Innlent

Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum verður rætt við varðstjóra á Norðurlandi vestra sem segir mikla mildi að ekki hafi farið verr þegar þrír bílar með alls fjórtán innanborðs skullu saman fyrir utan Blönduós í gær.

Á sama tíma varð annað bílslys á svæðinu og var hálkunni um að kenna í báðum tilfellum.

Einnig höldum við áfram að fjalla um málefni fatlaðra og ræðum við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga um stöðu mála hjá þeim sveitarfélögum sem enn hafa ekki komið sér upp stefn í málaflokknum.

Að auki segjum við frá því að tilvikum um netsvindl fari nú fjölgandi hér á landi og að æ erfiðara verði að sjá mun á svikatilboðum og raunverulegum.

Í sportpakka dagsins verður rennt yfir úrslitin í Enska boltanum en umferðinni lýkur í kvöld með leik Manchester United og Everton. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×