Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. nóvember 2025 14:30 Flokkur fólksins sem situr í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur gert það að listgrein að gagnrýna fjölmiðla með slíkum afleiðingum að styrkir til tveggja og stærstu öflugustu einkareknu fjölmiðla landsins voru skertir. Einmitt þeir fjölmiðlar sem veita ríkisstjórninni hvað mest aðhald. Þessar árásir Flokks fólksins hafa hingað til einskorðast við raus þingmanna flokksins í ræðupúlti alþingis eða viðtölum, en um helgina kvað við nýjan tón þegar mennta- og barnamálaráðuneytið, hvar Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, fer með völdin, notaði vef stjórnarráðs Íslands í þeim tilgangi að sverta einkarekinn fjölmiðil. Í tveimur löngum bloggfærslum á vef stjórnarráðsins var Morgunblaðið sakað um rangfærslur og lygar og ekki nóg með það, þá voru trúnaðarupplýsingar á milli blaðamanns og ráðuneytisins birtar orðréttar. Þó svo vinnubrögð ráðuneytisins dæmi sig sjálf er það skondna að trúnaðarbresturinn styrkir málstað fjölmiðilsins. Þá gat ráðuneytið ekki bent á eina rangfærslu í grein Morgunblaðsins heldur var bara ekki sú rannsókn notuð í umfjölluninni sem hentaði ráðherra og ráðuneytinu. Til að bíta höfuðið svo af skömminni keypti mennta- og barnamálaráðuneytið svo auglýsingar á Facebook til að tryggja sem mesta útbreiðslu þessa áróðurs gegn fjölmiðli sem var að reyna að vinna vinnuna sína. Það er að sjálfsögðu ekki í lagi að skattgreiðendur borgi fyrir umkvartanir einstakra ráðherra í garð fjölmiðla. Það er í raun algjörlega ótækt. Logi Einarsson, ráðherra fjölmiðla, hefur áður þurft að fordæma orð þingmanna Flokks fólksins í garð fjölmiðla og verður því í meira lagi áhugavert að sjá hver viðbrögð hans verða við þessu nýjasta útspili Flokks fólksins og ráðuneyti hans. Í fyrsta lagi hvernig vef stjórnarráðsins er beitt í þessum pólitíska tilgangi og í annan stað að ráðuneyti kosti svona færslur með skattfé, sér í lagi vegna þess að hann leggur nú áherslu á að ráðuneytin auglýsi ekki erlendis og hefur bannað slíkt í sínu ráðuneyti. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins sem situr í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur gert það að listgrein að gagnrýna fjölmiðla með slíkum afleiðingum að styrkir til tveggja og stærstu öflugustu einkareknu fjölmiðla landsins voru skertir. Einmitt þeir fjölmiðlar sem veita ríkisstjórninni hvað mest aðhald. Þessar árásir Flokks fólksins hafa hingað til einskorðast við raus þingmanna flokksins í ræðupúlti alþingis eða viðtölum, en um helgina kvað við nýjan tón þegar mennta- og barnamálaráðuneytið, hvar Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, fer með völdin, notaði vef stjórnarráðs Íslands í þeim tilgangi að sverta einkarekinn fjölmiðil. Í tveimur löngum bloggfærslum á vef stjórnarráðsins var Morgunblaðið sakað um rangfærslur og lygar og ekki nóg með það, þá voru trúnaðarupplýsingar á milli blaðamanns og ráðuneytisins birtar orðréttar. Þó svo vinnubrögð ráðuneytisins dæmi sig sjálf er það skondna að trúnaðarbresturinn styrkir málstað fjölmiðilsins. Þá gat ráðuneytið ekki bent á eina rangfærslu í grein Morgunblaðsins heldur var bara ekki sú rannsókn notuð í umfjölluninni sem hentaði ráðherra og ráðuneytinu. Til að bíta höfuðið svo af skömminni keypti mennta- og barnamálaráðuneytið svo auglýsingar á Facebook til að tryggja sem mesta útbreiðslu þessa áróðurs gegn fjölmiðli sem var að reyna að vinna vinnuna sína. Það er að sjálfsögðu ekki í lagi að skattgreiðendur borgi fyrir umkvartanir einstakra ráðherra í garð fjölmiðla. Það er í raun algjörlega ótækt. Logi Einarsson, ráðherra fjölmiðla, hefur áður þurft að fordæma orð þingmanna Flokks fólksins í garð fjölmiðla og verður því í meira lagi áhugavert að sjá hver viðbrögð hans verða við þessu nýjasta útspili Flokks fólksins og ráðuneyti hans. Í fyrsta lagi hvernig vef stjórnarráðsins er beitt í þessum pólitíska tilgangi og í annan stað að ráðuneyti kosti svona færslur með skattfé, sér í lagi vegna þess að hann leggur nú áherslu á að ráðuneytin auglýsi ekki erlendis og hefur bannað slíkt í sínu ráðuneyti. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi blaðamaður.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun