Lífið samstarf

Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upp­lesara í kvöld

Forlagið
Upplestrarkvöldin eru löngu orðin að föstum lið í vetrardagsrká margra.
Upplestrarkvöldin eru löngu orðin að föstum lið í vetrardagsrká margra.

Fjórða og síðasta Bókakonfekt ársins fer fram í Bókabúð Forlagsins Fiskislóð 39 í kvöld. Höfundar lesa upp úr verkum sínum og verður upplestrinum streymt beint hér á Vísi.

Upplestrarkvöldin eru fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks. Notalegt og hátíðlegt andrúmsloft, léttar veitingar í boði, bóksala á staðnum og höfundar lesa og árita bækur.

Dagskrá hefst kl. 20 en húsið opnar 19 og hægt verður að koma sér vel fyrir og jafnvel tryggja sér eintak af vel völdum bókum fyrir lestra.

Þessi lesa í kvöld:

  • Nanna Rögnvaldardóttir - Flóttinn á norðurhjarann
  • Sævar Helgi Bragason - Miklihvellur
  • Ragna Sigurðardóttir - Útreiðartúrinn
  • Maó Alheimsdóttir - Hvalbak
  • Lilja Sigurðardóttir - Alfa
  • Andri Snær Magnason - Jötunsteinn
  • Gerður Krisný - Blóðhófnir
  • Þórunn Valdimarsdóttir - Stúlka með fálka
  • Gunnar V. Andésson og Sigmundur Ernir Rúnarsson - Spegill þjóðar

Hægt verður að horfa á og hlusta á upplesturinn í beinni í spilaranum hér fyrir neðan. Útsending hefst klukkan 20.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.