Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar 26. nóvember 2025 10:46 Nú er um ár síðan ég hnaut um pólitíkina, ef svo má að orði komast. En pólitík var eitthvað sem ég ætlaði aldrei að koma nálægt og ég held ég hafi tekið þá ákvörðun mjög ung. Ég man eftir að heyra fullorðna fólkið ræða pólitík sem var að mínu mati tilgangslaust þras, án þess að einhver niðursstaða fengist í málið. Þetta fannst mér ekki heillandi og ákvörðunin var tekin; Ég ætlaði aldrei að koma nálægt pólitík. En svo er það þetta með aldrei, það virðist nefninlega elta mann uppi. Ég valdi ekki pólitíkina, heldur valdi hún mig. Aðdragandinn að því er reyndar bráðskemmtilegur, en látum hann liggja á milli hluta að þessu sinni. Í stuttu máli þá kolféll ég fyrir stjórnmálaflokki. Ég kolféll fyrir fólkinu, orkunni, málefnunum, ástríðunni og gleðinni. Kolféll svona eins og þegar maður verður ástfanginn. Ástin mætti þegar ég síst átti von og alls ekki af mínum draumaprinsi, heldur stjórnmálaflokki. Já - ég veit! Undanfarið ár hef ég svo verið að að bæta upp fyrir 48 ára áhugaleysi um pólitík og öllu sem henni viðkemur. Ég hef mætt á ótal málþing, pallborð, horft á Alþingisrásina og komið sjálfri mér á óvart hversu gaman ég hef haft af þvi að mæta og læra. Auðvitað er sumt alveg drepleiðinlegt, en það er eins og með leiðinlega bók að stundum þarf ekki nema eina setningu sem að hittir i mark til að lesturinn borgi sig. En til að koma mér að aðalatriðinu þurfum við að spóla 10 ár aftur í tímann. Þá var ég með tiltölulega nýlegt matarblogg þegar einn daginn, alveg upp úr þurru, kom til mín spurningin; Hverjir geta gefið út bók? . Svarið kom ekki svo löngu síðar, svona eins og ljósaperu-móment. Allir geta gefið út bók. Maður býr til bók og gefur hana út - punktur. Þremur matreiðslubókum og allskonar vexti, breytingum og þroska síðar - er ný spurning mætt; Hvaða einkennir góðan stjórmálamann? Er til dæmis nóg að vera góð manneskja og vilja vel? Ég held að það við höfum öll gott af því að velta því fyrir okkur hvaða eiginleika við viljum að einkenni fólkið sem er við stjórnvölinn, en jafn mikilvægt held ég að fólkið sem er við stjórnvölinn geri slíkt hið sama. Ég veit ekkert hvert þessi spurning leiðir mig en pælingarnar eru hafnar. Höfundur er í stjórn Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Nú er um ár síðan ég hnaut um pólitíkina, ef svo má að orði komast. En pólitík var eitthvað sem ég ætlaði aldrei að koma nálægt og ég held ég hafi tekið þá ákvörðun mjög ung. Ég man eftir að heyra fullorðna fólkið ræða pólitík sem var að mínu mati tilgangslaust þras, án þess að einhver niðursstaða fengist í málið. Þetta fannst mér ekki heillandi og ákvörðunin var tekin; Ég ætlaði aldrei að koma nálægt pólitík. En svo er það þetta með aldrei, það virðist nefninlega elta mann uppi. Ég valdi ekki pólitíkina, heldur valdi hún mig. Aðdragandinn að því er reyndar bráðskemmtilegur, en látum hann liggja á milli hluta að þessu sinni. Í stuttu máli þá kolféll ég fyrir stjórnmálaflokki. Ég kolféll fyrir fólkinu, orkunni, málefnunum, ástríðunni og gleðinni. Kolféll svona eins og þegar maður verður ástfanginn. Ástin mætti þegar ég síst átti von og alls ekki af mínum draumaprinsi, heldur stjórnmálaflokki. Já - ég veit! Undanfarið ár hef ég svo verið að að bæta upp fyrir 48 ára áhugaleysi um pólitík og öllu sem henni viðkemur. Ég hef mætt á ótal málþing, pallborð, horft á Alþingisrásina og komið sjálfri mér á óvart hversu gaman ég hef haft af þvi að mæta og læra. Auðvitað er sumt alveg drepleiðinlegt, en það er eins og með leiðinlega bók að stundum þarf ekki nema eina setningu sem að hittir i mark til að lesturinn borgi sig. En til að koma mér að aðalatriðinu þurfum við að spóla 10 ár aftur í tímann. Þá var ég með tiltölulega nýlegt matarblogg þegar einn daginn, alveg upp úr þurru, kom til mín spurningin; Hverjir geta gefið út bók? . Svarið kom ekki svo löngu síðar, svona eins og ljósaperu-móment. Allir geta gefið út bók. Maður býr til bók og gefur hana út - punktur. Þremur matreiðslubókum og allskonar vexti, breytingum og þroska síðar - er ný spurning mætt; Hvaða einkennir góðan stjórmálamann? Er til dæmis nóg að vera góð manneskja og vilja vel? Ég held að það við höfum öll gott af því að velta því fyrir okkur hvaða eiginleika við viljum að einkenni fólkið sem er við stjórnvölinn, en jafn mikilvægt held ég að fólkið sem er við stjórnvölinn geri slíkt hið sama. Ég veit ekkert hvert þessi spurning leiðir mig en pælingarnar eru hafnar. Höfundur er í stjórn Viðreisnar í Reykjavík.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun