Enski boltinn

Van Dijk forðaðist frétta­menn eftir leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk hefur komið í viðtal eftir hvern tapleikinn á fætur öðrum en var ekki tilbúinn að ræða leikinn á móti PSV í gær þar sem hann gaf hollenska liðinu mark á upphafsmínútum leiksins.
Virgil van Dijk hefur komið í viðtal eftir hvern tapleikinn á fætur öðrum en var ekki tilbúinn að ræða leikinn á móti PSV í gær þar sem hann gaf hollenska liðinu mark á upphafsmínútum leiksins. Getty/Stu Forster

Virgil Van Dijk, fyrirliði Liverpool mætti ekki í viðtöl eftir tapið á móti PSV Eindhoven í gær og var ekki sá eini úr vonlausu Liverpool-liði. Curtis Jones kom fram fyrir liðið eftir enn eitt áfallið.

„Ég hef engin svör. Í hreinskilni sagt, þá hef ég þau ekki. Þetta er einfaldlega óásættanlegt,“ sagði Curtis Jones við RTE. „Ég er kominn yfir það að vera reiður innra með mér. Ég er kominn á þann stað að ég á engin orð,“ sagði Jones.

„Við ætlum að reyna að koma þessu liði aftur á þann stað sem það á að vera, sýna öllum aftur hvað þetta félag stendur fyrir og hvers vegna fólk kallar það besta lið í heimi, en eins og staðan er núna erum við í djúpum skít og það þarf að breytast,“ sagði Jones.

Enginn hefði getað ímyndað sér að lið sem vann ensku úrvalsdeildina með yfirburðum fyrir sex mánuðum síðan yrði baulað af velli af eigin stuðningsmönnum, en það er veruleikinn sem Slot stendur frammi fyrir.

Og þótt hann sé kannski ekki í bráðri hættu eru næstu tveir leikir, gegn West Ham á sunnudag og Sunderland á heimavelli eftir viku, orðnir úrslitaatriði.

Flestir leikmennirnir yfirgáfu Anfield í flýti og jafnvel hinn venjulega áreiðanlegi Van Dijk forðaðist fréttamenn.

Virgil Van Dijk leit ekki vel út í leiknum og gerði stórfuðuleg mistök þegar hann fékk á sig víti fyrir að slá boltann í meira en tveggja metra hæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×