Innherji

Synjun FDA von­brigði en staðan hjá Al­vot­ech „á­gæt þrátt fyrir mót­læti“

Hörður Ægisson skrifar
Róbert Wessman, forstjóri og stjórnarformaður Alvotech. Hlutabréfaverð félagsins hefur aðeins hækkað í morgun eftir að það greindi frá því að hafa fengið samþykkt markaðsleyfi í Evrópu fyrir hliðstæður sínar við lyfin Prolia og Xgeva.  
Róbert Wessman, forstjóri og stjórnarformaður Alvotech. Hlutabréfaverð félagsins hefur aðeins hækkað í morgun eftir að það greindi frá því að hafa fengið samþykkt markaðsleyfi í Evrópu fyrir hliðstæður sínar við lyfin Prolia og Xgeva.  

Vegna athugasemda FDA við framleiðsluaðstöðu Alvotech þá er er sennilegast að samþykki markaðsleyfis í Bandaríkjunum fyrir þrjár nýjar líftæknilyfjahliðstæður muni ekki fást fyrr en á seinni árshelmingi 2026, að mati hlutabréfagreinanda, sem telur stöðu félagsins samt vera ágæta þrátt fyrir mótlæti. Fjárfestum er ráðlagt sem fyrr að kaupa og þótt nýtt virðismat á Alvotech sé lækkað þá er það langt yfir núverandi markaðsgengi.


Tengdar fréttir

Lækka veru­lega verðmat sitt á Al­vot­ech og búast við töfum á öðrum hliðstæðum

Ákvörðun FDA að veita Alvotech ekki markaðsleyfi að svo stöddu fyrir hliðstæðu sína við Simponi mun að líkindum einnig valda töfum á að aðrar nýjar væntanlegar líftæknilyfjahliðstæður þess fái samþykki í Bandaríkjunum, að sögn erlendra greinenda, sem hafa sumir hverjir lækkað verðmat sitt á félaginu talsvert. Tafirnar gætu haft nokkur áhrif á tekjuvöxt og framlegð næsta árs og þrengt að samkeppnisstöðu Alvotech ef keppinautar félagsins komast með sínar hliðstæður fyrr á markað.

Nærri 100 milljarðar þurrkast út vegna óvissu um næstu hliðstæður Al­vot­ech

Sú óvissa sem hefur myndast vegna ákvörðunar FDA að veita Alvotech ekki markaðsleyfi að svo stöddu fyrir líftæknilyfjahliðstæðu sína við Simponi kom eins og þruma úr heiðskýru lofti en markaðsvirði félagsins féll um nærri þrjátíu prósent í dag og áhrifanna gætti á allan markaðinn. Sumir greinendur telja líklegt að þetta muni seinka innkomu hliðstæðunnar fram til seinni hluta næsta árs en forstjóri Alvotech segist áfram sannfærður um félagið verði fyrst á Bandaríkjamarkað með hliðstæðu við Simponi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×