Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar 21. nóvember 2025 00:00 Gjöful fiskimið gerðu landið okkar byggjanlegt. Fæstir gefa gullnámu okkar gaum lengur; amk á meðal almennings. Fiskimiðin sem hafa fært þjóðinni lífsbjörg öldum saman. Upp úr 1980 fengu stjórnmálamenn þá flugu í höfuðið að verið væri að misþyrma helstu nytjastofnum okkar, einkum þorskstofninum. Ofveiði var það kallað, en áratugum saman höfðu verið veidd um og yfir 400 þús tonn af þorski á ári. Loððnuveiði var ekki stunduð á sama tímabili. Rökin fyrir ofveiði voru í besta falli mjög hæpin. Kvóta var skellt á, byggja átti fiskistofnana upp svo hægt yrði að ná fyrri aflabrögðum. Við bíðum enn. Vísindamenn okkar hafa engin svör – 40 árum síðar. Öllum helstu álitamálum til uppbyggingar fiskistofna en enn ósvarað. Hafró hefur ítrekað gefið út skýrslur, þar sem skýrt er tekið fram að stofnunin hefur engin svör, en varpað fram ýmsum kenningum. Helsta kenning Hafró í dag og s.l. 20 ár er; „umverfisbreytingar“, hlýnun sjávar, standi í vegi uppbyggingu fiskistofna. Vera má að af hluta sé svo, en vandamálið hófst löngu fyrir tíma; „umhverfisbreytinga“. Á sama tíma stundar Hafró togararall árlega á nákvæmlega sömu bleyðum, sama dag ár eftir ár, og ætlar að fiskimagnið sem var þar fyrir 40 árum, sé ekki til, komi sama magn ekki í trollið. „Umhverfisbreytingarnar“ eiga þá ekki við um togararallið, sem er undirstaða stofnstærðarmælinga enn í dag. Mér þykir það skjóta skökku við að „umhverfisbreytingarnar“ nái ekki til togararallsins. „Leiðréttingar á stofnstærð gerðar reglulega“ Hafró hefur byggt sýna veiðiráðgjöf á hugmyndum og kenningum sem fyrst komu fram um 1930.( MSY“, maximum sustainable yield,hámarks sjálfbær nýting stofns). Flestar þær kenningar hafa staðist tímans tönn illa, sumar afsannaðar, aðrar þykja vafasamar. Þrátt fyrir ýmsar betrum bætur og endurskoðaðar reiknikúnstir; er árangurinn af veiðiráðgjöfinni dapur. Stofnstærðarmælingar geta breyst um hundruðir þúsunda tonna á milli 1-2 ára. Regla er að breyta útreikningum eftir á. Í mínum huga liggur svarið í svarinu við spurningunni; hvað gerðist eftir að farið var að stjórna veiðum með kvóta og veiðiráðgjöf? Afhverju hrundi þorskaflinn um heil 50% frá fyrri tíð? Afhverju „hrundi“ nýliðun í þorskstofninum? Og nú loðnustofninn? Þetta hrun hefur valdið gífurlegum efnahagslegum áhrifum. Og, stóra spurningin; afhverju hefur ekki tekist að svara þessum spurningum á um 40 árum? Hafró er engu nær. Mín kenning. – fyrst smá líffræði . Allt líf í hafinu hefst í efstu lögum þess; þangað sem sólarljósið nær. Í grófum dráttum umbreytist sólarorkan og CO2 í súrefni, prótein og kolvetni. (hafið framleiðir um 50% af súrefni okkar). Þetta er hlutverk svifþörunga: hluti af gróðri hafsins. Þetta er fyrsta stig orkuflutninga í hafinu; frumframleiðslan. Dýrasvif; fjöldi smá krabbadýra eins og rauðáta og ljósáta, nærast á svifþörungum. Þetta er grundvöllurinn lífsins í hafinu umhverfis okkur. Til að vistkerfið virki, þarf orkuflutningurinn að ganga óhindrað um fæðukeðjuna. Lang mikilvægasta fisktegundin á hafsvæðinu við Ísland er loðnan. Það er staðreynd. Mikilvægi loðnunnar liggur í orkuflutningi – hún nærist á dýrasvifinu, rauðátu, ljósátu ofl. Hún er síðan aðalfæða þorsksins auk þess sem fleiri nytjafiskar njóta góðs af henni. Sé loðnuskortur, slitnar keðjan, og öll sú orka/æti/prótein sem loðnan hefði annars dreift um vistkerfið stöðvast. Þá þarf þorskurinn og aðrir „loðnuneytendur“ að neyta annarar fæðu. Þannig leggst þorskurinn á flest sem hann getur étið, krabbadýr, humar, rækju, seiði , minni fiska og ekki síst á eigin stofn- aðra þorska. Kallað sjálfrán. En það dugir samt ekki til. Þorskurinn léttist og kynþroska hans seinkar. Neikvæð áhrif verða á stærð hrogna og hversu vel hrygning tekst. Annað sem er sérstakt við loðnuna, að hún er mjög mikilvæg vistkerfinu dauð. Hún fellur í miklu magni til botns, þar sem ýmsar tegundir njóta góðs af og eða rotnar. Straumar og hreyfing sjá svo til að eitthvað af leifum hennar, leita aftur í efri lög sjávar, þar sem ýmis smádýr, þ.á.m seiði verða sér úti um fæðu. Til að gera sér í hugarlund hversu mikið magn af dýrasvifi er í sjónum, þá éta og lifa sumir skíðishvalir að mestu á þessum smádýrum; ljósátu og rauðátu. T.d. étur steypireyður um 2-3 tonn af þeim á dag. Þannig að magnið af æti/orku í efsta lagi hafsins er með ólíkindum. Aðrar fiskitegundir sem gegna miklu hlutverki í nefndum orkuflutningum eru t.d. síld, kolmunni og makríll. Allt tegundir sem sót hefur verið fast að. Sama vandinn í Barentshafinu og við Nýfundnaland/Labrador – og hér. Frá 1992 til 2005 voru loðnuveiðar í hámarki og allt að 1.500.000 tonn veidd á ári. Tonnin sem veidd hafa verið nálgast 40.000.000.Með því að fjarlægt allt þetta magn, hefur vistkerfið orðið af hundrum milljóna tonna af loðnu. Að fjarlægja þvílíkan lífmassa úr vistkerfinu, er ekki ókeypis. Í gömlum skýrslum Hafró, má finna tilvitnanir þar sem nefnt er að „kannski þurfi að huga að því að draga úr loðnuveiðum svo þorskurinn hafi nóg“. En það varð aldei. Forstjóri Hafró, taldi stofnunina geta reiknað út „hvað náttúran þyrfti að loðnu“ og það magn væri alltaf skilið eftir í hafinu. Þvílík fyrring. Loðnuveiðar tóku dýfu 2005, og hafa verið gloppóttar síðan. Loðnubrestur telst ekki til stórtíðinda lengur. Frá 1995 hefur meðalþorskaflinn verið um 215.000 tonn á ári. Í 30 ár fyrir loðnuveiðar, var meðalþorskaflinn 424.000 tonn á ári. Afhverju? Loðnubrestur hefur ítrekað orðið í Barentshafi með álíka áhrifum á þorskveiðar og hér. Þorskstofninn við Nýfundnaland/Labrador hrundi um 1992 mest vegna ofveiði. Illa hefur gengið að byggja hann upp síðan. Sérfræðingar eru ekki allir sammála um afhverju, en margir segja ofveiði loðnu þar um slóðir, spili lykilhlutverk í þeim efnum. Kenningin er: Með ofveiði á loðnu áratugum saman, höfum við rænt mikilvægum hlekki í fæðukeðjunni. Staðreyndirnar tala sínu máli. Þegar marfeldisáhrifin (magnið sem hefði hryngt ár eftir ár), skiptir loðnumagnið hundruðum milljóna tonna sem horfið hefur úr vistkerfinu. Þess vegna er þorskstofninn sem og fleiri nytjastofnar í lélegra standi en ella. Nauðsynlegt er að marka stefnu til framtíðar. Með áframhaldandi kerfi sem er löngu fullreynt, munu okkar mikilvægustu nytjastofnar ekki ná sér á strik; hvorki þorskurinn né loðnan.- Höfundur er útgerðartæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Gjöful fiskimið gerðu landið okkar byggjanlegt. Fæstir gefa gullnámu okkar gaum lengur; amk á meðal almennings. Fiskimiðin sem hafa fært þjóðinni lífsbjörg öldum saman. Upp úr 1980 fengu stjórnmálamenn þá flugu í höfuðið að verið væri að misþyrma helstu nytjastofnum okkar, einkum þorskstofninum. Ofveiði var það kallað, en áratugum saman höfðu verið veidd um og yfir 400 þús tonn af þorski á ári. Loððnuveiði var ekki stunduð á sama tímabili. Rökin fyrir ofveiði voru í besta falli mjög hæpin. Kvóta var skellt á, byggja átti fiskistofnana upp svo hægt yrði að ná fyrri aflabrögðum. Við bíðum enn. Vísindamenn okkar hafa engin svör – 40 árum síðar. Öllum helstu álitamálum til uppbyggingar fiskistofna en enn ósvarað. Hafró hefur ítrekað gefið út skýrslur, þar sem skýrt er tekið fram að stofnunin hefur engin svör, en varpað fram ýmsum kenningum. Helsta kenning Hafró í dag og s.l. 20 ár er; „umverfisbreytingar“, hlýnun sjávar, standi í vegi uppbyggingu fiskistofna. Vera má að af hluta sé svo, en vandamálið hófst löngu fyrir tíma; „umhverfisbreytinga“. Á sama tíma stundar Hafró togararall árlega á nákvæmlega sömu bleyðum, sama dag ár eftir ár, og ætlar að fiskimagnið sem var þar fyrir 40 árum, sé ekki til, komi sama magn ekki í trollið. „Umhverfisbreytingarnar“ eiga þá ekki við um togararallið, sem er undirstaða stofnstærðarmælinga enn í dag. Mér þykir það skjóta skökku við að „umhverfisbreytingarnar“ nái ekki til togararallsins. „Leiðréttingar á stofnstærð gerðar reglulega“ Hafró hefur byggt sýna veiðiráðgjöf á hugmyndum og kenningum sem fyrst komu fram um 1930.( MSY“, maximum sustainable yield,hámarks sjálfbær nýting stofns). Flestar þær kenningar hafa staðist tímans tönn illa, sumar afsannaðar, aðrar þykja vafasamar. Þrátt fyrir ýmsar betrum bætur og endurskoðaðar reiknikúnstir; er árangurinn af veiðiráðgjöfinni dapur. Stofnstærðarmælingar geta breyst um hundruðir þúsunda tonna á milli 1-2 ára. Regla er að breyta útreikningum eftir á. Í mínum huga liggur svarið í svarinu við spurningunni; hvað gerðist eftir að farið var að stjórna veiðum með kvóta og veiðiráðgjöf? Afhverju hrundi þorskaflinn um heil 50% frá fyrri tíð? Afhverju „hrundi“ nýliðun í þorskstofninum? Og nú loðnustofninn? Þetta hrun hefur valdið gífurlegum efnahagslegum áhrifum. Og, stóra spurningin; afhverju hefur ekki tekist að svara þessum spurningum á um 40 árum? Hafró er engu nær. Mín kenning. – fyrst smá líffræði . Allt líf í hafinu hefst í efstu lögum þess; þangað sem sólarljósið nær. Í grófum dráttum umbreytist sólarorkan og CO2 í súrefni, prótein og kolvetni. (hafið framleiðir um 50% af súrefni okkar). Þetta er hlutverk svifþörunga: hluti af gróðri hafsins. Þetta er fyrsta stig orkuflutninga í hafinu; frumframleiðslan. Dýrasvif; fjöldi smá krabbadýra eins og rauðáta og ljósáta, nærast á svifþörungum. Þetta er grundvöllurinn lífsins í hafinu umhverfis okkur. Til að vistkerfið virki, þarf orkuflutningurinn að ganga óhindrað um fæðukeðjuna. Lang mikilvægasta fisktegundin á hafsvæðinu við Ísland er loðnan. Það er staðreynd. Mikilvægi loðnunnar liggur í orkuflutningi – hún nærist á dýrasvifinu, rauðátu, ljósátu ofl. Hún er síðan aðalfæða þorsksins auk þess sem fleiri nytjafiskar njóta góðs af henni. Sé loðnuskortur, slitnar keðjan, og öll sú orka/æti/prótein sem loðnan hefði annars dreift um vistkerfið stöðvast. Þá þarf þorskurinn og aðrir „loðnuneytendur“ að neyta annarar fæðu. Þannig leggst þorskurinn á flest sem hann getur étið, krabbadýr, humar, rækju, seiði , minni fiska og ekki síst á eigin stofn- aðra þorska. Kallað sjálfrán. En það dugir samt ekki til. Þorskurinn léttist og kynþroska hans seinkar. Neikvæð áhrif verða á stærð hrogna og hversu vel hrygning tekst. Annað sem er sérstakt við loðnuna, að hún er mjög mikilvæg vistkerfinu dauð. Hún fellur í miklu magni til botns, þar sem ýmsar tegundir njóta góðs af og eða rotnar. Straumar og hreyfing sjá svo til að eitthvað af leifum hennar, leita aftur í efri lög sjávar, þar sem ýmis smádýr, þ.á.m seiði verða sér úti um fæðu. Til að gera sér í hugarlund hversu mikið magn af dýrasvifi er í sjónum, þá éta og lifa sumir skíðishvalir að mestu á þessum smádýrum; ljósátu og rauðátu. T.d. étur steypireyður um 2-3 tonn af þeim á dag. Þannig að magnið af æti/orku í efsta lagi hafsins er með ólíkindum. Aðrar fiskitegundir sem gegna miklu hlutverki í nefndum orkuflutningum eru t.d. síld, kolmunni og makríll. Allt tegundir sem sót hefur verið fast að. Sama vandinn í Barentshafinu og við Nýfundnaland/Labrador – og hér. Frá 1992 til 2005 voru loðnuveiðar í hámarki og allt að 1.500.000 tonn veidd á ári. Tonnin sem veidd hafa verið nálgast 40.000.000.Með því að fjarlægt allt þetta magn, hefur vistkerfið orðið af hundrum milljóna tonna af loðnu. Að fjarlægja þvílíkan lífmassa úr vistkerfinu, er ekki ókeypis. Í gömlum skýrslum Hafró, má finna tilvitnanir þar sem nefnt er að „kannski þurfi að huga að því að draga úr loðnuveiðum svo þorskurinn hafi nóg“. En það varð aldei. Forstjóri Hafró, taldi stofnunina geta reiknað út „hvað náttúran þyrfti að loðnu“ og það magn væri alltaf skilið eftir í hafinu. Þvílík fyrring. Loðnuveiðar tóku dýfu 2005, og hafa verið gloppóttar síðan. Loðnubrestur telst ekki til stórtíðinda lengur. Frá 1995 hefur meðalþorskaflinn verið um 215.000 tonn á ári. Í 30 ár fyrir loðnuveiðar, var meðalþorskaflinn 424.000 tonn á ári. Afhverju? Loðnubrestur hefur ítrekað orðið í Barentshafi með álíka áhrifum á þorskveiðar og hér. Þorskstofninn við Nýfundnaland/Labrador hrundi um 1992 mest vegna ofveiði. Illa hefur gengið að byggja hann upp síðan. Sérfræðingar eru ekki allir sammála um afhverju, en margir segja ofveiði loðnu þar um slóðir, spili lykilhlutverk í þeim efnum. Kenningin er: Með ofveiði á loðnu áratugum saman, höfum við rænt mikilvægum hlekki í fæðukeðjunni. Staðreyndirnar tala sínu máli. Þegar marfeldisáhrifin (magnið sem hefði hryngt ár eftir ár), skiptir loðnumagnið hundruðum milljóna tonna sem horfið hefur úr vistkerfinu. Þess vegna er þorskstofninn sem og fleiri nytjastofnar í lélegra standi en ella. Nauðsynlegt er að marka stefnu til framtíðar. Með áframhaldandi kerfi sem er löngu fullreynt, munu okkar mikilvægustu nytjastofnar ekki ná sér á strik; hvorki þorskurinn né loðnan.- Höfundur er útgerðartæknir.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun