Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2025 08:58 Eyjólfur Sverrisson á það meðal annars á ferilskránni að hafa stýrt Íslandi inn á EM U21-landsliða í fyrsta sinn. Getty/Tony Marshall Þegar kemur að fantasy-leiknum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þá gæti hjálpað að hafa spilað í fjölda ára í þýsku Bundesligunni og með íslenska landsliðinu, þjálfað íslenska landsliðið og komið U21-landsliði Íslands í fyrsta sinn á EM. Þetta hefur Skagfirðingurinn Eyjólfur Gjafar Sverrisson gert og fantasy-lið hans var til umræðu í nýjasta þættinum af Fantasýn, hlaðvarpi þeirra Alberts Þórs Guðmundssonar og Sindra Kamban þar sem kafað er ofan í allt sem tengist hinum gríðarvinsæla draumadeildarleik í ensku úrvalsdeildinni. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um lið Eyjólfs, sem sjá má neðar í greininni, hefst eftir 1:07:55. Í þættinum kom fram að lið Eyjólfs væri ansi ofarlega í heiminum, eða í kringum sæti 53.000, þó að sú tilraun hans að hafa Jean-Philippe Mateta sem fyrirliða í síðustu umferð hafi ekki skilað árangri. Stöldruðu við varamarkvörð og rangan Murphy Þá settu menn spurningamerki við það að Eistinn Karl Hein, markvörður Arsenal sem er að láni hjá Werder Bremen í Þýskalandi, væri sá varamarkvörður sem Eyjólfur hefði valið sér og eins við annan mann á bekknum: „Ég held að hann sé með rangan Newcastle-Murphy á bekknum. A. Murphy? Hver er þetta? Alex Murphy,“ sagði Albert en Sindri benti á að sá kostaði aðeins 3,9 milljónir og því ekki víst að Eyjólfur hafi ætlað að kaupa Jacob Murphy, eins og Albert grunaði. „Menn hafa samt lent í þessu. Ég á nú félaga sem ætlaði svo innilega að kaupa Jota í fyrra og gera það gott en keypti Jota sem var í Nottingham Forest og var nú ekki að fá margar mínútur. Það fór eins og það fór,“ sagði Albert. Lið Eyjólfs Sverrissonar í síðustu umferð. Á meðan margir áttu slæma umferð þá rakaði Eyjólfur inn 65 stigum. Menn voru hins vegar heilt yfir mjög hrifnir af liði Eyjólfs, sem sjá má hér að ofan, og ljóst að nú þegar Eyjólfur er ekki að þjálfa neitt lið í raunheimum getur hann látið ljós sitt skína í draumadeildinni: „Ég fékk að heyra það frá Hólmari syni hans að þetta væri „redemption“ tímabil hjá Eyjólfi. Hann átti víst eitthvað mjög lélegt tímabil í fyrra og ákvað að rífa sig virkilega í gang. Hann er að pakka saman einhverri fjölskyldudeild sem þeir eru í. Við bara óskum honum til hamingju með það og líst vel á þetta lið,“ sagði Albert og benti á að Eyjólfur ætti enn eftir að nýta sitt „wild card“ og „free hit“. Þrettánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst á morgun og á meðal leikja má nefna viðureign Manchester City og Leeds, Crystal Palace og Manchester United, og West Ham og Liverpool. Stórleikur helgarinnar er svo í Lundúnum því efstu tvö liðin, Arsenal og Chelsea, mætast á Brúnni á sunnudaginn. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Sjá meira
Þetta hefur Skagfirðingurinn Eyjólfur Gjafar Sverrisson gert og fantasy-lið hans var til umræðu í nýjasta þættinum af Fantasýn, hlaðvarpi þeirra Alberts Þórs Guðmundssonar og Sindra Kamban þar sem kafað er ofan í allt sem tengist hinum gríðarvinsæla draumadeildarleik í ensku úrvalsdeildinni. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um lið Eyjólfs, sem sjá má neðar í greininni, hefst eftir 1:07:55. Í þættinum kom fram að lið Eyjólfs væri ansi ofarlega í heiminum, eða í kringum sæti 53.000, þó að sú tilraun hans að hafa Jean-Philippe Mateta sem fyrirliða í síðustu umferð hafi ekki skilað árangri. Stöldruðu við varamarkvörð og rangan Murphy Þá settu menn spurningamerki við það að Eistinn Karl Hein, markvörður Arsenal sem er að láni hjá Werder Bremen í Þýskalandi, væri sá varamarkvörður sem Eyjólfur hefði valið sér og eins við annan mann á bekknum: „Ég held að hann sé með rangan Newcastle-Murphy á bekknum. A. Murphy? Hver er þetta? Alex Murphy,“ sagði Albert en Sindri benti á að sá kostaði aðeins 3,9 milljónir og því ekki víst að Eyjólfur hafi ætlað að kaupa Jacob Murphy, eins og Albert grunaði. „Menn hafa samt lent í þessu. Ég á nú félaga sem ætlaði svo innilega að kaupa Jota í fyrra og gera það gott en keypti Jota sem var í Nottingham Forest og var nú ekki að fá margar mínútur. Það fór eins og það fór,“ sagði Albert. Lið Eyjólfs Sverrissonar í síðustu umferð. Á meðan margir áttu slæma umferð þá rakaði Eyjólfur inn 65 stigum. Menn voru hins vegar heilt yfir mjög hrifnir af liði Eyjólfs, sem sjá má hér að ofan, og ljóst að nú þegar Eyjólfur er ekki að þjálfa neitt lið í raunheimum getur hann látið ljós sitt skína í draumadeildinni: „Ég fékk að heyra það frá Hólmari syni hans að þetta væri „redemption“ tímabil hjá Eyjólfi. Hann átti víst eitthvað mjög lélegt tímabil í fyrra og ákvað að rífa sig virkilega í gang. Hann er að pakka saman einhverri fjölskyldudeild sem þeir eru í. Við bara óskum honum til hamingju með það og líst vel á þetta lið,“ sagði Albert og benti á að Eyjólfur ætti enn eftir að nýta sitt „wild card“ og „free hit“. Þrettánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst á morgun og á meðal leikja má nefna viðureign Manchester City og Leeds, Crystal Palace og Manchester United, og West Ham og Liverpool. Stórleikur helgarinnar er svo í Lundúnum því efstu tvö liðin, Arsenal og Chelsea, mætast á Brúnni á sunnudaginn. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Sjá meira