Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar 25. nóvember 2025 08:18 Það er óhætt að segja að nýjustu vendingar í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins séu eins og beint upp úr handriti að farsakenndum gamanleik. ESB hefur ákveðið að beita okkur „hefndartollum,“ sem er auðvitað bara fágaðra orðalag yfir verndartolla, þótt allir viti að tollar verndi aldrei neitt nema eymdina. Málið varðar tvær eimyrjuspúandi málmbræðslur, þar sem önnur er reyndar gjaldþrota og á sér ekki viðreisnar von, semsagt ekki beint mesta ógnin við efnahagslegan stöðugleika álfunnar. En kaldhæðnin nær nýjum lægðum hjá Framsóknarflokknum sem krefst þess að önnur bræðslan verði neydd með tollum til að versla af hinni! Á meðan á þessu stendur eru öll stærstu hugbúnaðarfyrirtæki heims á hnjánum og biðja um að fá að kaupa raforku fyrir gagnaver. Þessi fyrirtæki eru ekki bara tilbúin að borga miklu hærra verð en stóriðjan, heldur myndu þau gera það án þess að spúa mengun yfir nærliggjandi byggðir. Það ætti því í raun að vera fagnaðarefni ef við losnum undan þessum úreltu samningum. Þá gætum við selt rafmagnið okkar á hærra verði til verkefna sem eru bæði arðbærari og umhverfisvænni. En sem fyrr boðar Framsókn stöðutöku í fortíð eftir að hafa verið verjendur mjólkurbúðanna, andstæðingar litasjónvarpsins, frjáls utvarps, frjáls gengis og verðbréfamarkaðar allt í nafni þess að vernda hagsmuni fárra á kostnað margra, byggt á þeirri hugmyndafræði að langtímavarmi skapist við að pissa i skóinn sinn. Og þá kemur að atriðinu, sem virðist hafa farið fram hjá mörgum í hita leiksins. Önnur þessara „íslensku“ verksmiðja, Elkem á Grundartanga, er í raun kínverskt ríkisfyrirtæki í gegnum flókna eignarkeðju. ESB lítur því ekki á þetta sem íslenskan iðnað, heldur sem bakdyr fyrir kínverskt ríkisfjármagn inn á Evrópumarkað. Vopnið sem ESB beitir nú gegn okkur, hinn frægi „neyðarhemill“ í 112. grein EES-samningsins, var settur inn í samninginn að sérstakri kröfu Íslendinga. Til hvers? Jú, til að vernda íslenskan landbúnað og stöðva innflutning sem gæti ógnað hagsmunum bænda en æ sér gjöf til gjalda. ESB hefur einfaldlega snúið vörn í sókn og notar nú það lagaákvæði sem við heimtuðum til að vernda úreltan landbúnað, til að loka á stóriðju sem er í raun í eigu Kínverja. EES-samningurinn er ekki lengur þægilegt skjól þegar hagsmunir Kína eru annars vegar. Kannski er hefndartollastefnan loksins að færa okkur ávinning í stað eymdarinnar sem sú stefna hefur kallað yfir íslenskan landbúnað. Höfundur er eigandi Sante. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að nýjustu vendingar í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins séu eins og beint upp úr handriti að farsakenndum gamanleik. ESB hefur ákveðið að beita okkur „hefndartollum,“ sem er auðvitað bara fágaðra orðalag yfir verndartolla, þótt allir viti að tollar verndi aldrei neitt nema eymdina. Málið varðar tvær eimyrjuspúandi málmbræðslur, þar sem önnur er reyndar gjaldþrota og á sér ekki viðreisnar von, semsagt ekki beint mesta ógnin við efnahagslegan stöðugleika álfunnar. En kaldhæðnin nær nýjum lægðum hjá Framsóknarflokknum sem krefst þess að önnur bræðslan verði neydd með tollum til að versla af hinni! Á meðan á þessu stendur eru öll stærstu hugbúnaðarfyrirtæki heims á hnjánum og biðja um að fá að kaupa raforku fyrir gagnaver. Þessi fyrirtæki eru ekki bara tilbúin að borga miklu hærra verð en stóriðjan, heldur myndu þau gera það án þess að spúa mengun yfir nærliggjandi byggðir. Það ætti því í raun að vera fagnaðarefni ef við losnum undan þessum úreltu samningum. Þá gætum við selt rafmagnið okkar á hærra verði til verkefna sem eru bæði arðbærari og umhverfisvænni. En sem fyrr boðar Framsókn stöðutöku í fortíð eftir að hafa verið verjendur mjólkurbúðanna, andstæðingar litasjónvarpsins, frjáls utvarps, frjáls gengis og verðbréfamarkaðar allt í nafni þess að vernda hagsmuni fárra á kostnað margra, byggt á þeirri hugmyndafræði að langtímavarmi skapist við að pissa i skóinn sinn. Og þá kemur að atriðinu, sem virðist hafa farið fram hjá mörgum í hita leiksins. Önnur þessara „íslensku“ verksmiðja, Elkem á Grundartanga, er í raun kínverskt ríkisfyrirtæki í gegnum flókna eignarkeðju. ESB lítur því ekki á þetta sem íslenskan iðnað, heldur sem bakdyr fyrir kínverskt ríkisfjármagn inn á Evrópumarkað. Vopnið sem ESB beitir nú gegn okkur, hinn frægi „neyðarhemill“ í 112. grein EES-samningsins, var settur inn í samninginn að sérstakri kröfu Íslendinga. Til hvers? Jú, til að vernda íslenskan landbúnað og stöðva innflutning sem gæti ógnað hagsmunum bænda en æ sér gjöf til gjalda. ESB hefur einfaldlega snúið vörn í sókn og notar nú það lagaákvæði sem við heimtuðum til að vernda úreltan landbúnað, til að loka á stóriðju sem er í raun í eigu Kínverja. EES-samningurinn er ekki lengur þægilegt skjól þegar hagsmunir Kína eru annars vegar. Kannski er hefndartollastefnan loksins að færa okkur ávinning í stað eymdarinnar sem sú stefna hefur kallað yfir íslenskan landbúnað. Höfundur er eigandi Sante.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun