Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. nóvember 2025 08:01 Frida Karlsson og félagar í sænska landsliðinu munu auglýsa danska lyfjafyrirtækið sem framleiðir Ozempic og Wegovy. Sænska landsliðið í skíðagöngu hefur gert samstarfssamning við Novo Nordisk, fyrirtækið sem framleiðir sykursýkislyfið Ozempic og megrunarlyfið Wegovy. Eina besta skíðagöngukona sögunnar segir þetta ganga gegn öllu sem hún stendur fyrir. Danski lyfjaframleiðandinn mun auglýsa merki sitt á fatnaði landsliðsins á Vetrarólympíuleikunum á Ítalíu á næsta ári en þyngdarstjórnunarlyf hafa verið að ryðja sér til rúms í íþróttum að undanförnu, eftir virkilega góðar viðtökur á almennum markaði. Greint var frá því nýlega að keppendur á Ólympíuleikunum í París hefðu notað slík lyf, sem eru ekki á bannlista alþjóða lyfjaeftirlitsins eins og er, og nú er sænska landsliðið í skíðagöngu komið í samstarf við framleiðandann. „Þetta sendir slæm skilaboð, sérstaklega fyrir ungt íþróttafólk og fyrir fólk í íþróttum þar sem átraskanir eru algengar“ sagði ein besta skíðagöngukona frá upphafi, hin norska Therese Johaug. „Ef ég hefði heyrt að hún væri að nota svona lyf“ Hún vill banna lyfin algjörlega frá íþróttum og segir ungt íþróttafólk sérstaklega móttækilegt fyrir slíkum auglýsingum. „Ég man þegar ég var ung, þá leit ég mikið upp til Marit Björgen. Ef ég hefði heyrt að hún væri að nota svona lyf hefði ég auðvitað farið að efast um sjálfa mig“ sagði Johaug. „Gengur gegn öllu sem ég stend fyrir“ Johaug vann til þrennra silfurverðlauna og einna bronsverðlauna fyrir hönd Noregs á heimsmeistaramótinu í fyrra en lagði þá skíðin á hilluna. Hún vonar að norska sambandið fari ekki sömu leið og það sænska í auglýsingamálum. „Fólki er auðvitað frjálst að gera það sem því sýnist, en ég myndi aldrei keppa með þetta merki á búningnum. Þetta gengur gegn öllu sem ég stend fyrir. Þegar þú ert í landsliði ertu fyrirmynd fyrir yngri iðkendur og þetta er algjörlega rangt á alla vegu.“ Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahús þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Sjá meira
Danski lyfjaframleiðandinn mun auglýsa merki sitt á fatnaði landsliðsins á Vetrarólympíuleikunum á Ítalíu á næsta ári en þyngdarstjórnunarlyf hafa verið að ryðja sér til rúms í íþróttum að undanförnu, eftir virkilega góðar viðtökur á almennum markaði. Greint var frá því nýlega að keppendur á Ólympíuleikunum í París hefðu notað slík lyf, sem eru ekki á bannlista alþjóða lyfjaeftirlitsins eins og er, og nú er sænska landsliðið í skíðagöngu komið í samstarf við framleiðandann. „Þetta sendir slæm skilaboð, sérstaklega fyrir ungt íþróttafólk og fyrir fólk í íþróttum þar sem átraskanir eru algengar“ sagði ein besta skíðagöngukona frá upphafi, hin norska Therese Johaug. „Ef ég hefði heyrt að hún væri að nota svona lyf“ Hún vill banna lyfin algjörlega frá íþróttum og segir ungt íþróttafólk sérstaklega móttækilegt fyrir slíkum auglýsingum. „Ég man þegar ég var ung, þá leit ég mikið upp til Marit Björgen. Ef ég hefði heyrt að hún væri að nota svona lyf hefði ég auðvitað farið að efast um sjálfa mig“ sagði Johaug. „Gengur gegn öllu sem ég stend fyrir“ Johaug vann til þrennra silfurverðlauna og einna bronsverðlauna fyrir hönd Noregs á heimsmeistaramótinu í fyrra en lagði þá skíðin á hilluna. Hún vonar að norska sambandið fari ekki sömu leið og það sænska í auglýsingamálum. „Fólki er auðvitað frjálst að gera það sem því sýnist, en ég myndi aldrei keppa með þetta merki á búningnum. Þetta gengur gegn öllu sem ég stend fyrir. Þegar þú ert í landsliði ertu fyrirmynd fyrir yngri iðkendur og þetta er algjörlega rangt á alla vegu.“
Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahús þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Sjá meira