Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar 22. nóvember 2025 10:02 Það hefur varla farið frammhjá þeim sem lesa fréttir, hvort sem það er Vísir, MBL eða aðrir miðlar að fíkn er ekki djók og fíkn hrjáir samfélagið okkar. Fíkn er ekki bara áfengi og eiturlyf, ímynd sem Íslendingar hafa búið við of lengi, ímynd sem er þægileg og við höfum getað sætt okkur við. Fíkn hinsvegar er stærri, menn geta orðið háðir hverju sem er , bara mismikið, og þar kemur spilafíkn inn af krafti. Það er samkvæmt lögum, að menn segja, ólöglegt að reka spilavíti á netinu á Íslandi en samt er ekkert nema fyrirtæki sem auglýsa, hvort sem það er af YouTube eða hjá íþróttafélögum. Ráðuneytið telur þetta ekki vandamál en ég get sagt, nei, ég get staðhæft að þetta er vandamál. Ég datt inn í þennan heim spilavíta á netinu árið 2020 ásamt vini mínum, við byrðjum smátt, nokkrar krónur hér og þar, maður fann varla fyrir því, en áður en við vissum vorum við farnir að taka smálán og fá lánað héðan og þaðan, einungis til þess að henda inn tvö-þrjúþúsundkalli í þeirri trú að við mmyndum vinna allt til baka. Ég trúði því lengi vel að ég gæti breytt 500kr í milljón og ef það gekk ekki þá var bara næsti 500 kall, og svo urðu þeir að milljóninni sem aldrei kom. Það var eins og að labba á vegg þegar ég vann með strák fæddum 2007 sem sagði mér að hann hefði unnið 100 dollara (sem þá var sirka 12 þúsund krónur), og taldi hann það gott þar sem einn jafnaldri hefði tapað 300.000kr, en ætlaði að vinna það til baka, ímyndið ykkur hvert tapið er í dag. Reglugerðin er enginn og aðgangurinn er opinn öllum, ef þú átt pening. Það hlýtur að vekja ótta að á sama tíma og við tölum fyrir því að ungt fólk hafi efni á fyrsta húsnæði, þá brennur það (að mestu ungir karlmenn) sparnaðin sinn og meira í hugmynd um gull og græna skóga en fá svo bara eyðimörk. Og ekki hjálpar það að skömminn sem fylgir er yfirgnæfandi. Skömmina fékk ég í smettið eins og menn segja árið 2022 þegar faðir minn hringdi í mig og spurði af hverju ég væri með yfridrátt hjá bankanum upp á 600.000kr, í fullri vinnu og með engin útgjöld. Við VERÐUM að taka á þessu meini og bjarga fólkinu sem glímir við þetta í einrúmi, hvort sem þau séu ung eða í elli, þetta er mein sem mun bera fólk á endastöð, og það get ég vottað, enda staðið þar sjáfur, og það eina sem bjargaði mér var stuðningsnet vina og fjölskyldu, en það búa ekki allir við. Hjálpum fólkinu okkar, bönnum spilasíður á netinu. Höfundur er fyrrum spilafíkill sem var of nálægt endanum af ótta við skömm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Það hefur varla farið frammhjá þeim sem lesa fréttir, hvort sem það er Vísir, MBL eða aðrir miðlar að fíkn er ekki djók og fíkn hrjáir samfélagið okkar. Fíkn er ekki bara áfengi og eiturlyf, ímynd sem Íslendingar hafa búið við of lengi, ímynd sem er þægileg og við höfum getað sætt okkur við. Fíkn hinsvegar er stærri, menn geta orðið háðir hverju sem er , bara mismikið, og þar kemur spilafíkn inn af krafti. Það er samkvæmt lögum, að menn segja, ólöglegt að reka spilavíti á netinu á Íslandi en samt er ekkert nema fyrirtæki sem auglýsa, hvort sem það er af YouTube eða hjá íþróttafélögum. Ráðuneytið telur þetta ekki vandamál en ég get sagt, nei, ég get staðhæft að þetta er vandamál. Ég datt inn í þennan heim spilavíta á netinu árið 2020 ásamt vini mínum, við byrðjum smátt, nokkrar krónur hér og þar, maður fann varla fyrir því, en áður en við vissum vorum við farnir að taka smálán og fá lánað héðan og þaðan, einungis til þess að henda inn tvö-þrjúþúsundkalli í þeirri trú að við mmyndum vinna allt til baka. Ég trúði því lengi vel að ég gæti breytt 500kr í milljón og ef það gekk ekki þá var bara næsti 500 kall, og svo urðu þeir að milljóninni sem aldrei kom. Það var eins og að labba á vegg þegar ég vann með strák fæddum 2007 sem sagði mér að hann hefði unnið 100 dollara (sem þá var sirka 12 þúsund krónur), og taldi hann það gott þar sem einn jafnaldri hefði tapað 300.000kr, en ætlaði að vinna það til baka, ímyndið ykkur hvert tapið er í dag. Reglugerðin er enginn og aðgangurinn er opinn öllum, ef þú átt pening. Það hlýtur að vekja ótta að á sama tíma og við tölum fyrir því að ungt fólk hafi efni á fyrsta húsnæði, þá brennur það (að mestu ungir karlmenn) sparnaðin sinn og meira í hugmynd um gull og græna skóga en fá svo bara eyðimörk. Og ekki hjálpar það að skömminn sem fylgir er yfirgnæfandi. Skömmina fékk ég í smettið eins og menn segja árið 2022 þegar faðir minn hringdi í mig og spurði af hverju ég væri með yfridrátt hjá bankanum upp á 600.000kr, í fullri vinnu og með engin útgjöld. Við VERÐUM að taka á þessu meini og bjarga fólkinu sem glímir við þetta í einrúmi, hvort sem þau séu ung eða í elli, þetta er mein sem mun bera fólk á endastöð, og það get ég vottað, enda staðið þar sjáfur, og það eina sem bjargaði mér var stuðningsnet vina og fjölskyldu, en það búa ekki allir við. Hjálpum fólkinu okkar, bönnum spilasíður á netinu. Höfundur er fyrrum spilafíkill sem var of nálægt endanum af ótta við skömm.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun