Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2025 11:16 Nágrannar mannsins lýsa miklum sóðaskap vegna hans. Rusli hafi verið hent af svölum og jafnvel kviknað í ruslapoka í sameign. Þá hafi verið ummerki eftir fíkniefni í bílakjallara. Vísir/Vilhelm Íbúar í fjölbýlishúsi á suðvesturhorni landsins anda léttar eftir að héraðsdómur bannaði karlmanni að dvelja í íbúð foreldra sinna og flytja með allt sitt hafurtask innan mánaðar. Íbúarnir lýsa ógnandi hegðun, hávaða og skemmdarverkum yfir rúmlega þriggja ára tímabil. Eftir að hafa án árangurs reynt að bregðast við málinu innan húsfélagsins var ákveðið í sumar að höfða mál fyrir dómstólum til að víkja manninum úr húsi. Foreldrar eru eigendur íbúðarinnar en íbúar í húsinu segja mikið ónæði hafa verið af manninum síðan sumarið 2022 og skráðar tilkynningar til lögreglu numið á fimmta tug. Á fyrstu mánuðum hans í húsinu hafi íbúar strax orðið varir við sóðaskap á borð við nikótínpúða í sameiginlegri lyftu, ruslapoka í stigahúsinu og læti og truflun við inngang þegar hann var læstur úti eða þurfti að fá að hringja á leigubíl hjá nágranna. Þá urðu íbúar varir við ummerki um fíkniefni við bílastæði merktu íbúðinni í bílakjallaranum. Settu upp myndavélar Fyrsta útkall lögreglu og sérsveitar hafi verið í nóvember 2022 og útköllum fjölgað í framhaldinu. Hann hafi illa áttaður reynt að komast inn í aðrar íbúðir, skilið eftir logandi rusl í sameign og fólk honum tengt sofið í stigaganginum. Skemmdarverk hafi verið unnin á lyftu og bílum annarra íbúa. Vegna tjónanna hafi verið sett um myndavélakerfi í húsinu og húsreglum breytt vegna umgangs mannsins. Dæmi hafi verið um að íbúar flyttu tímabundið út vegna ónæðisins, skemmdarverk unnin á myndavélunum og skerandi ólæti gert íbúa gráhærða. Maðurinn virðist mögulega hafa glímt við geðrænan vanda eða verið í mikilli neyslu því einnig eru skráðar ítrekaðar tilkynningar hans sjálfs til lögreglu vegna manna sem hann kvaðst hræddur við og taldi reyna að komast inn til sín. Á húsfélagsfundi í desember í fyrra var lögmaður fenginn til að semja bréf til mannsins um að taka upp betri siði. Frekari brot myndu leiða til kröfu um að flytja út úr húsinu. Á húsfundi í mars samþykktu íbúar að honum yrði bönnuð dvöl í húsinu og gert að flytja út í síðasta lagi í júní. Yrði hann ekki við því yrði honum stefnt fyrir dóm. Foreldrar mannsins fengu sams konar bréf þar sem skorað var á þau að selja íbúðina hið fyrsta. Allir sögðu já nema foreldrarnir Maðurinn sótti ekki þinghald og tók því ekki til varna. Dómari skoðaði hvort húsfélagið hefði uppfyllt skilyrði laga um fjöleignarhús að skora á manninn að bæta ráð sitt og vara við afleiðingum. Þá þarf fyrirvari um bann við búsetu að vera að minnsta kosti einn mánuður. Þá þarf að liggja fyrir samþykki 2/3 hluta eigenda í húsinu og helmingsmæting á húsfund til að taka ákvörðun um brottvísun úr húsinu. Fyrir lá að 53 af 71 eignarhlut sat fundinn og allir greiddu með því að vísa manninum úr húsinu að frátöldum foreldrum hans. Dómari leit til þess að ítrekuð útköll lögreglu, samantektir og skráningar hjá húsfélaginu, upptökur úr öryggismyndavélum og í fundargerðum styddu mál húsfélagsins. Var húsfélagið talið hafa leitt nægar líkur að því að maðurinn hefði ítrekað virt að vettugi skyldu sína til að taka sanngjarnt og eðlilegt tillit til annarra eigenda í húsinu. Hann hefði valdið þeim meira ónæði en nágrannar eigi að þurfa að þola í fjölbýli. Bréf hefði verið sent, skorað á manninn að bæta ráð sitt en ekkert breyst. Húsfélagið hefði því verið í fullum rétti að vísa honum úr húsinu og var sú ákvörðun staðfest. Húsfélagið situr uppi með 680 þúsund krónur í málskostnað. Húsnæðismál Dómsmál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Eftir að hafa án árangurs reynt að bregðast við málinu innan húsfélagsins var ákveðið í sumar að höfða mál fyrir dómstólum til að víkja manninum úr húsi. Foreldrar eru eigendur íbúðarinnar en íbúar í húsinu segja mikið ónæði hafa verið af manninum síðan sumarið 2022 og skráðar tilkynningar til lögreglu numið á fimmta tug. Á fyrstu mánuðum hans í húsinu hafi íbúar strax orðið varir við sóðaskap á borð við nikótínpúða í sameiginlegri lyftu, ruslapoka í stigahúsinu og læti og truflun við inngang þegar hann var læstur úti eða þurfti að fá að hringja á leigubíl hjá nágranna. Þá urðu íbúar varir við ummerki um fíkniefni við bílastæði merktu íbúðinni í bílakjallaranum. Settu upp myndavélar Fyrsta útkall lögreglu og sérsveitar hafi verið í nóvember 2022 og útköllum fjölgað í framhaldinu. Hann hafi illa áttaður reynt að komast inn í aðrar íbúðir, skilið eftir logandi rusl í sameign og fólk honum tengt sofið í stigaganginum. Skemmdarverk hafi verið unnin á lyftu og bílum annarra íbúa. Vegna tjónanna hafi verið sett um myndavélakerfi í húsinu og húsreglum breytt vegna umgangs mannsins. Dæmi hafi verið um að íbúar flyttu tímabundið út vegna ónæðisins, skemmdarverk unnin á myndavélunum og skerandi ólæti gert íbúa gráhærða. Maðurinn virðist mögulega hafa glímt við geðrænan vanda eða verið í mikilli neyslu því einnig eru skráðar ítrekaðar tilkynningar hans sjálfs til lögreglu vegna manna sem hann kvaðst hræddur við og taldi reyna að komast inn til sín. Á húsfélagsfundi í desember í fyrra var lögmaður fenginn til að semja bréf til mannsins um að taka upp betri siði. Frekari brot myndu leiða til kröfu um að flytja út úr húsinu. Á húsfundi í mars samþykktu íbúar að honum yrði bönnuð dvöl í húsinu og gert að flytja út í síðasta lagi í júní. Yrði hann ekki við því yrði honum stefnt fyrir dóm. Foreldrar mannsins fengu sams konar bréf þar sem skorað var á þau að selja íbúðina hið fyrsta. Allir sögðu já nema foreldrarnir Maðurinn sótti ekki þinghald og tók því ekki til varna. Dómari skoðaði hvort húsfélagið hefði uppfyllt skilyrði laga um fjöleignarhús að skora á manninn að bæta ráð sitt og vara við afleiðingum. Þá þarf fyrirvari um bann við búsetu að vera að minnsta kosti einn mánuður. Þá þarf að liggja fyrir samþykki 2/3 hluta eigenda í húsinu og helmingsmæting á húsfund til að taka ákvörðun um brottvísun úr húsinu. Fyrir lá að 53 af 71 eignarhlut sat fundinn og allir greiddu með því að vísa manninum úr húsinu að frátöldum foreldrum hans. Dómari leit til þess að ítrekuð útköll lögreglu, samantektir og skráningar hjá húsfélaginu, upptökur úr öryggismyndavélum og í fundargerðum styddu mál húsfélagsins. Var húsfélagið talið hafa leitt nægar líkur að því að maðurinn hefði ítrekað virt að vettugi skyldu sína til að taka sanngjarnt og eðlilegt tillit til annarra eigenda í húsinu. Hann hefði valdið þeim meira ónæði en nágrannar eigi að þurfa að þola í fjölbýli. Bréf hefði verið sent, skorað á manninn að bæta ráð sitt en ekkert breyst. Húsfélagið hefði því verið í fullum rétti að vísa honum úr húsinu og var sú ákvörðun staðfest. Húsfélagið situr uppi með 680 þúsund krónur í málskostnað.
Húsnæðismál Dómsmál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira