Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2025 13:16 Cristiano Ronaldo er svo velkominn á HM í Bandaríkjunum að sjálfur forsetinn Donald Trump bauð honum í heimsókn. Ronaldo er alls ekki sá eini sem fengið hefur bann stytt fyrir HM og er Mario Mandzukic annað dæmi. Samsett/Instagram/Getty Margir hafa sett spurningamerki við það að Cristiano Ronaldo fái að vera með á HM í fótbolta næsta sumar frá byrjun, þrátt fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Írunum hans Heimis Hallgrímssonar. Bullandi spilling eða eitthvað sem mörg fordæmi eru fyrir? Ronaldo fékk rautt fyrir olnbogaskot í Dara O‘Shea, í 2-0 tapi Portúgals gegn Írlandi 13. nóvember. Samkvæmt agareglum FIFA um ofbeldisfulla hegðun hefði það þýtt þriggja leikja bann. Fyrsta leikinn tók Ronaldo svo út í lokaleik undankeppninnar, gegn Armeníu þremur dögum síðar. Hann var svo mættur líkt og Gianni Infantino, forseti FIFA, og krónprins Sádi-Arabíu, Mohammad bin Salman, í hátíðarkvöldverð hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu 19. nóvember. Síðasta þriðjudag tilkynnti aganefnd FIFA svo að tveggja leikja bannið sem Ronaldo ætti eftir yrði skilorðsbundið, og að hann gæti því spilað fyrsta leik á HM. Maðkur í mysunni? Þessi atburðarás fékk marga til að trúa því að verið væri að beita brögðum og Ronaldo fengi sérmeðferð svo að hann yrði með frá byrjun í Bandaríkjunum næsta sumar, þegar augu heimsbyggðarinnar verða á heimsmeistaramótinu. Aganefnd FIFA, sem á að vera óháð, hefur hins vegar fulla heimild fyrir sinni ákvörðun út frá gildandi reglum. BBC bendir í ítarlegri grein á fyrri dæmi um það að bönn hafi verið stytt í aðdraganda HM, sem fer aðeins fram á fjögurra ára fresti, þó að ekki sé beinlínis til alveg eins dæmi um að tveir leikir af þremur séu gerðir skilorðsbundnir. Koscielny, Mandzukic og Cocu í svipuðum sporum Fyrir HM 2014 fékk Frakkinn Laurent Koscielny til að mynda bann fyrir að slá Oleksandr Kucher, leikmann Úkraínu, í fyrri leik í HM-umspili. Líkt og Ronaldo fór Koscielny sjálfkrafa í eins leiks bann en það var hins vegar ekki lent og gat þessi þáverandi miðvörður Arsenal spilað á HM frá byrjun. Annað dæmi er frá sama HM-umspili, sem Íslendingar vilja kannski gleyma, þegar Króatinn Mario Mandzukic fékk rautt spjald fyrir að grafa takkana í læri Jóhanns Bergs Guðmundssonar í seinni leiknum við Ísland í Króatíu. Mandzukic fékk aðeins eins leiks bann og gat því spilað annan leik Króata á HM í Brasilíu 2014, og skoraði þar tvö mörk í 4-0 sigri gegn Kamerún. Fleiri dæmi eru rakin í grein BBC. Hollendingurinn Phillip Cocu gat verið með frá byrjun á HM 2006, Japaninn Makoto Hasebe missti bara af fyrsta leik á HM 2010 og hið sama má segja um Íranann Saeid Ezatolahi á HM 2018, og Mexíkóann Jesus Arellano á HM 2002. Fleiri dæmi eru svo nefnd í greininni sem lesa má hér. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sjá meira
Ronaldo fékk rautt fyrir olnbogaskot í Dara O‘Shea, í 2-0 tapi Portúgals gegn Írlandi 13. nóvember. Samkvæmt agareglum FIFA um ofbeldisfulla hegðun hefði það þýtt þriggja leikja bann. Fyrsta leikinn tók Ronaldo svo út í lokaleik undankeppninnar, gegn Armeníu þremur dögum síðar. Hann var svo mættur líkt og Gianni Infantino, forseti FIFA, og krónprins Sádi-Arabíu, Mohammad bin Salman, í hátíðarkvöldverð hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu 19. nóvember. Síðasta þriðjudag tilkynnti aganefnd FIFA svo að tveggja leikja bannið sem Ronaldo ætti eftir yrði skilorðsbundið, og að hann gæti því spilað fyrsta leik á HM. Maðkur í mysunni? Þessi atburðarás fékk marga til að trúa því að verið væri að beita brögðum og Ronaldo fengi sérmeðferð svo að hann yrði með frá byrjun í Bandaríkjunum næsta sumar, þegar augu heimsbyggðarinnar verða á heimsmeistaramótinu. Aganefnd FIFA, sem á að vera óháð, hefur hins vegar fulla heimild fyrir sinni ákvörðun út frá gildandi reglum. BBC bendir í ítarlegri grein á fyrri dæmi um það að bönn hafi verið stytt í aðdraganda HM, sem fer aðeins fram á fjögurra ára fresti, þó að ekki sé beinlínis til alveg eins dæmi um að tveir leikir af þremur séu gerðir skilorðsbundnir. Koscielny, Mandzukic og Cocu í svipuðum sporum Fyrir HM 2014 fékk Frakkinn Laurent Koscielny til að mynda bann fyrir að slá Oleksandr Kucher, leikmann Úkraínu, í fyrri leik í HM-umspili. Líkt og Ronaldo fór Koscielny sjálfkrafa í eins leiks bann en það var hins vegar ekki lent og gat þessi þáverandi miðvörður Arsenal spilað á HM frá byrjun. Annað dæmi er frá sama HM-umspili, sem Íslendingar vilja kannski gleyma, þegar Króatinn Mario Mandzukic fékk rautt spjald fyrir að grafa takkana í læri Jóhanns Bergs Guðmundssonar í seinni leiknum við Ísland í Króatíu. Mandzukic fékk aðeins eins leiks bann og gat því spilað annan leik Króata á HM í Brasilíu 2014, og skoraði þar tvö mörk í 4-0 sigri gegn Kamerún. Fleiri dæmi eru rakin í grein BBC. Hollendingurinn Phillip Cocu gat verið með frá byrjun á HM 2006, Japaninn Makoto Hasebe missti bara af fyrsta leik á HM 2010 og hið sama má segja um Íranann Saeid Ezatolahi á HM 2018, og Mexíkóann Jesus Arellano á HM 2002. Fleiri dæmi eru svo nefnd í greininni sem lesa má hér.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sjá meira