34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar 25. nóvember 2025 10:32 Íslendingar eru vanir því að fasteignaverð sé hátt, svo mjög að margir eru farnir að halda að það sé lögmál. Svo er ekki. Í sumum sveitarfélögum má enn lifa mannsæmandi lífi án þess að fasteignaskuldir verði ævilangur klafi. Stundum þarf aðeins að rýna í einfaldar staðreyndir til að sjá að lífsgæði og húsnæðiskostnaður fara síður en svo alltaf saman. Í dag eru lífsgæðin oft meiri utan Reykjavíkur, og tölurnar sýna það skýrt. Það munar 340 þúsund á fermetra Í dag kostar ný 100 fermetra íbúð í Reykjavík 97 milljónir, en sambærileg íbúð í Þorlákshöfn kostar 63 milljónir að meðaltali. Það munar 340 þúsund krónum á fermetra. Það þýðir eitt: 34 milljóna króna álag sem þú borgar fyrir sama rými, sama fjölda veggja, sama fjölda rafmagnsinnstunga, og færð bílastæði að auki. Munurinn er póstnúmer. Ekki gæði. Ekki stærð. Ekki efni. Bara staðsetning. Myndin hér að ofan, sem er tekin saman af Ragnari Má Gunnarssyni, Flateyringi og fjármálaspekúlanti, er afar upplýsandi. Hún sýnir skýrt það mikla álag sem Reykvíkingar bera af húsnæði sínu, sérstaklega því sem er nýbyggt. Það munar 4,3 milljónum í laun En þar með er sagan ekki öll sögð. Þessi 34 milljóna króna munur þýðir að fjölskylda sem velur að búa í Reykjavík þarf að skila um 4,3 milljónum krónum meira í tekjur á ári, miðað við hæsta skattþrep, bara til að standa í skilum á þessu póstnúmeragjaldi. Þetta þarf hún að gera ár eftir ár ef hún velur að kaupa í Reykjavík. Þetta liggur nærri árslaunum fyrir stóran hóp landsmanna. Þar að auki bætast við leikskólagjöld (fyrir þau fáu sem eru svo heppin að komast í þau takmörkuðu gæði í Reykjavík), fasteignagjöld, æfingagjöld, nýju skattarnir hjá ríkisstjórninni og allt hitt sem þyngir okkur róðurinn og dregur okkur mátt. Ruglið normalíserað Við erum sem samfélag búin að normalísera þetta rugl. Það þykir orðið sjálfsagt að stór hluti landsmanna þurfi að fórna fjárhagslegu öryggi, frítíma og framtíðarmöguleikum barna sinna fyrir það eitt að búa á bílastæðalausum þéttingareitum. Reykjavíkurborg selur hugmyndina um „borgarlíf“ á verði sem nánast útilokar ungt fólk og venjulegar fjölskyldur. Við þetta bætist svo að samgöngumálin eru þannig úr garði gerð að stytting vinnuvikunnar fer í að bíða á rauðu ljósi, ekki í samveru með fjölskyldunni. Sér er nú hvert „borgarlífið“. Þrátt fyrir þetta er enn til fólk sem lætur þetta yfir sig ganga og greiðir 34 milljónum meira fyrir fjölskylduíbúðina en það þarf, og þar með fyrir réttinn til að vera fast í umferð á Miklubraut. Lykilspurning Spurningin sem við ættum að velta fyrir okkur er ekki: „Hvernig get ég klofið það að kaupa í Reykjavík?“ heldur: „Af hverju ætti ég að þurfa að sætta mig við að kaupa í Reykjavík?“ Þangað til við svörum þeirri spurningu mun staðan haldast óbreytt: of margir binda sig klyfjum borgarinnar á meðan raunverulegu verðmætin, svo sem tími með fjölskyldunni, svigrúm til ferðalaga, leikskólapláss og bílastæði, bíða í 30 til 40 mínútna fjarlægð. Í alvöru, skoðaðu málið og taktu svo ákvörðun. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Fasteignamarkaður Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Íslendingar eru vanir því að fasteignaverð sé hátt, svo mjög að margir eru farnir að halda að það sé lögmál. Svo er ekki. Í sumum sveitarfélögum má enn lifa mannsæmandi lífi án þess að fasteignaskuldir verði ævilangur klafi. Stundum þarf aðeins að rýna í einfaldar staðreyndir til að sjá að lífsgæði og húsnæðiskostnaður fara síður en svo alltaf saman. Í dag eru lífsgæðin oft meiri utan Reykjavíkur, og tölurnar sýna það skýrt. Það munar 340 þúsund á fermetra Í dag kostar ný 100 fermetra íbúð í Reykjavík 97 milljónir, en sambærileg íbúð í Þorlákshöfn kostar 63 milljónir að meðaltali. Það munar 340 þúsund krónum á fermetra. Það þýðir eitt: 34 milljóna króna álag sem þú borgar fyrir sama rými, sama fjölda veggja, sama fjölda rafmagnsinnstunga, og færð bílastæði að auki. Munurinn er póstnúmer. Ekki gæði. Ekki stærð. Ekki efni. Bara staðsetning. Myndin hér að ofan, sem er tekin saman af Ragnari Má Gunnarssyni, Flateyringi og fjármálaspekúlanti, er afar upplýsandi. Hún sýnir skýrt það mikla álag sem Reykvíkingar bera af húsnæði sínu, sérstaklega því sem er nýbyggt. Það munar 4,3 milljónum í laun En þar með er sagan ekki öll sögð. Þessi 34 milljóna króna munur þýðir að fjölskylda sem velur að búa í Reykjavík þarf að skila um 4,3 milljónum krónum meira í tekjur á ári, miðað við hæsta skattþrep, bara til að standa í skilum á þessu póstnúmeragjaldi. Þetta þarf hún að gera ár eftir ár ef hún velur að kaupa í Reykjavík. Þetta liggur nærri árslaunum fyrir stóran hóp landsmanna. Þar að auki bætast við leikskólagjöld (fyrir þau fáu sem eru svo heppin að komast í þau takmörkuðu gæði í Reykjavík), fasteignagjöld, æfingagjöld, nýju skattarnir hjá ríkisstjórninni og allt hitt sem þyngir okkur róðurinn og dregur okkur mátt. Ruglið normalíserað Við erum sem samfélag búin að normalísera þetta rugl. Það þykir orðið sjálfsagt að stór hluti landsmanna þurfi að fórna fjárhagslegu öryggi, frítíma og framtíðarmöguleikum barna sinna fyrir það eitt að búa á bílastæðalausum þéttingareitum. Reykjavíkurborg selur hugmyndina um „borgarlíf“ á verði sem nánast útilokar ungt fólk og venjulegar fjölskyldur. Við þetta bætist svo að samgöngumálin eru þannig úr garði gerð að stytting vinnuvikunnar fer í að bíða á rauðu ljósi, ekki í samveru með fjölskyldunni. Sér er nú hvert „borgarlífið“. Þrátt fyrir þetta er enn til fólk sem lætur þetta yfir sig ganga og greiðir 34 milljónum meira fyrir fjölskylduíbúðina en það þarf, og þar með fyrir réttinn til að vera fast í umferð á Miklubraut. Lykilspurning Spurningin sem við ættum að velta fyrir okkur er ekki: „Hvernig get ég klofið það að kaupa í Reykjavík?“ heldur: „Af hverju ætti ég að þurfa að sætta mig við að kaupa í Reykjavík?“ Þangað til við svörum þeirri spurningu mun staðan haldast óbreytt: of margir binda sig klyfjum borgarinnar á meðan raunverulegu verðmætin, svo sem tími með fjölskyldunni, svigrúm til ferðalaga, leikskólapláss og bílastæði, bíða í 30 til 40 mínútna fjarlægð. Í alvöru, skoðaðu málið og taktu svo ákvörðun. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar