælum en gert er grein fyrir niðurstöðunum í þremur greinum í tímaritinu Lancet og stærstu fjölmiðlarnir fjalla um. „Ég er búin að tala um þetta í mörg, mörg ár hvað gjörunninn matur getur haft slæmar afleiðingar fyrir heilsu almennings. Lífsstílssjúkdómar eru 60-80% af sjúkdómum sem hrjá okkur hér í vestrænum löndum. Þetta er gríðarlega alvarlegt vandamál og það að sé komin núna risa rannsókn sem staðfestir hversu alvarlegt þetta er, það kannski kemur okkur til að vakna,“ segir Elísabet Reynisdóttir, næringafræðingur. Fréttastofa fjallaði í vor um rannsókn sem sýndi að tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga samanstandi af gjörunninni fæðu. Hlutfallið er jafnvel hærra í Bandaríkjunum og Bretlandi en hæst hjá fátækari hópum. Gjörunnin matvara hefur jafnan undirgengist þónokkra vinnsluferla. „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til. Hann er með alls konar aukaefnum, það eru gerviefni og ýruefni þannig að maturinn er farinn úr sínu náttúrulega formi.“ Þetta sé afar heilsuspillandi. Fólk geti borðað mikið af gjörunninni fæðu, verið í yfirþyngd en samt í næringarskorti. „Fólk segir gjarnan þegar það er aðeins búið að þyngjast „ja, ég er greinilega ekki illa haldinn,“ en jú við getum verið í gríðarlegum næringarskorti þótt við séum í ofþyngd.“ Í rannsókninni eru gjörunnin matvæli tengd við offitu, sykursýki 2, hjartasjúkdóma og þunglyndi. Elísabet segir einkennin mörg og afleiðingarnar alvarlegar. „Heilaþoka, orkuleysi, það er magnleysi, depurð og bólgur. Það myndast gríðarlegar bólgur í líkamanum af mat sem er ekki heilnæmur. Ef hann er gjörunninn þá myndar líkaminn bólgur með tíð og tíma og þetta getur sligað fólk og heilsuleysið verður algjört.“ Stjórnvöld hætti að bjóða út skólamáltíðir Stemma þurfi stigu við markaðssetningu á gjörunninni fæðu. Yfirvöld þurfi að sjá til þess að börn og gamalmenni fái hreina fæðu í mötuneytum. „Það á ekki að vera hagnaðardrifið, það á ekki að fara í útboð. Þessi matur á bara að kosta eitthvað ákveðið. Hvað kostar ákveðinn diskur af heilnæmum mat?“ Matur Matvælaframleiðsla Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga kemur frá gjörunnum matvælum (e. Ultra-processed food). Viðamiklar rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli neyslu slíkrar fæðu við ýmsa langvinna sjúkdóma á borð við sykursýki 2 og hjarta - og æðasjúkdóma. 13. maí 2025 19:15 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Þetta sýnir ný og viðamesta rannsókn sem gerð hefur verið á gjörunnum matvælum en gert er grein fyrir niðurstöðunum í þremur greinum í tímaritinu Lancet og stærstu fjölmiðlarnir fjalla um. „Ég er búin að tala um þetta í mörg, mörg ár hvað gjörunninn matur getur haft slæmar afleiðingar fyrir heilsu almennings. Lífsstílssjúkdómar eru 60-80% af sjúkdómum sem hrjá okkur hér í vestrænum löndum. Þetta er gríðarlega alvarlegt vandamál og það að sé komin núna risa rannsókn sem staðfestir hversu alvarlegt þetta er, það kannski kemur okkur til að vakna,“ segir Elísabet Reynisdóttir, næringafræðingur. Fréttastofa fjallaði í vor um rannsókn sem sýndi að tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga samanstandi af gjörunninni fæðu. Hlutfallið er jafnvel hærra í Bandaríkjunum og Bretlandi en hæst hjá fátækari hópum. Gjörunnin matvara hefur jafnan undirgengist þónokkra vinnsluferla. „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til. Hann er með alls konar aukaefnum, það eru gerviefni og ýruefni þannig að maturinn er farinn úr sínu náttúrulega formi.“ Þetta sé afar heilsuspillandi. Fólk geti borðað mikið af gjörunninni fæðu, verið í yfirþyngd en samt í næringarskorti. „Fólk segir gjarnan þegar það er aðeins búið að þyngjast „ja, ég er greinilega ekki illa haldinn,“ en jú við getum verið í gríðarlegum næringarskorti þótt við séum í ofþyngd.“ Í rannsókninni eru gjörunnin matvæli tengd við offitu, sykursýki 2, hjartasjúkdóma og þunglyndi. Elísabet segir einkennin mörg og afleiðingarnar alvarlegar. „Heilaþoka, orkuleysi, það er magnleysi, depurð og bólgur. Það myndast gríðarlegar bólgur í líkamanum af mat sem er ekki heilnæmur. Ef hann er gjörunninn þá myndar líkaminn bólgur með tíð og tíma og þetta getur sligað fólk og heilsuleysið verður algjört.“ Stjórnvöld hætti að bjóða út skólamáltíðir Stemma þurfi stigu við markaðssetningu á gjörunninni fæðu. Yfirvöld þurfi að sjá til þess að börn og gamalmenni fái hreina fæðu í mötuneytum. „Það á ekki að vera hagnaðardrifið, það á ekki að fara í útboð. Þessi matur á bara að kosta eitthvað ákveðið. Hvað kostar ákveðinn diskur af heilnæmum mat?“
Matur Matvælaframleiðsla Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga kemur frá gjörunnum matvælum (e. Ultra-processed food). Viðamiklar rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli neyslu slíkrar fæðu við ýmsa langvinna sjúkdóma á borð við sykursýki 2 og hjarta - og æðasjúkdóma. 13. maí 2025 19:15 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga kemur frá gjörunnum matvælum (e. Ultra-processed food). Viðamiklar rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli neyslu slíkrar fæðu við ýmsa langvinna sjúkdóma á borð við sykursýki 2 og hjarta - og æðasjúkdóma. 13. maí 2025 19:15